Greifarnir á Spot um verslunarmannahelgina

Þá er komið að því, verslunarmannahelgin er nú í fyrsta sinn síðan 2019 án allra fjöldatakmarkana og þá er við hæfi að skella sér á ball með Greifunum, Sigga Hlö og DJFox á Spot, laugardags- og sunnudagskvöld en síðarnefnda kvöldið verður einmitt einnig hinn margrómaði brekkusöngur sem Bjössi Greifi hefur stjórnað í mörg undanfarin ár.

Frítt er á brekkusönginn en miðasala á dansleikina fer fram á Tix og við innganginn.