Spartakus [1] (1976-79)

Heimildir um hljómsveitina Spartakus sem starfaði á sínum tíma í Neskaupstað eru af skornum skammti og því er leitað til fróðra um upplýsingar um þessa sveit.

Fyrir liggur að Spartakus var starfandi árin 1976 og 77 en þá var hún mjög virk á heimavelli, lék mikið á dansleikjum í Egilsbúð en einnig víðar á austanverðu landinu, jafnvel á Djúpavogi. Heimild segir jafnframt að sveitin hafi verið starfandi allt til 1979 en staðfestingu þess efnis vantar.

Spartakus mun hafa verið stofnuð upp úr hljómsveitinni Friðnýju og var Guðmundur Sólheim [gítarleikari?] einn meðlima hennar en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi.