Afmælisbörn 30. júní 2022

Á þessum síðasta degi júnímánaðar koma þrjú afmælisbörn við sögu: Hjörtur Howser píanó- og hljómborðsleikari er sextíu og eins árs gamall í dag. Hann hefur komið mjög víða við í íslensku tónlistarlífi, fyrst með sveitum eins og Tívolí og Fermata um 1980 en síðan með Bogart, Dúndrinu, Gömmum, Grafík, Hljómsveit Björgvins Halldórssonar, Partýtertunni, Stormsveitinni og…

Spírandi baunir (1994-98)

Hljómsveitin Spírandi baunir vakti nokkra athygli með frammistöðu sinni í Músíktiltraunum en skaut eiginlega aðeins yfir markið þegar sveitin sendi frá sér plötu og kom það henni í koll. Spírandi baunir hafði verið stofnuð upp úr hljómsveitinni Kuski árið 1994 og störfuðu sveitirnar reyndar samhliða um tíma en hljóðfæraskipan var að einhverju leyti ólík hjá…

Spilaborgin [2] (2007)

Hljómsveitin Spilaborgin sem hér um ræðir hefur aldrei verið starfandi hljómsveit en er eitt af fjölmörgum tónlistarverkefnum sem læknirinn Hlynur Þorsteinsson hefur sinnt en hann hóf að sinna tónlistaráhuga sínum af fullum krafti eftir aldamót. Hlynur hefur gefið út á fjórða tug platna ýmist í eigin nafni eða með hljómsveitum sínum Sigurboganum, Pósthúsinu í Tuva…

Spírandi baunir – Efni á plötum

Spírandi baunir – Óðs manns ævi Útgefandi: Spírandi baunir Útgáfunúmer: SPÍR CD001 Ár: 1996 1. Sunnanvindur 2. Rassmus 3. Paul is dead 4. Reykjavíkurljóð 5. Dracula Dísa 6. Jóakim aðalönd 7. Akatínafta 8. Erhtil 9. Álagið 10. Dimmalimm 11. Downtown 12. Ópra súpra 13. Tinni snyrtipinni 14. Frómas (Babú) 15. Vilma 16. Mi perro Snati…

Spilaborgin [2] – Efni á plötum

Spilaborgin – Byggingar Útgefandi: Hlynur Þorsteinsson Útgáfunúmer: HÞ014 Ár: 2007 1. Saffó hin fagra 2. Næturvaska 3. Horft um öxl 4. Af innstu þrá 5. Fegurð náttúrunnar 6. Skvísan 7. Folinn 8. Í brosi morguns 9. Valinn viður 10. Óður glataða sonarins Flytjendur: Hlynur Þorsteinsson – söngur og hljóðfæraleikur  Matthildur Sigurjónsdóttir – söngur Gunnar Einar…

Star bitch (1995-97)

Hljómsveit sem bar nafnið Star bitch starfaði á árunum 1995-97 að minnsta kosti, og kom einu lagi út á safnplötu meðan hún starfaði. Star bitch var rokksveit af höfuðborgarsvæðinu og var hún meðal keppenda í Músíktilraunum vorið 1996, meðlimir sveitarinnar voru þá Georg Erlingsson söngvari, Brynjar Óðinsson gítarleikari, Egill Rúnar Reynisson bassaleikari og Einar Valur…

Stapi [tónlistartengdur staður] (1965-)

Félagsheimilið Stapi var lengi vel eitt allra vinsælasta samkomuhúsið í íslenskri sveitaballahefð og var ásamt Festi fremst í flokki á Suðurnesjunum. Húsið hefur gengið í gegnum miklar breytingar og er nú hluti Hljómahallarinnar í Reykjanesbæ. Stapi (í daglegu tali nefndur Stapinn) var vígður í október 1965 en húsið hafði þá verið um sjö ár í…

Stay free [1] (um 1980)

Í kringum 1980 var starfrækt hljómsveit við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði undir nafninu Stay free (einnig ritað Stayfree). Engar frekar upplýsingar er að finna um þessa sveit en þær væru vel þegnar, þ.e. er varða meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og fleira sem þykir eiga heima í slíkri umfjöllun.

Status [2] (1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Status starfaði á Hvolsvelli árið 1985 og var líklega stofnuð upp úr annarri, Fleksnes sem þá hafði starfað þar um nokkurra ára skeið. Aðalsteinn Ingvason bassaleikari, Sölvi Rafn Rafnsson trommuleikari, Sigurjón Þórisson Fjeldsted gítarleikari, Kjartan Aðalbjörnsson hljómborðsleikari og Sveinn Ægir Árnason söngvari höfðu skipað Fleksnes og því er allt eins líklegt…

Status [1] (um 1980)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Status sem hugsanlega starfaði í Skagafirði, að öllum líkindum á árunum í kringum 1980 – gæti þó skeikið fimm árum til eða frá. Indriði Jósafatsson var einn meðlima þessarar sveitar en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þessa sveit og er því hér með óskað eftir þeim, nöfnum annarra meðlima…

Statíf (1987)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Statíf sem starfaði árið 1987 á norðanverðu landinu, að öllum líkindum á Blönduósi. Statíf keppti í hljómsveitakeppninni sem haldin var á útihátíðinni í Atlavík um verslunarmannahelgina það sumar en upplýsingar vantar um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma o.s.frv.

Stay free [2] (1982)

Hljómsveit sem bar nafnið Stay free starfaði á Blönduósi árið 1985 en þá um haustið lék hún á dansleik sem haldinn var í félagsheimilinu á Blönduósi af Kaupfélagi Húnvetninga en tilefnið var 100 ára afmæli Samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi. Engar frekari upplýsingar finnast hins vegar um þessa sveit og er því hér með óskað eftir þeim.

Stay free [3] (1985)

Unglingahljómsveitin Stay free frá Hafnarfirði var starfrækt haustið 1985 var þriðja hljómsveitin sem bar þetta annars ágæta nafn hér á landi á aðeins fimm ára tímabili, ástæðan fyrir því var að á þeim árum voru dömubindi undir þessu nafni grimmt auglýst í sjónvarpi. Stay free sigraði hljómsveitakeppni sem haldin var í Hafnarfirði og vann þar…

Afmælisbörn 29. júní 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm að þessu sinni: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir er fimmtíu og þriggja ára gömul í dag. Bryndís lærði söng og píanóleik, hefur sungið inn á nokkrar plötur og verið í hljómsveitum eins og 8villt og Doríu, og sönghópum eins og Afródítum og Söngsystrum en líka sungið í sýningum eins og Bítlaárunum, sem sett…

Afmælisbörn 28. júní 2022

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Barnastjarnan og söngkonan Katla María (Gróa) Hausmann er fimmíu og þriggja ára gömul. Margir muna eftir henni í kringum 1980 en um það leyti komu út fjórar plötur með henni. Lög eins og Lítill Mexíkani, Ég fæ jólagjöf, Rúdolf og Prúðuleikararnir urðu feikilega vinsæl og um…

Afmælisbörn 27. júní 2022

Afmælisbörnin í dag eru fjögur talsins og eru þessi: Hallberg Daði Hallbergsson er þrjátíu og tveggja ára gamall í dag en hann var gítarleikari hljómsveitarinnar Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir vorið 2005. Jakobínarína fór víða um lönd eftir sigurinn en lítið hefur farið fyrir Hallberg eftir að sveitin hætti störfum í ársbyrjun 2008. Hann hefur þó…

Afmælisbörn 26. júní 2022

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Stefán Hilmarsson söngvari á afmæli í dag en hann er fimmtíu og sex ára gamall. Stefán kom fyrst fram með hljómsveitum eins og Bjargvættinum Laufeyju, Bóas, Tvöfalda bítinu og Reðr áður en hann steig á stokk með Sniglabandinu með lagið Jólahjól. Í kjölfarið fékk hann fjölmörg verkefni…

Afmælisbörn 25. júní 2022

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ragnar Páll Steinsson bassaleikari og smiður úr Hafnarfirði er fjörutíu og átta ára í dag. Þekktasta sveit Ragnars er auðvitað Botnleðja en hann tók einnig þátt í Pollapönk ævintýrinu og hefur leikið með hljómsveitum eins og Blend og fleirum. María (Einarsdóttir) Markan óperusöngkona átti afmæli á þessum…

Afmælisbörn 24. júní 2022

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Gunnar (Bergmann) Ragnarsson á þrjátíu og þriggja ára afmæli í dag. Gunnar er söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem hefur reyndar hætt störfum en margir muna einnig eftir Gunnari sem söngvara í Jakobínurínu sem sigraði Músíktilraunir 2005. Sú sveit hugði á landvinninga, fékk plötusamning erlendis en sneri heim og…

Afmælisbörn 23. júní 2022

Afmælisbörn dagsins í tónlistargeiranum eru eftirfarandi: Kristján Freyr Halldórsson trommuleikari frá Hnífsdal er fjörutíu og sjö ára gamall í dag. Kristján hefur leikið með ótal hljómsveitum, fyrst vestra en síðar á höfuðborgarsvæðinu. Meðal sveita hans má nefna Níkagagva group, Homebreakers, Geirfuglunum, Miðnes, Prinspóló, Reykjavík! og Dr. Gunna. Kristján hefur einnig komið að tónlist með öðrum…

Spoon (1992-96)

Hljómsveitin Spoon vakti verðskuldaða athygli um miðbik tíunda áratugarins en sveitin sendi þá frá sér plötu og náðu tvö lög hennar miklum vinsældum. Spoon kom jafnframt söngkonunni Emilíönu Torrini á kortið og flestir þekkja feril hennar eftir það. Spoon hafði verið stofnuð 1992 og átti sér rætur í samspili hjá Stefáni Hjörleifssyni í FÍH tónlistarskólanum,…

Spoon – Efni á plötum

Spoon – Spoon Útgefandi: Spoon records Útgáfunúmer: 94JAP016-2 Ár: 1994 1. Da capo 2. Taboo 3. Vibes 4. Tomorrow 5. Awake 6. Brazilian sky 7. Doubts 8. Q no A 9. Observing 10. Adorable 11. So be it Flytjendur: Emilíana Torrini – söngur og raddir Höskuldur Örn Lárusson – gítar, raddir og söngur Friðrik Júlíusson…

Stalla hú (1991-2003 / 2009-11)

Stemmingssveitin Stalla hú skipar stóran sess í hugum Eyjamanna sem fylgdust með handboltanum á tíunda áratug síðustu aldar en sveitin hélt þá uppi magnaðri stemmingu og stuði á leikjum ÍBV liðsins í handbolta. Ekki liggja fyrir mikla upplýsingar um sveitina sjálfa en hún virðist hafa verið sett á stofn fyrir bikarúrslitaleik Víkinga og ÍBV í…

Staccato (1985)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit, líkast til frá Hvolsvelli eða nágrenni sem starfaði vorið 1985 en hún lék þá á dansleik tengdum Héraðsvöku Rangæinga. Hér er giskað á að Friðrik Guðni Þórleifsson hafi jafnvel verið viðloðandi þessa sveit en þar er um tóma ágiskun að ræða. Hér vantar upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan, starfstíma…

Stallsystur (1951)

Sönghópurinn Stallsystur var starfræktur um nokkurt skeið vorið og fyrri part sumars 1951 og skemmti þá m.a. í Vetrargarðinum í Vatnsmýrinni þegar þar opnaði um vorið en einnig í nokkur skipti utan hans, s.s. í Tjarnarcafé og víðar um höfuðborgarsvæðið. Stallsystur var söngkvartett sem söng undir stjórn Eddu Skagfield og er líklegt að hún hafi…

SS [útgáfufyrirtæki] (2001-11)

Plötusafnarinn Sigurjón Samúelsson frá Hrafnabjörgum í Ísafjarðardjúpi stóð fyrir endurútgáfu á efni sem komið hafði út á 78 snúninga plötum fram yfir miðja sjötta áratug síðustu aldar, en hann safnaði þessu efni á eins konar safnplötur á geisladiskaformi og seldi undir útgáfumerkinu SS (S.S.) – þessar plötur voru ýmist helgaðar einstaklingum eða blandaðar flytjendum. Efni…

Spuni BB (1995-98)

Hljómsveitin Spuni BB var eitt af afsprengjum eða útibúum Sniglabandsins þó svo að sveitin væri ekki nema að hluta til úr þeim ranni, sveitin starfaði líklega á árunum 1995 til 98 með hléum og kom fram í nokkur skipti. Nafn sveitarinnar á sér augljósa skírskotun til gjörninasveitarinnar Bruna BB. Fyrstu fregnir af Spuna BB er…

Stalag 17 (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði líklega um eða upp úr 1990, hugsanlega á Norðurlandi undir nafninu Stalag 17. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan hennar, hvenær og hvar hún starfaði auk annars sem ætti heima í umfjöllun um hana.

SSSpan (1993)

Hljómsveitin SSSpan starfaði um nokkurra mánaða hríð árið 1993 og þótti gera góða hluti í rokkinu, sveitina skipuðu nokkrir ungir menn sem áttu eftir að setja mark sitt á íslenska tónlist. SSSpan var líklega stofnuð snemma árs 1993 og starfaði fram á haust en hún var að nokkru skipuð sömu meðlimum og starfræktu hljómsveitina Xerox…

SSP (1992-93)

Upplýsingar óskast um hljómsveit frá Tálknafirði (og líklega einnig Patreksfirði) sem starfaði á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar undir nafninu SSP (S.S.P.), að minnsta kosti á árunum 1992 og 93. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en þegar hún átti lag á safnplötunni Lagasafnið 1: Frumafl, sem kom út árið 1992 var…

Spilaborgin [1] (1993-94)

Hljómsveitin Spilaborgin lék töluvert á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins árin 1993 og 94 og hafði á boðstólum blöndu af djassi og blús en einnig frumsamið efni. Sveitin kom fram á sjónarsviðið haustið 1993 og voru meðlimir hennar í upphafi þau Ásdís Guðmundsdóttir söngkona, George Grosman gítarleikari, Pétur Kolbeinsson bassaleikari og Guðjón B. Hilmarsson trommuleikari en flest þeirra…

Afmælisbörn 22. júní 2022

Sex afmælisbörn úr tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari á stórafmæli í dag en hún er sextug. Hún er af miklum tónlistarættum, nam fiðluleik hér heima á Íslandi áður en hún hélt til Belgíu, Sviss og Hollands til framhaldsnáms, hún menntaði sig einnig í Bandaríkjunum í tónsmíðum og hljómsveitastjórnun. Tvær plötur…

Afmælisbörn 21. júní 2022

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Inga (Jónína) Backman sópran söngkona frá Akranesi er sjötíu og fimm ára gömul í dag. Inga hóf ekki söngnám fyrr en hún komst á fertugsaldur og lauk söngkennaraprófi árið 1988, en hefur síðar fengist einkum við kirkjulegan söng en einnig ljóða- og óperusöng. Hún hefur ennfremur…

Afmælisbörn 20. júní 2022

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag: Ágústa (Aðalheiður) Ágústsdóttir sópransöngkona frá Þingeyri er áttatíu og fimm ára gömul í dag. Hún nam söng og fiðluleik hér heima og í Þýskalandi, hefur haldið tónleika á Íslandi og erlendis en hefur starfað mestmegnis hér heima, hún stjórnaði m.a. Samkór Ísafjarðarsýslu á sínum tíma. Eftir Ágústu liggur…

Afmælisbörn 19. júní 2022

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Örn Árnason leikari og skemmtikraftur er sextíu og þriggja ára gamall í dag en hann er einnig kunnur söngvari og hefur bæði sungið inn á fjölmargar plötur tengdar leiksýningum auk annars konar platna. Hann hefur til að mynda verið í hlutverki sögumanns og sungið á plötum…

Afmælibörn 18. júní 2022

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni: Ólafur Hólm (Einarsson) trymbill er fimmtíu og tveggja ára gamall í dag. Ólafur hefur um árabil verið trommuleikari hljómsveitarinnar Nýdanskrar en hann hefur leikið með ótal öðrum sveitum, þeirra á meðal eru Todmobile, Tweety, Burkina Faso og Dægurlagacombó Jóns Ólafssonar. Ólafur hefur einnig komið við sögu á plötum…

Afmælisbörn 17. júní 2022

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi Íslendinga: Magnús Stefánsson trommuleikari frá Raufarhöfn er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Magnús lék á sínum tíma með mörgum misþekktum hljómsveitum og voru Utangarðsmenn, Egó, Sálin hans Jóns míns, Maó, Skuggar, Tíbet tabú, Jenný og Bodies meðal þeirra. Magnús hefur í seinni…

Afmælisbörn 16. júní 2022

Þrjú afmælisbörn dagsins koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni, þau eru öll látin: Fyrst ber að nefna tónlistarfrumkvöðulinn Olufu Finsen (1836-1908) en hún var landshöfðingjafrú sem bjó hérlendis um tveggja áratuga skeið. Á þeim tíma fór hún mikinn í íslensku tónlistarlífi, stofnaði hér kóra og æfði á heimili sínu, kenndi tónlist og varð aðal…

Spilafífl (1980-82)

Hljómsveitin Spilafífl starfaði um tveggja ára skeið í upphafi níunda áratugar síðustu aldar, og var hluti af pönk- og nýbylgjusenunni sem þá stóð sem hæst og kom fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Sveitin sendi frá sér eina smáskífu en hvarf svo af sjónarsviðinu. Spilafífl var líklega stofnuð haustið 1980 og voru meðlimir hennar í…

Spark [3] (2005)

Spark var ekki eiginleg hljómsveit heldur söngtríó þriggja ungra tónlistarmanna (10 og 11 ára) sem höfðu verið við Söngskóla Maríu Bjarkar Sverrisdóttur, og sendi frá sér plötu haustið 2005. Það voru þeir Hákon Guðni Hjartarson, Guðjón Kjartan Böðvarsson og Snæþór Ingi Jósepsson sem skipuðu Spark og þegar platan sem hlaut Lífið er leikur, kom út…

Spark [3] – Efni á plötum

Spark – Lífið er leikur Útgefandi: Hljóðsmiðjan Útgáfunúmer: SONG-2005 Ár: 2005 1. MSN 2. Sigurlagið 3. Betra líf 4. Orðin 5. Draumur 6. Tjá og tundri 7. Lífið er leikur 8. Fjöllin hafa vakað 9. Hjá þér 10. Við teljum niður 11. Alltaf er fólk á ferð Flytjendur: Hákon Guðni Hjartarson – söngur Guðjón Kjartan…

Squirt [2] (um 2005)

Hljómsveitin Squirt var starfrækt meðal Íslendinga sem voru við háskólanám í Alabama í Bandaríkjunum um eða eftir miðjan fyrsta áratug þessarar aldar, í kringum 2005. Meðlimir Squirt voru þeir Sveinbjörn Jónasson, Sigurjón Jónsson, Ágúst Þór Ágústsson og Kári Ársælsson, engar upplýsingar finnast um hljóðfæraskipan hennar en sá síðast taldi var líkast til söngvari sveitarinnar. Frekari…

Spyss (um 1985)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Austfjörðum, hugsanlega á Egilsstöðum eða nágrenni um eða eftir miðjan níunda áratug síðustu aldar, en hún bar nafnið Spyss. Spyss mun hafa verið meðal þátttökuhljómsveita í hljómsveitakeppni í Atlavík einhverja verslunarmannahelgina en annað liggur ekki fyrir um hana og er því óskað eftir upplýsingum um nöfn…

Spútnik tríó (um 1957-60)

Hljómsveit sem bar nafnið Spútnik tríó var starfrækt af unglingsdrengjum í Keflavík undir lok sjötta áratugar síðustu aldar og var að einhverju leyti forveri sveita eins og Hljómsveitar Guðmundar Ingólfssonar og jafnvel Hljóma, sveitin var líklega starfandi 1957 eða 58 og gæti jafnvel hafa starfað í einhverri mynd til 1960 en upplýsingar um hana eru…

Spurs in the fón (1999)

Spurs in the fón var hljómsveit frá Keflavík starfandi 1999 en það haust tók hún þátt í hljómsveitakeppninni Rokkstokk sem haldin var í Reykjanesbæ. Lag með Spurs in the fón kom út á safnplötunni Rokkstokk 1999 en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina og er því hér með óskað eftir þeim, meðlima- og hljóðfæraskipan…

Spur [2] (1995-99)

Hljómsveitin Spur var töluvert áberandi á ballmarkaðnum undir lok síðustu aldar en sveitin sendi frá sér tvö lög á safnplötu, þá naut söngkona sveitarinnar töluverðrar athygli þegar hún fór fyrir hönd Íslands í lokakeppni Eurovision en nokkrir síðar þekktir tónlistarmenn skipuðu reyndar þessa sveit auk hennar. Sveitin starfaði hátt í fjögur ár en þó með…

Spur [1] (1993)

Hljómsveit starfaði undir nafninu Spur um skamman tíma árið 1993 en breytti svo nafni sínu í Moskvítsj áður en hún keppti í Músíktilraunum þá um vorið en hún hafði árið áður keppt í sömu keppni undir nafninu Auschwitz, ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin gekk undir Spur nafninu en það gætu hafa verið frá fáeinum…

Sprangmenn (1999)

Eftir því sem best verður komist var hljómsveitin Sprangmenn ekki starfandi hljómsveit heldur aðeins sett saman til að leika lagið Heim á ný, lag Pálma J. Sigurhjartarsonar inn á plötuna Í Dalnum sem kom út sumarið 1999. Lagið telst til „Eyjalaga“ þótt ekki sé um þjóðhátíðarlag að ræða en það hafði Pálmi samið 1989, það…

SRV (1995)

Hljómsveit sem bar nafnið SRV (sem var skammstöfun á einhverjum blues- eða soul tónlistarmanni sem Glatkistunni hefur ekki tekist að ráða í) var skammlíf sveit sem lék líklega aðeins einu sinni opinberlega, vorið 1995 á Gauki á Stöng. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Örn Jónsson hljómborðsleikari sem titlaður var hljómsveitarstjóri, bræðurnir Örlygur Smári söngvari og…