Smávinir [2] (1992-97)

Sönghópurinn Smávinir

Sönghópurinn Smávinir starfaði um fimm ára skeið undir lok síðustu aldar og söng víða opinberlega á þeim tíma.

Smávinir voru stofnaðir árið 1992 upp úr vinahópi sem hafði verið saman í námi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti en hópinn skipuðu tíu manns, það voru þau Arna Grétarsdóttir, Signý H. Hjartardóttir og Sonja B. Guðfinnsdóttir sópranar, Elva Ö. Ólafsdóttir og Hulda Sigurjónsdóttir altar, Daníel Brandur Sigurgeirsson og Ásgeir Ö. Ásgeirsson tenórar og Ágúst I. Ágústsson, Matthías Arngrímsson og Sæberg Sigurðsson bassar.

Smávinir hófu fljótlega að syngja opinberlega, mest var það á höfuðborgarsvæðinu en hópurinn söng í kirkjum og við kirkjulegar athafnir eins og brúðkaup og jarðarfarir en einnig í afmælisveislum og á öðrum skemmtunum. Sönghópurinn starfaði allt til ársins 1997 en síðustu heimildir um hann er að finna frá því sumri.

Smávinir mun hafa sent frá sér eina kassettu en nánari upplýsingar vantar um þá útgáfu.

Efni á plötum