Sniglabandið (1985-)

Saga hljómsveitarinnar Sniglabandsins er æði löng og spannar þegar þetta er ritað, hátt í fjörutíu ára nokkuð samfellda sögu þar sem léttleiki og gleði hafa löngum verið einkenni sveitarinnar en jafnframt hefur hún tekist á við alvarlegri verkefni inn á milli. Á þessum tíma hafa komið út á efnislegu formi á annan tug breiðskífna og…

Sniglabandið – Efni á plötum

Sniglabandið – Fjöllin falla í hauga… [ep] Útgefandi: Sniglabandið Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1986 1. Álfadans 2. 750 cc blús Flytjendur: Björgvin Ploder – trommur Einar Rúnarsson – hljómborð Skúli Gautason – gítar Sigurður Kristinsson – gítar Stefán Hilmarsson – söngur Sniglabandið – Áfram veginn – með meindýr í maganum [ep] Útgefandi: Sniglabandið Útgáfunúmer: Hjól…

Smávinir [1] (1944)

Barnakórinn Smávinir starfaði af því er virðist í nokkra mánuði lýðveldisárið 1944, í Vestmannaeyjum. Smávinir sem í upphafi voru skipaðir ríflega fimmtíu börnum, mest stúlkum, hóf æfingar í byrjun mars undir stjórn Helga Þorlákssonar organista og aðeins fáeinum vikum síðar hafði hann sungið í nokkur skipti opinberlega í Eyjum, þar á meðal um páskana, við…

Smárakvartettinn (2006)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um söngkvartett sem starfaði innan Grundartungaskórsins árið 2006, og gekk undir nafninu Smárakvartettinn. Óskað er eftir upplýsingum um hversu lengi þessi kvartett starfaði, hverjir skipuðu hans og hvar hann kom fram.

Smá djók (1992-93)

Hljómsveit sem bar nafnið Smá djók (einnig ritað Smádjók) starfaði á höfuðborgarsvæðinu, hugsanlega í Hafnarfirði árið 1992 að minnsta kosti og að öllum líkindum fram á árið 1993 – einnig gæti hún hafa verið stofnuð fyrir 1992. Meðlimir þessarar sveitar, sem kom fram í nokkur skipti á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins voru þau Þorfinnur [?] gítarleikari, Einar…

Smass (1996-97)

Hljómsveit, að öllum líkindum í rokkaðri kantinum starfaði um nokkurra mánaða skeið veturinn 1996-97 undir nafninu Smass, og kom þá fram og lék í Rósenberg kjallaranum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Flosi Þorgeirsson bassaleikari, Ingvar Lundberg Jónsson hljómborðsleikari, Ríkharður Flemming Jensen trommuleikari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari og Jóhannes Eiðsson söngvari.

Smellir [2] (1995)

Dúettinn Smellir starfaði um skamman tíma árið 1995 en það var skipað þeim Kristni Rósantssyni söngvara og hljómborðsleikara og Mark Brink söngvara og gítarleikara en sá síðarnefndi hafði fáeinum árum fyrr starfað með hljómsveit undir sama nafni. Smellir störfuðu sem fyrr segir í skamman tíma.

Smellir [1] (1988-93)

Hljómsveitin Smellir var um nokkurt skeið húshljómsveit í Danshúsinu Glæsibæ og skartaði þá söngvurum eins og Ragnari Bjarnasyni og fleiri þekktum slíkum. Smellir voru fyrst auglýstir í dagblöðum sem húshljómsveit í Danshúsinu árið 1990 en ein heimild hermir að saga sveitarinnar nái alveg aftur til 1988 og miðast þessi umfjöllun um það. Sveitin starfaði lengst…

Smekkmenn (1986-87)

Hljómsveitin Smekkmenn starfaði í Vestmannaeyjum veturinn 1986-87, eða að minnsta kosti hluta hans. Sveitin lék töluvert í Eyjum frá því um haustið 1986 og fram yfir áramótin en virðist hafa hætt fljótlega eftir það, upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan hennar óskast sendar Glatkistunni.

Smávinir [2] (1992-97)

Sönghópurinn Smávinir starfaði um fimm ára skeið undir lok síðustu aldar og söng víða opinberlega á þeim tíma. Smávinir voru stofnaðir árið 1992 upp úr vinahópi sem hafði verið saman í námi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti en hópinn skipuðu tíu manns, það voru þau Arna Grétarsdóttir, Signý H. Hjartardóttir og Sonja B. Guðfinnsdóttir sópranar, Elva…

Smile (1968)

Hljómsveit að nafni Smile var meðal keppnissveita í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíðinni í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1968, engar sögur fara af gengi sveitarinnar í keppninni en hún lék eitthvað meira opinberlega þetta sumar, m.a. í Iðnó. Meðlimir Smile, sem var úr Garðahreppi (síðar Garðabæ) voru þeir Gunnar Magnússon söngvari, Hermann Gunnarsson gítarleikari, Meyvant…

Afmælisbörn 16. mars 2022

Glatkistan hefur fjögur afmælisbörn á takteinum í dag: Páll Óskar Hjálmtýsson á fimmtíu og tveggja ára afmæli í dag. Hann þarf vart að kynna en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið á ævintýraplötum Gylfa Ægissonar, plötum Áhafnarinnar á Halastjörnunni og plötu með tónlistinni úr leikritinu Gúmmí Tarzan en allt þetta var þegar hann var enn…