Afmælisbörn 31. júlí 2022

Glatkistan hefur fjögur afmælisbörn á skrá sinni á þessum degi: Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari er sjötíu og sjö ára í dag. Rut nam sína tónlist fyrst hér heima en síðan í Svíþjóð og Belgíu. Hún hefur starfað sem konsertmeistari m.a. með Karmmersveit Reykjavíkur en hefur einnig starfað í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Pólýfónkórnum og með Bachsveitinni í Skálholti…

Afmælisbörn 30. júlí 2022

Þrjú afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar þennan daginn: Söngkonan Erna Þórarinsdóttir sem upphaflega kom frá Akureyri er sextíu og þriggja ára gömul í dag. Erna gerði garðinn frægan með hljómsveitum og söngflokkum eins og Brunaliðinu, Módel, Snörunum, Hver og Ernu Evu Ernu en hefur einnig verið mikið í bakraddasöng og sungið inn á ótal plötur…

Afmælisbörn 29. júlí 2022

Þrír tónlistarmenn koma við sögu í afmælisdagbók Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Gústafsson fyrrum tónlistar- og fjölmiðlamaður á fimmtíu og níu ára afmæli í dag. Jón var þekktastur á níunda áratug síðust aldar sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi en hann sá um tónlistarþætti eins og Rokkarnir geta ekki þagnað og Popphólfið, hann lék einnig…

Afmælisbörn 28. júlí 2022

Í dag eru á skrá Glatkistunnar tíu tónlistartengd afmælisbörn: Söngkonan Birgitta Haukdal frá Húsavík er fjörutíu og þriggja ára gömul í dag. Birgitta hafði sungið í söngsýningum á Hótel Íslandi þegar hún gerðist söngkona Írafárs haustið 1999 og sló þar heldur betur í gegn. Hún varð síðar fulltrúi Íslands í úrslitum Eurovision keppninnar 2002, hefur…

Greifarnir á Spot um verslunarmannahelgina

Þá er komið að því, verslunarmannahelgin er nú í fyrsta sinn síðan 2019 án allra fjöldatakmarkana og þá er við hæfi að skella sér á ball með Greifunum, Sigga Hlö og DJFox á Spot, laugardags- og sunnudagskvöld en síðarnefnda kvöldið verður einmitt einnig hinn margrómaði brekkusöngur sem Bjössi Greifi hefur stjórnað í mörg undanfarin ár.…

Afmælisbörn 27. júlí 2022

Afmælisbörn dagsins í tónlistargeiranum eru þrjú að þessu sinni: Keflvíkingurinn Baldur Þórir Guðmundsson er fimmtíu og átta ára gamall. Baldur (sonur Rúnars Júl. og Maríu Baldursdóttur) lék á hljómborð og ýmis önnur hljóðfæri með hljómsveitum á unglingsárum sínum s.s. Box, Kjarnorkublúsurunum, CTV og Pandóru en sneri sér síðar í auknum mæli að upptökufræðum enda var…

Afmælisbörn 26. júlí 2022

Fjögur afmælisbörn eru á listanum í dag hjá Glatkistunni: Sigga Beinteins eða Sigríður María Beinteinsdóttir söngkona á stórafmæli en hún er sextug í dag. Hún vakti fyrst athygli fyrir sönghæfileika sína með HLH flokknum og með hljómsveitinni Kikk en varð með tímanum ein af ástsælustu söngkonum landsins, einkum í kjölfar þess að hún tók þátt…

Afmælisbörn 25. júlí 2022

Í dag eru afmælisbörnin fjögur í Glatkistunni: Þorsteinn Konráð Ólafsson raftónlistarmaður, sem gengur undir nafninu Prins Valium í tónlistarsköpun sinni er fjörutíu og sjö ára gamall í dag. Prins Valium hefur komið við sögu á mörgum safnplötum í rafgeiranum sem og splitplötum en hann hefur einnig gefið út plötur sjálfur síðan 2006. Hann var einnig…

Afmælisbörn 24. júlí 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru að þessu sinni tvö talsins: Rangæingurinn Elín Ósk Óskarsdóttir söngkona er sextíu og eins árs gömul í dag. Hún nam fyrst píanóleik og söng í heimabyggð en síðan í Reykjavík, á Ítalíu og Bretlandseyjum, hún starfaði um tíma á Ítalíu en mestmegnis hér heima þar sem hún hefur t.a.m. sungið ýmis óperuhlutverk.…

Afmælisbörn 23. júlí 2022

Þrjú afmælisbörn tengd íslenskri tónlistarsögu eru á skrá Glatkistunnar í dag: Jóhann (Jón) Þórisson er sextíu og sex ára gamall á þessum degi. Jóhann lék á bassa í nokkrum hljómsveitum á áttunda áratug liðinnar aldar og má nefna sveitir eins og Dögg, Fjörefni, Helþró, Dínamít og Paradís en hann mun hafa haft stuttan stans í…

Afmælisbörn 22. júlí 2022

Sjö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson tónlistarmaður er sextíu og sjö ára gamall í dag. Hann starfrækir útgáfufyrirtækið Dimmu sem hann stofnaði ásamt Önnu Pálínu Árnadóttur eiginkonu sinni (d. 2004), en þau gáfu út fjölda platna saman og í sitt hvoru lagi undir merkinu. Aðalsteinn hefur einnig unnið mikið…

Afmælisbörn 21. júlí 2022

Í dag eru afmælisbörn íslensks tónlistarlífs fimm talsins samkvæmt skrá Glatkistunnar: Steinar Berg (Ísleifsson) á stórafmæli í dag en hann er sjötugur. Steinar var lengstum hljómplötuútgefandi, starfrækti Steina í áratugi og síðar Steinsnar. Hann hefur einnig verið virkur tónlistarmaður hin síðari ár, leikið á gítar og sungið með hljómsveitum eins og Fírunum og Grasösnum, sem…

Start (1980-83)

Hljómsveitin Start starfaði um nokkurra ára skeið og var hvort tveggja í senn, síðasta stóra sveitin sem Pétur Kristjánsson söng með og fyrsta stóra bandið sem Eiríkur Hauksson söng með. Sveitin átti fyrst um sig nokkuð erfitt uppdráttar á dansleikjamarkaðnum sem þá var í sögulegri lægð vegna diskósins en vann þar á og sendi frá…

Start – Efni á plötum

Start – Seinna meir / Stína fína [ep] Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: PLAT 1504 Ár: 1981 1. Seinna meir 2. Stína fína Flytjendur: Eiríkur Hauksson – söngur Pétur W. Kristjánsson – söngur Sigurgeir Sigmundsson – gítar Jón Ólafsson – bassi Nikulás Róbertsson – hljómborð Davíð Karlsson – trommur Start – …en hún snýst ný samt Útgefandi:…

Steingrímur Sigfússon (1919-76)

Spor Steingríms Sigfússonar tónskálds liggja víða en hann var einnig organisti, kórstjórnandi og tónlistarkennari víða um land. Steingrímur Matthías Sigfússon fæddist á bænum Hvalsá norður í Hrútafirði og ólst upp þar í sveit en hann var tekinn þriggja ára í fóstur þegar faðir hans veiktist. Á fósturheimilinu komst hann fyrst í kynni við tónlist og…

Steingrímur K. Hall (1877-1969)

Prófessor Steingrímur K. Hall er nafn sem flestum Íslendingum er gleymt og grafið í dag en hann var Vestur-Íslendingur sem fyrstur landa sinna menntaði sig í tónlistarfræðum og hélt uppi tónlistar- og menningarlífi Íslendinga í Winnipeg ásamt eiginkonu sinni. Hann var þar organisti, kórstjóri, hljómsveitarstjóri, píanóleikari, tónlistarkennari og tónskáld svo dæmi séu nefnd. Steingrímur Kristján…

Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson (1960-2009)

Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson var þekktur tónlistarmaður og hljóðmaður en sérsvið hans var hljóðvinnsla við kvikmyndir og sjónvarp. Hann var einnig titlaður tónskáld, ljóðskáld og kórstjórnandi meðal vina sinna. Steingrímur fæddist í Reykjavík 1960 en ólst upp erlendis til sjö ára aldurs. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á tónlist og á unglingsárum sínum var hann…

Steindór Hjörleifsson (1926-2012)

Steindór Hjörleifsson var einn af þekktustu leikurum sinnar kynslóðar og var reyndar áberandi sem slíkur allan síðari hluta tuttugustu aldarinnar. Allir þekkja líka lagið Einu sinni á ágústkvöldi sem hann gerði ódauðlegt snemma á sjöunda áratugnum. Steindór Gísli Hjörleifsson fæddist í Hnífsdal sumarið 1926 og vann ýmis störf áður en hann lauk námi við Leiklistarskóla…

Steinar [2] [útgáfufyrirtæki] (1975-93)

Hljómplötuútgáfan Steinar var um tíma stærsti útgefandi tónlistar á Íslandi en nokkur hundruð titlar komu út á vegum fyrirtækisins og stóð það einnig í útflutningi á íslenskri tónlist sem til þess tíma hafði varla verið gert að neinu ráði. Maðurinn á bak við Steina var Steinar Berg Ísleifsson en útgáfusaga hans hófst sumarið 1975 þegar…

Steingrímur Stefánsson (1946-2002)

Steingrímur Stefánsson starfaði með fjölmörgum hljómsveitum fyrir norðan og rak um margra ára skeið hljómsveit í eigin nafni, hann lék jafnframt inn á nokkrar hljómplötur. Steingrímur Eyfjörð Stefánsson fæddist vorið 1946 á Árskógsströnd en bjó lengst af inni á Akureyri. Hann var afar sjónskertur en það háði honum ekki þegar kom að tónlistinni og var…

Standard – Efni á plötum

Standard – Demo [snælda] Útgefandi: Standard Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1980 1. Söknuður 2. Right or wrong 3. We didn‘t have love 4. Love affair 5. It happend in Hollywood 6. We are people 7. Pásulagið Flytjendur: Árni J. Óðinsson – gítar H. Brynjar Þráinsson – trommur og slagverk Hallgrímur Bergsson – píanó, hljómborð, söngur…

Standard (1980)

Hljómsveit sem bar nafnið Standard starfaði um hríð á Fáskrúðsfirði – líklega um nokkurra mánaða skeið, á þeim tíma náði hún að koma suður til Reykjavíkur haustið 1980 og leika í Klúbbnum en um svipað leyti kom út kassetta með sveitinni sem bar einfaldlega nafnið Demo en hún hafði verið tekin upp í Stúdíó Bimbó…

Squirt [1] – Efni á plötum

Squirt – Þú ert það sem þú étur [demo] Útgefandi: Harðkjarni Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2000 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Squirt [1] (2000)

Harðkjarnasveitin Squirt starfaði árið 2000 en líklega í aðeins nokkra mánuði, hún sendi á þeim tíma frá sér eina demóplötu. Squirt kom fyrst fram á tónleikum um vorið 2000 en ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin hafði þá starfað, ennfremur eru upplýsingar um þessa sveit fremur litlar en víst er að Valur Árni Guðmundsson var…

Silverdrome (1994-96)

Hljómsveitin Silverdrome var í raun sama sveit og annars vegar Drome sem hafði verið stofnuð sumarið 1994 og hins vegar Stjörnukisi sem tók við vorið 1996 eða um það leyti sem sveitin tók þátt í Músíktilraunum – og sigraði. Upphaflegir meðlimir sveitarinnar, sem var úr Menntaskólanum við Hamrahlíð voru þeir Úlfur Chaka Karlsson söngvari, Bogi…

Afmælisbörn 20. júlí 2022

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar að þessu sinni. Brian Pilkington myndlistamaður er sjötíu og tveggja ára á þessum degi. Brian sem hefur búið hér á landi og starfað síðan á áttunda áratug síðustu aldar, hefur hannað og myndskreytt fjölda íslenskra hljómplötuumslaga fyrir hljómsveitir og tónlistarmenn. Þeirra á meðal má nefna plötur með Magnúsi…

Afmælisbörn 19. júlí 2022

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Það er söngkonan Mjöll Hólm (Friðbjarnardóttir) sem á afmæli í dag en hún er sjötíu og átta ára gömul. Flestir minnast laga hennar, Jón er kominn heim og Mamy blue sem komu út á litlum plötu á sínum tíma en hún hefur einnig gefið út tvær…

Afmælisbörn 18. júlí 2022

Afmælisbörn dagsins í íslensku tónlistarlífi eru sex talsins á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna bassaleikarann Harald Þorsteinsson en hann á stórafmæli í dag, er sjötugur. Haraldur hefur leikið með ógrynni þekktra hljómsveita í gegnum tíðina og meðal þeirra eru hér nefndar Eik, Sálin hans Jóns míns, Póker, Vinir Dóra, Brimkló, PS&CO, Pops og Bítlavinafélagið. Þá…

Afmælisbörn 17. júlí 2022

Í dag eru fimm afmælisbörn tengd íslenskri tónlist á lista Glatkistunnar, þau eru eftirfarandi: Erdna (Ragnheiður) Varðardóttir söngkona er fjörutíu og átta ára gömul í dag. Hún hefur einkum sérhæft sig í trúarlegri og gospeltónlist, sungið til að mynda með Gospelkór Fíladelfíu en einnig hefur komið út jólaplata með henni. Óskar Guðjónsson saxófónleikari er einnig…

Afmælisbörn 16. júlí 2022

Sjö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Trommuleikarinn og Stuðmaðurinn Ásgeir Óskarsson er sextíu og níu ára í dag. Hljómsveitalisti trymbilsins er líklega með þeim lengri í bransanum en Ásgeir hafði leikið með mörgum bítla- og hippasveitum áður en að Stuðmannaævintýrinu kom, þar má nefna Scream, Fjörefni, Terso, Arfa, Trix, Andrew, Menninguna, Apple, Paradís,…

Afmælisbörn 15. júlí 2022

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar í dag: Markús Kristjánsson píanóleikari og tónskáld hefur átt afmæli á þessum degi en hann fæddist árið 1902 og lést 1931 úr berklum, tæplega þrítugur að aldri. Markús þótti afar efnilegur píanóleikari og nam píanóleik í Danmörku og Þýskalandi, hann var jafnframt tónskáld og samdi nokkur þekkt sönglög, m.a.…

Afmælisbörn 14. júlí 2022

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum: Kolbeinn Bjarnason flautuleikari er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Kolbeinn nam hér heima en einnig í Bandaríkjunum, Kanada og Sviss en hefur starfað á Íslandi megnið af sínum ferli. Hann var einn af stofnendum Caput hópsins og hefur sent frá sér plötur…

SSSól (1987-)

Hljómsveitin Síðan skein sól / SSSól er með þekktustu og vinsælustu ballsveitum íslenskrar tónlistarsögu með fjölda vinsælla platna og laga að baki með Helga Björnsson sem frontmann. Sveitin var þó upphaflega stofnuð fyrst og fremst sem tónleikasveit og starfaði sem slík fyrst um sinn, hún hefur aldrei hætt og þrátt fyrir að hafa ekki sent…

SSSól – Efni á plötum

Síðan skein sól – Blautar varir / Bannað [ep] Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: ST2 Ár: 1988 1. Blautar varir 2. Bannað 3. Blautar varir (remix) Flytjendur: Helgi Björnsson – söngur Eyjólfur Jóhannsson – gítar Jakob Smári Magnússon – bassi Ingólfur Sigurðsson – trommur Sigurður Sigurðsson – munnharpa               Síðan skein…

Spúnk (1998- 2003)

Hljómsveitin Spúnk (einnig ritað Spunk) var nokkuð í sviðsljósinu undir lok síðustu aldar og var angi af svokallaðri krútttónlist sem þá var að koma fram á sjónarsviðið, tvær forsprökkur sveitarinnar hafa síðar gefið út sólóefni. Spúnk var stofnuð í upphafi árs 1998 og var í raun frá upphafi dúett þeirra Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur og Arnþrúðar…

Spur Pópunar (2002)

Litlar upplýsingar er að finna um tónlistaflytjanda sem kallaði sig Spur Pópunar en að öllum líkindum var að ræða eins manns sveit Árna Viðars Þórarinssonar en hann flutti elektróníska tónlist. Spur Pópunar kom fram að minnsta kosti á einum tónleikum vorið 2002 á vegum Hins hússins og um það leyti sendi sveitin frá sér tólf…

Spúnk – Efni á plötum

Spúnk / múm – Stefnumót kafbátanna [split ep] Útgefandi: Sófi / er hommi rec. Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1998 1. Spúnk – Vild’mér væri sama 2. Spúnk – Jeppaferð 3. Múm – Bak þitt er sem rennibraut 4. Múm – Póst póstmaetur Flytjendur: Múm: – [engar upplýsingar um flytjendur], Spúnk: – [engar upplýsingar um flytjendur]

Spur Pópunar – Efni á plötum

Spur Pópunar – Eldað fyrir örvhenta Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: lopi 2 Ár: 2002 1. Baunasúpa 2. … og hann talar eins og teiknimyndafígúra 3. Dúddmari 4. Dramatískur titill 5. Geturðu bent mér á góða stað fyrir garðálf? 6. Hnoðri 7. Látún 8. Héðan í frá verða handahlaup aðeins farin á fimmtudögum 9. Labba kútar…

Stefán Þorleifsson [1] (1911-2001)

Tónlistarmaðurinn og leigubílstjórinn Stefán Þorleifsson lék með ýmsum hljómsveitum á ferli sínum og starfrækti m.a. um langt árabil sveit í eigin nafni, þá samdi hann einnig tónlist og ljóð/texta. Stefán Þorleifsson fæddist haustið 1911 en afar fáar upplýsingar er að finna um uppruna hans og æskuár, líklegt er þó að hann hafi verið fæddur og…

Steinaldarmenn [1] (1972-73)

Snemma á áttunda áratugnum var starfrækt hljómsveit í Suður Þingeyjarsýslu sem gekk undir nafninu Steinaldarmenn, fyrir liggur að sveitin var starfandi veturinn 1972 til 73 og spilaði hún þá víðs vegar um norðanvert landið, hún gæti þó hafa verið starfandi um lengri tíma. Meðlimir Steinaldarmanna voru þeir Kristján Einar Kristjánsson harmonikkuleikari, Baldvin Einarsson orgel- eða…

Stegla (2000)

Harðkjarnasveitin Stegla mun hafa starfað í nokkra mánuði aldamótaárið 2000 en hugsanlega var sveitin stofnuð árið 1999. Sveitin spilaði nokkuð vorið og sumarið 2000, m.a. á tónleikum Hins hússins og á Ringulreið rokkhátíðinni en meðlimir sveitarinnar voru Björn Stefánsson söngvari (Mínus o.fl.), Magnús Örn Magnússon trommuleikari (Gyllinæð o.fl.), Ragnar [?] bassaleikari og Kristján [?] gítarleikari.…

Stefdís (1973)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði árið 1973 undir nafninu Stefdís og var þá húshljómsveit í Þórscafé, annars vegar um vorið og svo aftur um haustið eftir sumarhlé. Fyrir liggur að Mjöll Hólm var söngkona Stefdísar en upplýsingar vantar um aðra meðlimi þessarar sveitar s.s. nöfn og hljóðfæraskipan.

Steinar [1] (1968)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um ballhljómsveit sem gekk undir nafninu Steinar og var starfandi sumarið 1968. Þá um verslunarmannahelgina lék sveitin fyrir dansi í Bjarkarlundi fyrir vestan og er ekki ólíklegt að um heimamenn hafi verið að ræða. Alltént er hér óskað eftir upplýsingum um þessa sveit, liðsmönnum hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og hvar hún…

Steinaldarmenn [2] (1989)

Guðmundur Ingólfsson djasspíanisti starfrækti sumarið 1989 djassband sem gekk undir nafninu Steinaldarmenn. Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit, hverjir skipuðu hana auk Guðmundar píanóleikara. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Steinar express (1982)

Steinar express mun hafa verið aukasjálf Einars Arnar Benediktssonar (Purrkur pillnikk, Sykurmolarnir o.fl.) en hann kom fram á tónleikum í nokkur skipti undir þessu nafni árið 1982, m.a. í Félagsstofnun stúdenta um haustið. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hvers konar tónlist Einar Örn framkallaði eða með hvaða hætti hún var framreidd.

Afmælisbörn 13. júlí 2022

Að þessu sinni eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: María Björk Sverrisdóttir söngkona, söngkennari, útgefandi og margt fleira, er fimmtíu og níu ára. María Björk lærði bæði djass- og klassískan söng og hefur sungið inn á fjölmargar plötur, m.a. undir aukasjálfinu Aría. Hún hefur þó að mestu helgað sig tónlist fyrir börn, stofnaði á…

Afmælisbörn 12. júlí 2022

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Ríó-liðinn góðkunni Ágúst Atlason er sjötíu og tveggja ára í dag en hann er eins og allir vita einn af þeim sem skipuðu Ríó tríó, sem gaf út fjölda platna á árum áður. Ágúst hafði verið í Komplex, Næturgölum og Nútímabörnum áður en hann gekk til…

Afmælisbörn 11. júlí 2022

Átta afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngvarinn og hljómborðsleikarinn Grétar (Þorgeir) Örvarsson er sextíu og þriggja ára gamall í dag. Grétar sló í gegn með hljómsveit sinni Stjórninni þegar hann og Sigga Beinteins sungu framlag Íslands í Eurovision keppninni 1990. Í kjölfarið gaf Stjórnin út nokkrar plötur sem allar nutu vinsælda en einnig…

Greifarnir – Útihátíð á SPOT 2022

Nú styttist í skemmtilegustu helgi ársins. Eftir tvö erfið ár er kominn tími til að reima á sig djamm-skóna og syngja og dansa frá sér allt vit á Spot um Verslunarmannahelgina en Greifarnir verða þá með dansleiki laugardags- og sunnudagskvöld ásamt Sigga Hlö og Dj Fox. Á sunnudagskvöldinu verður Brekkusöngur Greifanna jafnframt á sínum stað…

Afmælisbörn 10. júlí 2022

Níu afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Helgi Björnsson söngvari og leikari er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Helgi varð fyrst þekktur er hann gekk til liðs við ísfirsku hljómsveitina Grafík en áður hafði hann verið í hljómsveitinni Berb. Í kjölfarið hófst farsæll söngferill Helga og eftir að hafa…