Spoon (1992-96)

Hljómsveitin Spoon vakti verðskuldaða athygli um miðbik tíunda áratugarins en sveitin sendi þá frá sér plötu og náðu tvö lög hennar miklum vinsældum. Spoon kom jafnframt söngkonunni Emilíönu Torrini á kortið og flestir þekkja feril hennar eftir það. Spoon hafði verið stofnuð 1992 og átti sér rætur í samspili hjá Stefáni Hjörleifssyni í FÍH tónlistarskólanum,…

Spoon – Efni á plötum

Spoon – Spoon Útgefandi: Spoon records Útgáfunúmer: 94JAP016-2 Ár: 1994 1. Da capo 2. Taboo 3. Vibes 4. Tomorrow 5. Awake 6. Brazilian sky 7. Doubts 8. Q no A 9. Observing 10. Adorable 11. So be it Flytjendur: Emilíana Torrini – söngur og raddir Höskuldur Örn Lárusson – gítar, raddir og söngur Friðrik Júlíusson…

Stalla hú (1991-2003 / 2009-11)

Stemmingssveitin Stalla hú skipar stóran sess í hugum Eyjamanna sem fylgdust með handboltanum á tíunda áratug síðustu aldar en sveitin hélt þá uppi magnaðri stemmingu og stuði á leikjum ÍBV liðsins í handbolta. Ekki liggja fyrir mikla upplýsingar um sveitina sjálfa en hún virðist hafa verið sett á stofn fyrir bikarúrslitaleik Víkinga og ÍBV í…

Staccato (1985)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit, líkast til frá Hvolsvelli eða nágrenni sem starfaði vorið 1985 en hún lék þá á dansleik tengdum Héraðsvöku Rangæinga. Hér er giskað á að Friðrik Guðni Þórleifsson hafi jafnvel verið viðloðandi þessa sveit en þar er um tóma ágiskun að ræða. Hér vantar upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan, starfstíma…

Stallsystur (1951)

Sönghópurinn Stallsystur var starfræktur um nokkurt skeið vorið og fyrri part sumars 1951 og skemmti þá m.a. í Vetrargarðinum í Vatnsmýrinni þegar þar opnaði um vorið en einnig í nokkur skipti utan hans, s.s. í Tjarnarcafé og víðar um höfuðborgarsvæðið. Stallsystur var söngkvartett sem söng undir stjórn Eddu Skagfield og er líklegt að hún hafi…

SS [útgáfufyrirtæki] (2001-11)

Plötusafnarinn Sigurjón Samúelsson frá Hrafnabjörgum í Ísafjarðardjúpi stóð fyrir endurútgáfu á efni sem komið hafði út á 78 snúninga plötum fram yfir miðja sjötta áratug síðustu aldar, en hann safnaði þessu efni á eins konar safnplötur á geisladiskaformi og seldi undir útgáfumerkinu SS (S.S.) – þessar plötur voru ýmist helgaðar einstaklingum eða blandaðar flytjendum. Efni…

Spuni BB (1995-98)

Hljómsveitin Spuni BB var eitt af afsprengjum eða útibúum Sniglabandsins þó svo að sveitin væri ekki nema að hluta til úr þeim ranni, sveitin starfaði líklega á árunum 1995 til 98 með hléum og kom fram í nokkur skipti. Nafn sveitarinnar á sér augljósa skírskotun til gjörninasveitarinnar Bruna BB. Fyrstu fregnir af Spuna BB er…

Stalag 17 (um 1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði líklega um eða upp úr 1990, hugsanlega á Norðurlandi undir nafninu Stalag 17. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan hennar, hvenær og hvar hún starfaði auk annars sem ætti heima í umfjöllun um hana.

SSSpan (1993)

Hljómsveitin SSSpan starfaði um nokkurra mánaða hríð árið 1993 og þótti gera góða hluti í rokkinu, sveitina skipuðu nokkrir ungir menn sem áttu eftir að setja mark sitt á íslenska tónlist. SSSpan var líklega stofnuð snemma árs 1993 og starfaði fram á haust en hún var að nokkru skipuð sömu meðlimum og starfræktu hljómsveitina Xerox…

SSP (1992-93)

Upplýsingar óskast um hljómsveit frá Tálknafirði (og líklega einnig Patreksfirði) sem starfaði á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar undir nafninu SSP (S.S.P.), að minnsta kosti á árunum 1992 og 93. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en þegar hún átti lag á safnplötunni Lagasafnið 1: Frumafl, sem kom út árið 1992 var…

Spilaborgin [1] (1993-94)

Hljómsveitin Spilaborgin lék töluvert á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins árin 1993 og 94 og hafði á boðstólum blöndu af djassi og blús en einnig frumsamið efni. Sveitin kom fram á sjónarsviðið haustið 1993 og voru meðlimir hennar í upphafi þau Ásdís Guðmundsdóttir söngkona, George Grosman gítarleikari, Pétur Kolbeinsson bassaleikari og Guðjón B. Hilmarsson trommuleikari en flest þeirra…

Afmælisbörn 22. júní 2022

Sex afmælisbörn úr tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari á stórafmæli í dag en hún er sextug. Hún er af miklum tónlistarættum, nam fiðluleik hér heima á Íslandi áður en hún hélt til Belgíu, Sviss og Hollands til framhaldsnáms, hún menntaði sig einnig í Bandaríkjunum í tónsmíðum og hljómsveitastjórnun. Tvær plötur…