Slim (2000)

Slim

Rapparinn Kristinn Helgi Sævarsson (Slim) var af gullkynslóð rappara hérlendis og kom úr grasrótinni sem kennd hefur verið við Árbæinn og var áberandi í kringum aldamótin, hann hafði þá verið í hiphop-sveitinni Bounce brothers.

Kristinn Helgi (f. 1980) var líklega búinn að kalla sig Slim nafninu um tíma þegar hann sendi frá sér plötu vorið 2000 en hún bar titilinn Analog, plötuna gaf hann út sjálfur en aðeins munu hafa verið framleidd um fimmtíu eintök af henni og fór hún ekki í almenna sölu í plötubúðum. Það má því ætla að hún sé æði fáséður safngripur.

Þessi plata varð til þess að Kristinn og einhverjir þeirra sem unnu plötuna með honum stofnuðu hiphop-sveitina Forgotten lores og upp frá því tók hann upp nafnið Diddi Fel en Kristinn Helgi hefur einnig gefið út sólóplötur undir því nafni.

Efni á plötum