Spírandi baunir (1994-98)

Hljómsveitin Spírandi baunir vakti nokkra athygli með frammistöðu sinni í Músíktiltraunum en skaut eiginlega aðeins yfir markið þegar sveitin sendi frá sér plötu og kom það henni í koll. Spírandi baunir hafði verið stofnuð upp úr hljómsveitinni Kuski árið 1994 og störfuðu sveitirnar reyndar samhliða um tíma en hljóðfæraskipan var að einhverju leyti ólík hjá…

Spilaborgin [2] (2007)

Hljómsveitin Spilaborgin sem hér um ræðir hefur aldrei verið starfandi hljómsveit en er eitt af fjölmörgum tónlistarverkefnum sem læknirinn Hlynur Þorsteinsson hefur sinnt en hann hóf að sinna tónlistaráhuga sínum af fullum krafti eftir aldamót. Hlynur hefur gefið út á fjórða tug platna ýmist í eigin nafni eða með hljómsveitum sínum Sigurboganum, Pósthúsinu í Tuva…

Spírandi baunir – Efni á plötum

Spírandi baunir – Óðs manns ævi Útgefandi: Spírandi baunir Útgáfunúmer: SPÍR CD001 Ár: 1996 1. Sunnanvindur 2. Rassmus 3. Paul is dead 4. Reykjavíkurljóð 5. Dracula Dísa 6. Jóakim aðalönd 7. Akatínafta 8. Erhtil 9. Álagið 10. Dimmalimm 11. Downtown 12. Ópra súpra 13. Tinni snyrtipinni 14. Frómas (Babú) 15. Vilma 16. Mi perro Snati…

Spilaborgin [2] – Efni á plötum

Spilaborgin – Byggingar Útgefandi: Hlynur Þorsteinsson Útgáfunúmer: HÞ014 Ár: 2007 1. Saffó hin fagra 2. Næturvaska 3. Horft um öxl 4. Af innstu þrá 5. Fegurð náttúrunnar 6. Skvísan 7. Folinn 8. Í brosi morguns 9. Valinn viður 10. Óður glataða sonarins Flytjendur: Hlynur Þorsteinsson – söngur og hljóðfæraleikur  Matthildur Sigurjónsdóttir – söngur Gunnar Einar…

Star bitch (1995-97)

Hljómsveit sem bar nafnið Star bitch starfaði á árunum 1995-97 að minnsta kosti, og kom einu lagi út á safnplötu meðan hún starfaði. Star bitch var rokksveit af höfuðborgarsvæðinu og var hún meðal keppenda í Músíktilraunum vorið 1996, meðlimir sveitarinnar voru þá Georg Erlingsson söngvari, Brynjar Óðinsson gítarleikari, Egill Rúnar Reynisson bassaleikari og Einar Valur…

Stapi [tónlistartengdur staður] (1965-)

Félagsheimilið Stapi var lengi vel eitt allra vinsælasta samkomuhúsið í íslenskri sveitaballahefð og var ásamt Festi fremst í flokki á Suðurnesjunum. Húsið hefur gengið í gegnum miklar breytingar og er nú hluti Hljómahallarinnar í Reykjanesbæ. Stapi (í daglegu tali nefndur Stapinn) var vígður í október 1965 en húsið hafði þá verið um sjö ár í…

Stay free [1] (um 1980)

Í kringum 1980 var starfrækt hljómsveit við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði undir nafninu Stay free (einnig ritað Stayfree). Engar frekar upplýsingar er að finna um þessa sveit en þær væru vel þegnar, þ.e. er varða meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og fleira sem þykir eiga heima í slíkri umfjöllun.

Status [2] (1985)

Hljómsveit sem bar nafnið Status starfaði á Hvolsvelli árið 1985 og var líklega stofnuð upp úr annarri, Fleksnes sem þá hafði starfað þar um nokkurra ára skeið. Aðalsteinn Ingvason bassaleikari, Sölvi Rafn Rafnsson trommuleikari, Sigurjón Þórisson Fjeldsted gítarleikari, Kjartan Aðalbjörnsson hljómborðsleikari og Sveinn Ægir Árnason söngvari höfðu skipað Fleksnes og því er allt eins líklegt…

Status [1] (um 1980)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Status sem hugsanlega starfaði í Skagafirði, að öllum líkindum á árunum í kringum 1980 – gæti þó skeikið fimm árum til eða frá. Indriði Jósafatsson var einn meðlima þessarar sveitar en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þessa sveit og er því hér með óskað eftir þeim, nöfnum annarra meðlima…

Statíf (1987)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Statíf sem starfaði árið 1987 á norðanverðu landinu, að öllum líkindum á Blönduósi. Statíf keppti í hljómsveitakeppninni sem haldin var á útihátíðinni í Atlavík um verslunarmannahelgina það sumar en upplýsingar vantar um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma o.s.frv.

Stay free [2] (1982)

Hljómsveit sem bar nafnið Stay free starfaði á Blönduósi árið 1985 en þá um haustið lék hún á dansleik sem haldinn var í félagsheimilinu á Blönduósi af Kaupfélagi Húnvetninga en tilefnið var 100 ára afmæli Samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi. Engar frekari upplýsingar finnast hins vegar um þessa sveit og er því hér með óskað eftir þeim.

Stay free [3] (1985)

Unglingahljómsveitin Stay free frá Hafnarfirði var starfrækt haustið 1985 var þriðja hljómsveitin sem bar þetta annars ágæta nafn hér á landi á aðeins fimm ára tímabili, ástæðan fyrir því var að á þeim árum voru dömubindi undir þessu nafni grimmt auglýst í sjónvarpi. Stay free sigraði hljómsveitakeppni sem haldin var í Hafnarfirði og vann þar…

Afmælisbörn 29. júní 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm að þessu sinni: Bryndís Sunna Valdimarsdóttir er fimmtíu og þriggja ára gömul í dag. Bryndís lærði söng og píanóleik, hefur sungið inn á nokkrar plötur og verið í hljómsveitum eins og 8villt og Doríu, og sönghópum eins og Afródítum og Söngsystrum en líka sungið í sýningum eins og Bítlaárunum, sem sett…