Afmælisbörn 31. maí 2022

Sex tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni í dag: Kjartan Valdemarsson píanó- og hljómborðsleikari er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Kjartan er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur leikið á fjölda poppplatna allt frá árinu 1984 þegar fyrst heyrðist til hans á safnplötum, hann hefur verið í mörgum þekktum hljómsveitum eins og Todmobile en…

Afmælisbörn 30. maí 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sjö talsins að þessu sinni: Jónas Ingimundarson píanóleikari er sjötíu og átta ára í dag. Hann nam píanóleik, fyrst hér heima en síðan í Austurríki, og hefur starfað sem píanóleikari, kórstjórnandi og píanókennari síðan. Píanóleik hans má heyra á fjölmörgum plötum, þar af nokkrum sólóplötum. Jónas hefur ennfremur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir…

Afmælisbörn 29. maí 2022

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari og eftirherma er þrjátíu og þriggja ára gamall í dag. Eyþór er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt til Eurovision söngkeppninnar en eins og alþjóð veit söng hann íslenska framlagið, Ég á líf, vorið 2013. Áður hafði hann vakið athygli í hæfileikakeppninni…

Afmælisbörn 28. maí 2022

Fjögur afmælisbörn er að finna í gagnagrunni Glatkistunnar í dag: Helgi Pétursson jafnan kenndur við Ríó tríó er sjötíu og þriggja ára gamall í dag. Hann hefur sungið og leikið á kontrabassa með Ríó tríói allt síðan 1965 en hefur einnig fengist við annars konar tónlistartengd verkefni s.s. með Grasösnum sem og á plötum annarra…

Afmælisbörn 27. maí 2022

Þrjú afmælisbörn koma við sögu á afmælislista Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari Skítamórals frá Selfossi er fjörutíu og sex ára gamall í dag. Auk þess að vera einn af Skímó-liðum hefur hann leikið með sveitum eins og Vinum Sjonna, Galeiðunni, Plasti, Spark, Loðbítlum, Nepal og Poppins flýgur. Auk þess var Gunnar…

Ný smáskífa Myrkva – Villt fræ

Tónlistarmaðurinn Myrkvi er að senda frá sér nýja smáskífu en hún ber titilinn Villt fræ og lítur dagsins ljós á morgun, föstudag á tónlistarveitum og samfélagsmiðlum. Myrkvi er listamannsnafn Magnúsar Arnar Thorlacius sem stökk fram á sjónarsviðið árið 2014 þegar hann sigraði Músíktilraunir með hljómsveit sinni Vio, ásamt því að vera valinn besti söngvari keppninnar.…

Afmælisbörn 26. maí 2022

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) hárskeri og tónlistarmaður á Ísafirði er níutíu og tveggja ára á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann lék…

Sóldögg (1994-)

Hljómsveitin Sóldögg var með þekktustu ballhljómsveitum Íslands um aldamót og telst til aldamótahljómsveitanna svonefndu. Sveitin sendi frá sér ógrynni vinsælla laga á sínum tíma, var alveg við toppinn en náði þangað þó aldrei alveg og má e.t.v. um kenna að hún markaði sér aldrei hreina stefnu, var á mörkum þess að vera hreinræktuð sveitaballapoppsveit annars…

Sólskinskórinn [1] (1973-75)

Margir þekkja Sólskinskórinn svokallaða enda naut hann fádæma vinsælda í kringum miðjan áttunda áratug síðustu aldar þegar hann kom við sögu á tveimur plötum og söng þá lög eins og Sól, sól skín á mig, Kisu tangó og Syngjandi hér, syngjandi þar. Kórinn var þó aldrei starfandi sem eiginlegur kór. Það mun hafa verið að…

Sólskinskórinn [1] – Efni á plötum

Sólskinskórinn – Sólskinskórinn syngur fjögur ný barnalög [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 573 Ár: 1973 1. Sól skín á mig 2. Kisu tangó 3. Dönsum dátt 4. Sirkusinn er hér Flytjendur: Sólskinskórinn – söngur undir stjórn Magnúsar Péturssonar hljómsveit undir stjórn Magnúsar Péturssonar: – Magnús Pétursson – píanó – [engar upplýsingar um aðra flytjendur] Þrjú…

Sóldögg – Efni á plötum

Sóldögg – Klám Útgefandi: BÖGG Útgáfunúmer: BÖGGCD 001 Ár: 1996 1. Slím 2. Loft 3. Tusa 4. Kox 5. Lísa Flytjendur: Bergsveinn Arilíusson – söngur Eiður Alfreðsson – bassi Baldvin A. B. Aalen – trommur Stefán H. Henrýsson – hljómborð Ásgeir J. Ásgeirsson – gítar Pétur Guðmundsson – raddir Sóldögg – Breyt’um lit Útgefandi: Skífan…

Spilafíklarnir (2001-05)

Tríóið Spilafíklarnir (Spilafíklar) lék mikið á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins í upphafi aldar en sveitin starfaði á árunum 2001 til 2005, sveitin lék mikið á stöðum eins og Dubliner, Celtic Cross og Fógetanum og er hér giskað á að írsk kráartónlist hafi verið uppistaðan í lagavali hennar. Meðlimir Spilafíklanna eru sagðir vera þeir Binni [?] bassaleikari, Guðni…

The Spiders (um 1976-80)

Tríó sem bar nafnið The Spiders starfaði í Garðabæ á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar og var skipuð ungum meðlimum sem voru líklega um tíu ára aldur þegar sveitin var stofnuð, árið 1976 en hún starfaði með hléum og mestmegnis yfir sumartímann. Það voru þeir Hilmar Jensson gítarleikari, Matthías M.D. Hemstock trommuleikari og Valdimar…

Spesía (1996-98)

Spesía var ballhljómsveit sem starfaði á Egilsstöðum um og eftir miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Spesía var líklega stofnuð árið 1996 en sveitin lék nokkuð á dansleikjum eystra, s.s. þorrablótum auk almennra dansleikja, þá lék sveitin m.a. á dansleik í kjölfar fegurðarsamkeppni Austurlands þar sem hún var með aukahljóðfæraleikara með sér auk söngkonu, Estherar Jökulsdóttur.…

Speni frændi og sifjaspellarnir (1992-94)

Keflvíska hljómsveitin Speni frændi og sifjaspellarnir starfaði á fyrri hlutu tíunda áratugar síðustu aldar og átti þá eitt lag á safnplötu. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvenær Speni frændi og sifjaspellarnir starfaði nákvæmlega en hún var að minnsta kosti starfrækt frá haustinu 1992 og fram eftir árinu 1993 – lék t.a.m. á tónleikum Óháðu listarhátíðarinnar…

Spegill spegill (1981-82)

Hljómsveitin Spegill spegill starfaði í nokkra mánuði á höfuðborgarsvæðinu veturinn 1981-82 og lék frumsamda tónlist á nokkrum tónleikum, einkum í félagsmiðstöðvum en einnig á N.E.F.S. samkomu í Félagsstofnun stúdenta. Sveitina skipuðu þau Jóhannes Grétar Snorrason gítarleikari, Einar Sigurðsson bassaleikari og söngvari, Gísli Kristinn Skúlason trommuleikari og Kristín Þorsteinsdóttir hljómborðsleikari. Spegill spegill lék rokk sem teygði…

Spilverk (1999)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Spilverk en hún var skráð til leiks í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík haustið 1999. Svo virðist sem Spilverk sem kom úr Garðabæ, hafi annað hvort ekki mætt til leiks í Rokkstokk eða að hún hafi skipt um nafn fyrir keppnina því hvergi er hana að finna…

Spilliköttur (1983-85)

Hljómsveitin Spilliköttur var ein af þeim fjölmörgu tilraunakenndu sveitum sem störfuðu í kjölfar nýbylgjusenunnar í byrjun níunda áratugnum en hún var starfrækt í Kópavogi, vöggu pönksins. Meðlimir Spillikattar voru þeir Sigurður Halldórsson bassaleikari, Ingólfur Örn Björgvinsson saxófónleikari og Birgir Baldursson trommuleikari en þeir voru þá á sama tíma einnig í hljómsveitinni Gakk, við fjórða mann.…

Spilverk sóðanna (1991)

Hljómsveit sem bar nafnið Spilverk sóðanna var ein af fjölmörgum sveitum sem keppti í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíð í Húnaveri um verslunarmannahelgina 1991. Óskað er eftir upplýsingum um Spilverk sóðanna, hverjir skipuðu sveitina og hljóðfæraskipan, auk annarra almennra upplýsinga um hana.

Afmælisbörn 25. maí 2022

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Kristjana Stefánsdóttir söngkona frá Selfossi er fimmtíu og fjögurra ára gömul á þessum degi. Kristjana sem nam söng hér heima og síðar í Hollandi, hefur gefið út nokkrar plötur með djasssöng sínum, ýmis ein eða í félagi við aðra, en hún söng á árum áður með…

Afmælisbörn 24. maí 2022

Afmælisbörn dagsins eru fjögur talsins í dag hjá Glatkistunni: Kristján Jóhannsson tenórsöngvari á sjötíu og fjögurra ára afmæli á þessum degi. Kristján hóf sinn söngferil fyrir norðan, nam söng fyrst á Akureyri en síðan í Reykjavík og á Ítalíu, þar sem hann starfaði um árabil en er nú fyrir nokkru fluttur heim til Íslands. Um…

Afmælisbörn 23. maí 2022

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag: Kári Þormar (Kárason) kórstjórnandi og organisti er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Kári sem í dag er stjórnandi Dómkórsins og organisti kirkjunnar, hefur komið víða við á sínum ferli og starfaði til að mynda við Áskirkju, Fríkirkjuna og víðar. Kári nam orgel- og píanóleik hér heima,…

Afmælisbörn 22. maí 2022

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru fimm talsins að þessu sinni: Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona er sextíu og þriggja ára gömul í dag. Þótt hún hafi lengstum verið þekktust sem bakraddasöngkona hefur hún sungið með fleiri hljómsveitum en marga grunar, þar má nefna Brunaliðið, Smelli, Chaplin, Módel, Snörurnar og svo í þríeykinu Ernu, Evu, Ernu. Einnig…

Afmælisbörn 21. maí 2022

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag í gagnagrunni Glatkistunnar: Íris Kristinsdóttir söngkona er fjörutíu og sjö ára gömul á þessum degi. Íris vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Írafári sumarið 1998 en sló síðan í gegn ári síðar sem gestasöngvari með Sálinni hans Jóns míns á frægum órafmögnuðum tónleikum sem gefnir voru út. Síðar söng…

Afmælisbörn 20. maí 2022

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Pétur Jónasson gítarleikari er sextíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Pétur nam gítarleik fyrst hér heima en fór til framhaldsnáms til Mexíkó, Spánar og víðar, hann hefur haldið fjölda einleikaratónleika víða um heim og í öllum heimsálfum. Ein sólóplata hefur komið út með gítarleik Péturs en hann hefur þó…

Afmælisbörn 19. maí 2022

Í dag eru á skrá Glatkistunnar fimm afmælisbörn: Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari er áttatíu og sex ára gamall á þessum degi, enginn veit hversu oft hann lék undir við „síðasta lag fyrir fréttir“ en mun vera þó vera oftar en nokkur annar. Ólafur nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík en lauk síðan framhaldsnámi í London…

Sororicide (1989-95)

Dauðarokksveitin Sororicide skipar stóran sess í þeirri vakningu sem varð á Íslandi í þungu rokki í kringum 1990, þótt sveitin væri ekki endilega sú fyrsta til að leika slíka tónlist þá ruddi hún ákveðna braut með sigri í Músíktilraunum (reyndar undir nafinu Infusoria), gaf út plötu fyrst slíkra sveita og var þannig í fararbroddi þeirrar…

Sóló [1] (1961-80 / 2017-)

Hljómsveitin Sóló var ein allra vinsælasta bítlasveitin sem spratt fram á sjónarsviðið fyrir og um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar og telst meðal stærstu nafnanna þegar kemur að uppgjöri við það tímabil, Sóló gaf aldrei út plötu á sínum tíma en hver veit hvað hefði gerst hefðu þeir fengið tækifæri til þess því sveitin hafði…

Sororicide – Efni á plötum

Sororicide – The Entity Útgefandi: Platonic records Útgáfunúmer: PLALP3 Ár: 1991 & 2017 1. Human recycling 2. Anger of the inferior 3. Redrum 4. Blind 5. Vivisection 6. The entity 7. Saturated 8. Sick interment 9. Sororicide 10. Old Flytjendur: Gísli Sigmundsson – bassi og raddir Fróði Finnsson – gítar Guðjón Óttarsson – gítar Karl…

Sóló [2] [umboðsskrifstofa] (1984-85)

Umboðsskrifstofa starfaði um tveggja ára skeið um miðjan níunda áratug síðustu aldar undir nafninu Sóló en fyrirtækið var starfrækt 1984-85. Það var Viðar Arnarson sem var eigandi Sóló og framkvæmdastjóri, og líkast til eini starfsmaður fyrirtækisins. Hann hafði m.a. á snærum sínum Bubba Morthens en vakti þó mest athygli fyrir hæfileikakeppni sem hann hélt utan…

Sóló [1] – Efni á plötum

Sóló – Fimmtíu árum síðar Útgefandi: Sóló Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2018 1. Apache 2. Alice 3. One way ticket 4. Theme for young lovers 5. Viltu með mér vaka í nótt 6. When you walk in the romm 7. Help me make it through the night 8. In your arms 9. Commander go 10.…

Spartakus [2] (1997)

Hljómsveitin Spartakus var starfrækt á Akranesi, líkast til innan Fjölbrautaskóla Vesturlands því sveitin tók þátt í tónlistarkeppni nemendafélags FVA haustið 1997. Meðlimir sveitarinnar voru Rúnar Magni Jónsson söngvari, Bjarki Þór Jónsson gítarleikari, Þórður B. Ágústsson bassaleikari, Snæbjörn Sigurðarson hljómborðsleikari, Vilhjálmur Magnússon trommuleikari og Óli Örn Atlason gítarleikari en þannig var Spartakus skipuð þegar tvö lög…

Spartakus [1] (1976-79)

Heimildir um hljómsveitina Spartakus sem starfaði á sínum tíma í Neskaupstað eru af skornum skammti og því er leitað til fróðra um upplýsingar um þessa sveit. Fyrir liggur að Spartakus var starfandi árin 1976 og 77 en þá var hún mjög virk á heimavelli, lék mikið á dansleikjum í Egilsbúð en einnig víðar á austanverðu…

Sólskinskórinn [2] (2001-02)

Kór starfaði innan Söngseturs Estherar Helgu Guðmundsdóttur undir nafninu Sólskinskórinn en fátt meira liggur fyrir um þennan kór s.s. á hvað aldri kórmeðlimir voru – hvort um var að ræða barnakór eða með eldra söngfólki. Sólskinskórinn starfaði að minnsta kosti á árunum 2001 og 2002, og þá líklega undir stjórn Estherar Helgu en óskað er…

Speedwell blue (1995)

Pöbbasveitin Speedwell blue starfaði í nokkra mánuði árið 1995 og lék mjög víða um land á þeim tíma. Sveitin var stofnuð vorið 1995 af Englendingnum Eric Lewis söngvara og gítarleikara sem hér var staddur og fékk hann til liðs við sig Brynjar Brynjólfsson bassaleikara og Hafþór Guðmundsson trommuleikara sem léku með honum fyrst um sinn.…

Speed diffusion (um 1980)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Ísafirði í kringum 1990 og bar heitið Speed diffusion en ekkert liggur fyrir um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraleikara annað en að Arnþór Benediktsson var líklega bassaleikari sveitarinnar.

Spectrum [1] (1998)

Dúettinn Spectrum var meðal keppenda í Músíktilraunum vorið 1998 en komst þar ekki í úrslit. Spectrum, sem var úr Hafnarfirði var skipaður þeim Atla Má Þorvaldssyni og Þresti Sveinbjörnssyni sem báðir léku á hljóðgervla. Svo virðist sem dúettinn hafi ekki verið langlífur.

The Special McHenry coctail shake band (um 1975)

Lítið er vitað um hljómsveit sem bar heitið The Special McHenry coctail shake band en hún gæti hafa starfað í Hagaskóla í kringum miðjan áttunda áratuginn, líklega 1975. Eggert Pálsson var líkast til trommuleikari sveitarinnar og Friðrik Karlsson gítarleikari hennar en upplýsingar vantar um aðra meðlimi hennar.

Afmælisbörn 18. maí 2022

Á þessum degi eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Fyrst skal telja söngvarann Sævar Sverrisson en hann er sextíu og fimm ára gamall. Sævar hefur sungið með fjöldanum öllum af misþekktum hljómsveitum og  margir muna eftir honum í hljómsveitinni Spilafíflum í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Meðal annarra sveita sem hann hefur verið í má…

Afmælisbörn 17. maí 2022

Hvorki fleiri né færri en átta tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Sigurður Karlsson trommuleikari er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Hann þótti einn albesti trommuleikari poppgeirans á áttunda áratugnum og spilaði með hljómsveitum eins og Change, Blúskompaníinu, Kinks, Póker, Sjálfsmorðssveitinni, Svanfríði, Brunaliðinu, Eik og Friðryk svo fáeinar séu nefndar. Jón…

Afmælisbörn 16. maí 2022

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jónas Sigurðsson skal fyrstan telja en hann er fjörutíu og átta ára gamall í dag. Jónas hafði spilað á trommur með fjölmörgum hljómsveitum á sínum yngri árum og má þar nefna bönd eins Sólstrandagæjana, Trassana, Ýmsa flytjendur og Blöndustrokkana. Sólóferill Jónasar hófst 2006 þegar fyrsta…

Afmælisbörn 15. maí 2022

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Rúnar Erlingsson bassaleikari frá Raufarhöfn er sextíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Rúnars verður alltaf minnst sem eins af Utangarðsmönnum sem slógu í gegn sumarið 1980 en hann lék einnig með tengdum sveitum í kjölfarið, s.s. Bodies, Mögulegt óverdós, Puppets, Jasmini og Egó. Rúnar…

Afmælisbörn 14. maí 2022

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í dag: Ámundi Ámundason (Ámi) einn þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi áttunda áratugarins er sjötíu og sjö ára gamall í dag. Ámundi annaðist umboðsmennsku fyrir hljómsveitir eins og Hljóma, auk þess að gefa út plötur undir merkjum ÁÁ-records. Hann markar þannig upphaf útgáfusögu Stuðmanna og Jóhanns G. Jóhannssonar en alls komu…

Afmælisbörn 13. maí 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur talsins í dag: Tónskáldið Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann bar fyrst á góma fjölmiðla á fyrri hluta áttunda áratugarins sem tónlistarmaður með hljómsveitinni Síberíu og síðar Melchior þar sem hann lék á gítar. Hann fór síðar í tónsmíðanám, fyrst í Reykjavík en síðan í…

Afmælisbörn 12. maí 2022

Níu tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Helga Möller á sextíu og fimm ára afmæli í dag. Helga er iðulega kölluð diskódrottning Íslands en einnig mætti kalla hana drottningu jólalaganna. Hún söng m.a. ásamt Jóhanni Helgasyni í dúettnum Þú og ég, auk Celsius, Moldrok, Melchior og Snörunum hún byrjaði reyndar sinn söngferil…

Sonus futurae (1981-87)

Sonus futurae er almennt talin fyrsta hreinræktaða tölvupoppsveit íslenskrar tónlistarsögu ásamt Mogo homo en sveitin starfaði mun lengur og sendi frá sér plötu, sem Mogo homo gerði ekki. Sonus futurae var stofnuð á Seltjarnarnesi um jólin 1981 og voru meðlimir sveitarinnar Kristinn Rúnar Þórisson söngvari, gítar- og hljóðgervilsleikari, Þorsteinn Jónsson hljóðgervilsleikari og Jón Gústafsson söngvari…

Sonus futurae – Efni á plötum

Sonus futurae – Þeir sletta skyrinu … sem eiga það Útgefandi: Hljóðriti Útgáfunúmer: 004 / 1182 Ár: 1982 1. Myndbandið 2. Samtök 69 3. Laser 4. Sætar stelpur 5. Skyr með rjóma 6. Samstaða Flytjendur: Kristinn Rúnar Þórisson – hljóðgervlar, gítar synthesizer, gítar og söngur Jón Gústafsson – söngur Þorsteinn Jónsson – hljóðgervlar, forritun og…

Sólblóma [3] – Efni á plötum

Blóðnasir vs Sólblóma – Underground sound of MS [split] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Sólblóma – Spinnegal í Portúgal 2. Blóðnasir – Heimahnokki í hverfinu 3. Sólblóma – Allt sem ég hafði var ást 4. Blóðnasir – Með sekk og fötu 5. Sólblóma – Dansarinn 6. Blóðnasir – Brunabíllinn Flytjendur: Sólblóma:…

Sólblóma [3] (1998-2000)

Hljómsveitin Sólblóma starfaði innan Menntaskólans við Sund rétt um síðustu aldamót, líklega á árunum 1998 til 2000. Sveitina skipuðu þeir Kjartan F. Ólafsson hljómborðsleikari (Ampop o.fl.) og Ragnar Jónsson [?] en ekki liggur fyrir hvort fleiri komu að henni. Sveitin var sögð stofnuð „til höfuðs“ sveitaballahljómsveitum en líklegt hlýtur því að teljast að fleiri hafi…

Sólskinsdætur (1952)

Sólskinsdætur var kvartett stúlkna við Gagnfræðaskóla Austurbæjar, sem starfaði líklega árið 1952 og söng þá á nokkrum skemmtunum innan skólans og reyndar eitthvað utan hans einnig, starfstími kvartettsins gæti því verið mun teygjanlegri en hér segir. Þær stöllur sungur við gítarundileik. Ekki er vitað hverjar skipuðu Sólskinsdætur nema að Elín Sigurvinsdóttir var ein þeirra, óskað…