Start (1980-83)

Hljómsveitin Start starfaði um nokkurra ára skeið og var hvort tveggja í senn, síðasta stóra sveitin sem Pétur Kristjánsson söng með og fyrsta stóra bandið sem Eiríkur Hauksson söng með. Sveitin átti fyrst um sig nokkuð erfitt uppdráttar á dansleikjamarkaðnum sem þá var í sögulegri lægð vegna diskósins en vann þar á og sendi frá…

Start – Efni á plötum

Start – Seinna meir / Stína fína [ep] Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: PLAT 1504 Ár: 1981 1. Seinna meir 2. Stína fína Flytjendur: Eiríkur Hauksson – söngur Pétur W. Kristjánsson – söngur Sigurgeir Sigmundsson – gítar Jón Ólafsson – bassi Nikulás Róbertsson – hljómborð Davíð Karlsson – trommur Start – …en hún snýst ný samt Útgefandi:…

Steingrímur Sigfússon (1919-76)

Spor Steingríms Sigfússonar tónskálds liggja víða en hann var einnig organisti, kórstjórnandi og tónlistarkennari víða um land. Steingrímur Matthías Sigfússon fæddist á bænum Hvalsá norður í Hrútafirði og ólst upp þar í sveit en hann var tekinn þriggja ára í fóstur þegar faðir hans veiktist. Á fósturheimilinu komst hann fyrst í kynni við tónlist og…

Steingrímur K. Hall (1877-1969)

Prófessor Steingrímur K. Hall er nafn sem flestum Íslendingum er gleymt og grafið í dag en hann var Vestur-Íslendingur sem fyrstur landa sinna menntaði sig í tónlistarfræðum og hélt uppi tónlistar- og menningarlífi Íslendinga í Winnipeg ásamt eiginkonu sinni. Hann var þar organisti, kórstjóri, hljómsveitarstjóri, píanóleikari, tónlistarkennari og tónskáld svo dæmi séu nefnd. Steingrímur Kristján…

Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson (1960-2009)

Steingrímur Eyfjörð Guðmundsson var þekktur tónlistarmaður og hljóðmaður en sérsvið hans var hljóðvinnsla við kvikmyndir og sjónvarp. Hann var einnig titlaður tónskáld, ljóðskáld og kórstjórnandi meðal vina sinna. Steingrímur fæddist í Reykjavík 1960 en ólst upp erlendis til sjö ára aldurs. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á tónlist og á unglingsárum sínum var hann…

Steindór Hjörleifsson (1926-2012)

Steindór Hjörleifsson var einn af þekktustu leikurum sinnar kynslóðar og var reyndar áberandi sem slíkur allan síðari hluta tuttugustu aldarinnar. Allir þekkja líka lagið Einu sinni á ágústkvöldi sem hann gerði ódauðlegt snemma á sjöunda áratugnum. Steindór Gísli Hjörleifsson fæddist í Hnífsdal sumarið 1926 og vann ýmis störf áður en hann lauk námi við Leiklistarskóla…

Steinar [2] [útgáfufyrirtæki] (1975-93)

Hljómplötuútgáfan Steinar var um tíma stærsti útgefandi tónlistar á Íslandi en nokkur hundruð titlar komu út á vegum fyrirtækisins og stóð það einnig í útflutningi á íslenskri tónlist sem til þess tíma hafði varla verið gert að neinu ráði. Maðurinn á bak við Steina var Steinar Berg Ísleifsson en útgáfusaga hans hófst sumarið 1975 þegar…

Steingrímur Stefánsson (1946-2002)

Steingrímur Stefánsson starfaði með fjölmörgum hljómsveitum fyrir norðan og rak um margra ára skeið hljómsveit í eigin nafni, hann lék jafnframt inn á nokkrar hljómplötur. Steingrímur Eyfjörð Stefánsson fæddist vorið 1946 á Árskógsströnd en bjó lengst af inni á Akureyri. Hann var afar sjónskertur en það háði honum ekki þegar kom að tónlistinni og var…

Standard – Efni á plötum

Standard – Demo [snælda] Útgefandi: Standard Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1980 1. Söknuður 2. Right or wrong 3. We didn‘t have love 4. Love affair 5. It happend in Hollywood 6. We are people 7. Pásulagið Flytjendur: Árni J. Óðinsson – gítar H. Brynjar Þráinsson – trommur og slagverk Hallgrímur Bergsson – píanó, hljómborð, söngur…

Standard (1980)

Hljómsveit sem bar nafnið Standard starfaði um hríð á Fáskrúðsfirði – líklega um nokkurra mánaða skeið, á þeim tíma náði hún að koma suður til Reykjavíkur haustið 1980 og leika í Klúbbnum en um svipað leyti kom út kassetta með sveitinni sem bar einfaldlega nafnið Demo en hún hafði verið tekin upp í Stúdíó Bimbó…

Squirt [1] – Efni á plötum

Squirt – Þú ert það sem þú étur [demo] Útgefandi: Harðkjarni Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2000 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Squirt [1] (2000)

Harðkjarnasveitin Squirt starfaði árið 2000 en líklega í aðeins nokkra mánuði, hún sendi á þeim tíma frá sér eina demóplötu. Squirt kom fyrst fram á tónleikum um vorið 2000 en ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin hafði þá starfað, ennfremur eru upplýsingar um þessa sveit fremur litlar en víst er að Valur Árni Guðmundsson var…

Silverdrome (1994-96)

Hljómsveitin Silverdrome var í raun sama sveit og annars vegar Drome sem hafði verið stofnuð sumarið 1994 og hins vegar Stjörnukisi sem tók við vorið 1996 eða um það leyti sem sveitin tók þátt í Músíktilraunum – og sigraði. Upphaflegir meðlimir sveitarinnar, sem var úr Menntaskólanum við Hamrahlíð voru þeir Úlfur Chaka Karlsson söngvari, Bogi…

Afmælisbörn 20. júlí 2022

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar að þessu sinni. Brian Pilkington myndlistamaður er sjötíu og tveggja ára á þessum degi. Brian sem hefur búið hér á landi og starfað síðan á áttunda áratug síðustu aldar, hefur hannað og myndskreytt fjölda íslenskra hljómplötuumslaga fyrir hljómsveitir og tónlistarmenn. Þeirra á meðal má nefna plötur með Magnúsi…