Bleikir fílar á leið í meðferð (1991-92)

Upplýsingar um unglingahljómsveit starfandi á Eskifirði árin 1991 og 92 að minnsta kosti óskast sendar Glatkistunni. Sveitin var ýmist kölluð Bleikir fílar, Bleikir fílar og þrír í meðferð eða Bleikir fílar á leið í meðferð. Vitað er að Jens Garðar Helgason hljómborðsleikari var í þessari sveit en upplýsingar um aðra meðlimi hennar vantar. Sveitin mun…

Glamúrgalatónleikar í Tónlistarmiðstöð Austurlands

Erla Dóra Vogler söngkona og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari verða með tónleika í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði annað kvöld klukkan 20:00 undir yfirskriftinni Glamúrgalatónleikar. Á tónleikunum munu þær Erla Dóra og Eva Þyri flytja margvíslega slagara, lög úr heimsþekktum óperettum og söngleikjum þar sem glys, glamúr, litríki, elegans og auðvitað frábær tónlist ráða ríkjum. Þarna…

Karlakór verkamanna [4] (1933-34)

Karlakór verkamanna var starfandi á Eskifirði 1933 og 34 að minnsta kosti. Hann gæti þó hafa starfað mun lengur. Vitað er að fyrsti stjórnandi kórsins var Arnfinnur Jónsson en um aðra er ekki vitað. Allar upplýsingar um Karlakór verkamanna á Eskifirði eru vel þegnar.

D&B Túrbó (1999)

Litlar upplýsingar er að finna um austfirsku rokksveitina D&B Túrbó sem var starfrækt haustið 1999. Það litla sem liggur fyrir er að sveitin var frá Reyðarfirði og Eskifirði, allar upplýsingar eru vel þegnar.

Jarlar (1975-77)

Jarlar frá Eskifirði starfaði um tíma um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar. Sveitin var stofnuð haustið 1975 og var að líkindum allan tímann skipuð sömu meðlimum, þeim Þórhalli V. Þorvaldssyni söngvara og bassaleikara, Viðari J. Ingólfssyni trommuleikara (föður Birkis Fjalars trommuleikara og Andra Freys gítarleikara og dagskrárgerðarmanns), Snorra Ölverssyni söngvara, flautuleikara og gítarleikara og Karli…

Karlakórinn Glaður (1933 -)

Karlakórinn Glaður var stofnaður á Eskifirði 1933 og er enn starfandi eftir því sem best er vitað. Litlar sem engar upplýsingar er að finna um þennan merka kór en hann mun vera meðal elstu karlakóra landsins. Vitað er að Hjalti Guðnason stjórnaði honum um árabil, a.m.k. á sjötta áratugnum, Friðrik Árnason var einhvern tímann stjórnandi…