SSP (1992-93)

Upplýsingar óskast um hljómsveit frá Tálknafirði (og líklega einnig Patreksfirði) sem starfaði á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar undir nafninu SSP (S.S.P.), að minnsta kosti á árunum 1992 og 93.

Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en þegar hún átti lag á safnplötunni Lagasafnið 1: Frumafl, sem kom út árið 1992 var Pétur Kristjánsson hljómborðsleikari skráður höfundur lags og texta. Einnig lék gítarleikarinn Sigurgeir Sigmundsson með sveitinni á þessari safnplötu en ólíklegt er að hann hafi verið meðlimur sveitarinnar, óskað er því eftir upplýsingum um aðra meðlimi SSP.