Splitt (1996)

Á fyrri hluta ársins 1996 starfaði að því er virðist skammlíf sveit undir nafninu Splitt og lék hún fyrir dansi á höfuðborgarsvæðinu.

Meðlimir Splitt voru þeir Þröstur Guðmundsson, Kjartan Baldursson, Sigurður Lúðvíksson og Vilberg Guðmundsson en ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var og er því óskað eftir þeim hér með.