Snafu (1999-2003)

Hljómsveitin Snafu var töluvert áberandi í harðkjarnasenunni sem hér náði hámarki um og eftir síðustu aldamót. Sveitin þróaðist hratt á þeim tíma sem hún starfaði en svo virðist sem meðlimir hennar hafi ekki verið sáttir við þá stefnu sem hún hafði tekið í lokin og stofnuðu nýja sveit upp úr henni. Snafu sendi frá sér…

Snafu – Efni á plötum

Snafu – Anger is not enough Útgefandi: Harðkjarni Útgáfunúmer: HK005 Ár: 2000 1. Snafu 2. Anger is not enough 3. Cow mutilation sucks 4. This am I 5. Turn off your televisions 6. All smiles 7. Blue balls turn black 8. Sick giant 9. Live bonus tracks [7 lög] Flytjendur: Eiður Steindórsson – gítar Gunnar…

SMS tríó [3] (2004)

Tríó sem sérhæfði sig í barokk tónlist frá Ítalíu og Þýskalandi hélt tónleika í Neskirkju haustið 2004 undir nafninu SMS tríó. Nafn tríósins var myndað úr upphafsstöfum þremenninganna en þeir voru Sigurgeir Agnarsson sellóleikari, Martin Frewer fiðluleikari og Steingrímur Þórhallsson orgelleikari. Þeir munu hafa leikið einungis á þessum einu tónleikum.

Smuraparnir (1994)

Smuraparnir (Smurapar) var djass- eða bræðingshljómsveit sem lék töluvert opinberlega vorið og sumarið 1994, m.a. á uppákomu tengdri Listahátíð í Reykjavík. Sveitin var að mestu skipuð þeim sömu og þá skipuðu Tamlasveit Egils Ólafssonar en upphaflega átti sú sveit að bera Smurapa-nafnið. Meðlimir hennar voru Björn Thoroddsen gítarleikari, Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og…

Sniglar (1968-69)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Sniglar var starfandi á Raufarhöfn veturinn 1968-69 en þar starfaði sveitin við Barna- og unglingaskólann. Meðlimir Snigla voru Halli Gvendar [?] gítarleikari, Guðjón Snæbjörnsson gítarleikari og söngvari, Siggi Palla [Sigurður Pálsson?] bassaleikari og Jóndi Guðna [?] trommuleikari, Sævar Geira [?] mun svo hafa tekið við trommunum af þeim síðast talda.…

Snerta (1989-90)

Snerta var slagverkshópur sem starfaði 1989 til 1990 og kom þá fram í fáein skipti opinberlega, m.a. annars á tónleikum í Þjóðleikhúsinu og í tónleikasal FÍH. Það voru þeir Árni Áskelsson, Eggert Pálsson, Maarten Van Der Valk og Pétur Grétarsson sem skipuðu Snertu en þeir félagar fluttu m.a. tónverkið Sindur eftir Áskel Másson sem hljóðritað…

Snati (1974)

Hljómsveit sem bar nafnið Snati starfaði árið 1974 og var þá skipuð m.a. tveimur ungum tónlistarmönnum sem síðar áttu eftir að verða stór nöfn í íslenskri tónlist, það voru þeir Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari og Eiríkur Hauksson sem líklega söng og lék á gítar en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar. Snati kom líklega…

Snarl [1] (1970)

Þjóðlagadúettinn Snarl kom fram opinberlega á þjóðlagakvöldi sem haldið var í Tónabæ haustið 1970, og bendir fátt til þess að sá dúett hafi verið langlífur. Það voru þeir Hjálmar Sverrisson og Matthías Kristiansen sem skipuðu Snarl en óskað er eftir frekari upplýsingum um þá félaga.

Smurf [2] (2004)

Hljómsveit að nafni Smurf starfaði árið 2004 en ekki liggur fyrir þó hversu lengi. Meðlimir sveitarinnar voru Helgi [?] gítarleikari, Sindri [?] bassaleikari, Daði [?] gítarleikari og Unnar [?] trommuleikari. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, m.a. föðurnöfn meðlima hennar og fleira sem væri við hæfi í þessari umfjöllun.

Smurf [1] (1988)

Árið 1988 var rokksveit starfandi hér á landi innblásin af Strumpunum, en hún gekk undir nafninu Smurf. Sveitin lék á tónleikum um haustið 1988, þá nýstofnuð en virðist ekki hafa verið starfandi lengi. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, þ.m.t. um meðlimi og hljóðfæraskipan.

Snillingarnir [1] (1979-80)

Hljómsveitin Snillingarnir var ein allra fyrsta pönksveitin hér á landi, sjálfir skilgreindi sveitin sig aldrei sem pönk en þeir félagar blönduðu tónlist sína þjóðlögum. E.t.v. mætti segja að sveitin hafi verið eins konar útungarstöð fyrir Fræbbblana því tveir meðlima hennar áttu síðar eftir að leika með þeirri sveit. Snillingarnir munu hafa verið stofnaðir sumarið 1979…

Skuggar [5] (1963)

Í Reykjavík starfaði gítarhljómsveit undir nafninu Skuggar árið 1963 en sú sveit innihélt tvo gítarleikara og var í anda bresku sveitarinnar The Shadows sem þá naut mikilla vinsælda um heim allan, sveitin notaði svokallað Swissecho delay tæki til að ná Shadows gítar sándinu en það hafði verið keypt í Danmörku og var þá nýjung hérlendis.…

Afmælisbörn 30. mars 2022

Afmælisbörnin í dag eru fimm talsins: Páll Torfi Önundarson læknir og tónlistarmaður er sextíu og sjö ára í dag. Hann varð þekktur sem gítarleikari í Diabolus in musica á áttunda áratugnum en hefur einnig leikið í sveitum eins og Grasrexi, Combói Jóhönnu Þórhalls, Six pack lation, Saltfisksveit Villa Valla og Síríusi. Páll Torfi er einnig…