Söngfélag Hólaskóla (um 1890)

Lítið er vitað um félagsskap sem bar nafnið Söngfélag Hólaskóla en það var stofnað hausið 1890 meðal skólapilta í Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal og átti m.a. að styðja kirkjusönginn í Hólakirkju.

Söngkennsla var líkast til við skólann en hversu samfelld hún var og hversu virkt söngfélagið var á þessum árum er óljóst, þá vantar einnig allar upplýsingar um þann eða þá sem stjórnuðu söngstarfinu. Það var svo árið 1920 sem málið var tekið fastari tökum með komu söngkennarans Friðbjörns Traustasonar árið 1920 en með honum varð söngstarfið markvissara og skólakór var stofnaður.