Skuggar [5] (1963)

Í Reykjavík starfaði gítarhljómsveit undir nafninu Skuggar árið 1963 en sú innihélt tvo gítarleikara og var í anda The Shadows.

Meðlimir Skugga voru Sturla Már Jónsson gítarleikari, Guðjón Ágústsson gítarleikari, Sigurður Ágúst Jensson trommuleikari og Sævar Hjálmarsson bassaleikari.

Þessi sveit var að líkindum fremur skammlíf.