Snorri og Ómar (1972)

Þjóðlagadúettinn Snorri og Ómar (Ómar og Snorri) var meðal flytjenda á þjóðlagakvöldi á vegum Vikivaka í Tónabæ í febrúar 1972. Líklega léku þeir báðir á gítara og sungu en Snorri lék jafnframt á einhvers konar flautu.

Óskað er eftir upplýsingum um full nöfn þeirra félaga en fyrir liggur að þeir voru frá Eskifirði.