SSSpan (1993)

SSSpan

Hljómsveitin SSSpan starfaði um nokkurra mánaða hríð árið 1993 og þótti gera góða hluti í rokkinu, sveitina skipuðu nokkrir ungir menn sem áttu eftir að setja mark sitt á íslenska tónlist.

SSSpan var líklega stofnuð snemma árs 1993 og starfaði fram á haust en hún var að nokkru skipuð sömu meðlimum og starfræktu hljómsveitina Xerox á sama tíma, sveitin kom fyrst fram opinberlega um vorið og lék töluvert mikið á tónleikum þann tíma sem hún starfaði og þótti einkar lífleg á sviði. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sölvi Blöndal trommuleikari, Gaukur Úlfarsson bassaleikari, Fróði Finnsson gítarleikari og Bogi Reynisson söngvari. Þeir félagar skildu ekkert útgefið efni eftir sig og þótti mörgum það synd.

SSSpan kom saman á nýjan leik ári síðar, haustið 1994 á minningartónleikum um Fróða gítarleikara.