Söngfélag Eskifjarðar (1905-06)

Haustið 1905 var Söngfélag Eskifjarðar stofnað austur á Eskifirði en aðal hvatamaður þess mun hafa verið Árni Jónasson frá Svínaskála, ekki liggur fyrir hvort hann stjórnaði einnig söngstarfinu.

Félagið mun hafa haldið einhverja söngfundi og tónleika um veturinn 1905-06 en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um starfsemi þess. Vitað er að fjöldasöngur var á skemmtun sem haldin var á sumardaginn fyrsta vorið 1908 á Eskifirði en ekkert bendir sérstaklega til þess að félagið hafi þá enn verið starfandi.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Söngfélag Eskifjarðar og starfsemi þess.