Sólstrandargæjarnir (1993-2001)

Sólstrandargæjarnir skutust mjög óvænt upp á stjörnuhimininn sumarið 1995 þegar stórsmellurinnn Rangur maður kom út með sveitinni og hljómaði í viðtækjum landsmanna út árið og gerir reyndar af og til ennþá. Sveitin sendi frá sér þrjár skífur á aðeins einu ári og þá fjórðu nokkrum árum síðar. Þótt Sólstrandargæjarnir hafi komið upp á yfirborðið sumarið…

Sólseturskórinn [2] (1992-)

Á Húsavík hefur um langt árabil starfað kór eldri borgara, lengst af undir nafninu Sólseturskórinn (stundum með rithættinum Sólseturkórinn). Kórinn mun hafa verið stofnaður árið 1992 en líklega liðu fjölmörg ár áður en hann hlaut nafnið Sólseturskórinn, líklega var það ekki fyrr en um aldamót. Reyndar eru upplýsingar almennt mjög takmarkaðar um þennan kór einkum…

Sólstrandargæjarnir – Efni á plötum

Sólstrandargæjarnir – Sólstrandargæjarnir Útgefandi: Aþþol Útgáfunúmer:  AÞ 002 Ár: 1995 1. Kynning 2. Sólstrandargæji 3. Zúlú 4. Cowboy 5. Rangur maður 6. Vinir 7. Misheppnaður 8. Gæji 9. Ingjaldsfíflið 10. Arabi 11. Halim Al 12. Kelloggs 13. Ostur og kanill 14. Biggi 15. Þroski h/f 16. Endir; James Bond stefið Flytjendur: Jónas Sigurðsson – söngur…

Sólseturskórinn [2] – Efni á plötum

Sólseturskórinn – [?] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2004 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Sólseturskórinn – söngur undir stjórn Benedikts Helgasonar Björg Friðriksdóttir – [píanó?] Sólseturskórinn – Sólseturskórinn syngur Útgefandi: Stemma Húsavík Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2009 1. Amor og asninn 2. Ég elska hafið æst 3. Mér verður all að yndi 4.…

Spiritus [2] (1997)

Sumarið 1997 starfaði (líklega um skamman tíma) hljómsveit sem bar nafnið Spiritus en hún var starfrækt í tengslum við Vinnuskóla Reykjavíkur og voru liðsmenn sveitarinnar því á unglingsaldri. Meðlimir Spiritus voru Guðjón Albertsson, Halldór Gunnlaugsson, Steindór Ö. Ólafsson og Bjarni Gunnarsson en upplýsingar vantar um á hvaða hljóðfæri þeir félagar léku, kunnugir mættu senda Glatkistunni…

Spiritus [1] (1996)

Um miðjan tíunda áratuginn var starfrækt hljómsveit á Stöðvarfirði undir nafninu Spiritus, hún var starfandi að minnsta kosti árið 1996 en áreiðanlega lengur. Upplýsingar eru afar takmarkaðar um þessa sveit, vitað er að Hilmar Garðarsson var söngvari hennar og hugsanlega gítarleikari einnig en upplýsingar vantar um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan og er því hér með…

Spinoza (1998)

Tríóið Spinoza var starfrækt árið 1998 en ekki liggur þó fyrir hversu lengi sveitin starfaði. Spinoza var skipuð þeim bræðrum Arnari og Rúnari Halldórssyni sem fáeinum árum áður höfðu gert garðinn frægan í Noregi undir nafninu The Boys en Arnór Ólafsson var þriðji meðlimir sveitarinnar. Arnar og Rúnar léku á gítara en engar upplýsingar finnast…

Splæsing nönns (1998)

Splæsing nönns spilaði svokallað dauðapönk en sveitin kom frá Akureyri og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998, reyndar án þess að hafa þar erindi sem erfiði því hún komst ekki áfram í úrslit. Sveitina skipuðu þeir Helgi Jónsson trommuleikari, Bragi Bragason söngvari, Viðar Sigmundsson gítarleikari og Kristján Heiðarsson bassaleikari.

Splitt (1996)

Á fyrri hluta ársins 1996 starfaði að því er virðist skammlíf sveit undir nafninu Splitt og lék hún fyrir dansi á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir Splitt voru þeir Þröstur Guðmundsson, Kjartan Baldursson, Sigurður Lúðvíksson og Vilberg Guðmundsson en ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var og er því óskað eftir þeim hér með.

Split Promotions [umboðsskrifstofa] (1987-89)

Um tveggja ára skeið var starfrækt hér á landi umboðsfyrirtæki undir nafninu Split Promotions en það flutti inn fjöldann allan af þekktu erlendu tónlistarfólki, fyrirtækið varð þó ekki langlíft og tap var á flestum þeim tónleikum sem það stóð fyrir og mætti e.t.v. kenna offramboði um að einhverju leyti. Það voru Bretarnir Bobby Harrison og…

Spíritus (1992-94)

Hljómsveitin Spíritus starfaði í Sandgerði á fyrri hluta tíunda áratugarins og lék nokkuð á dansleikjum á Suðurnesjunum en einnig á höfuðborgarsvæðinu. Spíritus var stofnuð síðla árs 1992 upp úr hljómsveitinni Tengdó en meðlimir sveitarinnar voru Rúnar Þór Guðmundsson söngvari, Ólafur Þór Ólafsson gítarleikari, Heiðmundur Clausen bassaleikari, Kristinn Einarsson hljómborðsleikari og trommuleikari sem nafn vantar á…

Spontant (um 1990-95)

Óskað er eftir upplýsingum um keflvíska pönkhljómsveit sem líklega var starfandi einhvern tímann á árabilinu 1990 til 95 undir nafninu Spontant. Fyrir liggur að Áki Ásgeirsson var einn meðlima Spontant en aðrar upplýsingar liggja ekki fyrir um hana, starfstíma, aðra meðlimi og hljóðfæraskipan.

Afmælisbörn 1. júní 2022

Á þessum fyrsta degi júnímánaðar eru sex afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ingólfur Guðjónsson hljómborðsleikari er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Ingólfur lék með fjölda þekktra og óþekktra sveita hér áður, fyrst með sveitum eins og Árbliki og Boy‘s brigade en síðar komu þekktari sveitir eins og Rikshaw, Loðin rotta (síðar Sköllótta músin), Pláhnetan…