Status [2] (1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Status starfaði á Hvolsvelli árið 1985 og var líklega stofnuð upp úr annarri, Fleksnes sem þá hafði starfað þar um nokkurra ára skeið.

Aðalsteinn Ingvason bassaleikari, Sölvi Rafn Rafnsson trommuleikari, Sigurjón Þórisson Fjeldsted gítarleikari, Kjartan Aðalbjörnsson hljómborðsleikari og Sveinn Ægir Árnason söngvari höfðu skipað Fleksnes og því er allt eins líklegt að þeir hafi allr einnig skipað Status.

Frekari upplýsingar óskast um þessa sveit.