Standard (1980)

Hljómsveit sem bar nafnið Standard starfaði um hríð á Fáskrúðsfirði – líklega um nokkurra mánaða skeið, á þeim tíma náði hún að koma suður til Reykjavíkur haustið 1980 og leika í Klúbbnum en um svipað leyti kom út kassetta með sveitinni sem bar einfaldlega nafnið Demo en hún hafði verið tekin upp í Stúdíó Bimbó á Akureyri um sumarið. Reikna má með að sveitin hafi einnig eitthvað leikið á dansleikjum eystra.

Standard mun hafa verið stofnuð upp úr Orfeus og var nafni hennar svo breytt í Eglu líklega um veturinn 1980-81 en sú sveit átti eftir að gefa út plötu, að minnsta kosti eitt þeirra laga hafði verið á kassettunni Demó. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hverjir skipuðu Standard en á kassettunni komu þeir Árni J. Óðinsson gítarleikari, Brynjar Þráinsson trommuleikari, Hallgrímur Bergsson hljómborðsleikari, Jóhannes M. Pétursson bassaleikari og Ævar I. Agnarsson gítarleikari við sögu og má gera ráð fyrir að þeir flestir eða allir hafi verið meðlimir sveitarinnar.

Efni á plötum