Smárakvartettinn í Reykjavík (1951-56 / 1986)

Smárakvartettinn í Reykjavík starfaði um fimm ára skeið en um sama leyti hafði sams konar kvartett verið starfandi á Akureyri um árabil undir sama nafni, aldrei kom þó til neins konar árekstra af því er virðist vegna nafngiftarinnar en kvartettarnir tveir sendu frá sér plötur um svipað leyti um miðjan sjötta áratuginn. Upphaf Smárakvartettsins í…

Smith (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem spilaði rokk í þyngri kantinum og gekk undir nafninu Smith. Þessi sveit mun hafa starfað seint á síðustu öld, líklega undir lok tíunda áratugarins og innihélt söngvara að nafni Egill. Frekari upplýsingar um meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar, starfstíma hennar og annað sem hæfir umfjöllun af þessu tagi má…

Smárakvartettinn í Reykjavík – Efni á plötum

Smárakvartettinn í Reykjavík – Baujuvaktin / Fossarnir [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 18 Ár: 1954 1. Baujuvaktin 2. Fossarnir Flytjendur: Smárakvartettinn í Reykjavík – söngur Carl Billich – píanó     Smárakvartettinn í Reykjavík – Eyjan hvíta / Loftleiðavalsinn [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 19 Ár: 1955 1. Eyjan…

Smjattpattarnir (2003)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um rappdúett sem starfaði á Ólafsfirði árið 2003 undir nafninu Smjattpattarnir en þeir sendu frá sér að minnsta kosti eitt lag til spilunar, hugsanlega fleiri.

Smjattpattar [2] (1991)

Árið 1991 var starfrækt hljómsveit í Nesskóla í Neskaupstað undir nafninu Smjattpattar. Þessi sveit starfaði að minnsta kosti frá því snemma árs og fram undir áramót 1991-92 en ekki liggur fyrir þó hversu lengi. Sigurjón Egilsson mun hafa verið söngvari Smjattpattanna en frekari upplýsingar er ekki að finna um aðra meðlimi hennar og er því…

Smjattpattar [1] – Efni á plötum

Smjattpattar – Smjattpattar: söngvar og sögur Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 012 Ár: 1984 1. Lagstúfur 2. Hér koma Smjattpattarnir: saga 3. Banana-rokk 4. Svala gúrka: saga 5. Byggt á sandi 6. Bogi brómber: saga 7. Skólasöngur 8. Pála púrra: saga 9. Vippi vorlaukur: saga 10. Geimferðin 11. Smjattpattar í útilegu: saga 12. Regnhlífar 13. Baunabelgur…

Smjattpattar [1] (1984)

Margir muna eftir Smjattpöttunum (Munch bunch) sem nutu töluverðra vinsælda á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar, heil kynslóð barna fylgdist með ævintýrum þeirra í Stundinni okkar en þeir hurfu með jafnskjótum hætti og þeir höfðu birst. Íslendingar kynntust fyrst Smjattpöttunum þegar bókaútgáfan Vaka gaf út sumarið 1982 í þýðingu Þrándar Thoroddsen nokkrar barnabækur um…

SMS tríó [2] (?)

Óskað er eftir upplýsingum um SMS tríóið sem starfaði líkast til í Vestur-Húnavatnssýslu, annað hvort á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar eða þeim tíunda. Skúli Einarsson var einn meðlima sveitarinnar, hann gæti hafa verið gítar- eða trommuleikari en upplýsingar vantar um aðra meðlimi SMS tríósins.

SMS tríó [1] (1972-75)

SMS tríó var hljómsveit sem sérhæfði sig líklega í gömlu dönsunum en hún starfaði á árunum 1972-75. Tríóið var stofnað upp úr Fljóðatríóinu sem var reyndar fyrsta kvennahljómsveit Íslands, en SMS stendur fyrir upphafsstafi meðlima sveitarinnar þau Sigurborgu Einarsdóttur söngvara og gítarleikara, Maríu Einarsdóttur systur hennar sem einnig lék á gítar og söng og svo…

Smondarnir (1983)

Upplýsingar um þungarokkshljómsveit sem starfaði árið 1983 undir nafninu Smondarnir, eru af skornum skammti og er óskað eftir þeim hér með. Smondana skipuðu fimmmenningar með hljóðfæraskipanina tvo gítara, bassa, trommur og söng.

The Smjör (1987)

Hljómsveitin The Smjör var meðal skráðra þátttökusveita í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíð í Atlavík um verslunarmannahelgina 1987, líkur eru því á að hún hafi verið af norðan- eða austanverðu landinu. Ekkert er vitað um þessa sveit, hvort hún keppti og þá hvernig henni gekk í keppninni, hverjir voru meðlimir hennar og hver hljóðfæraskipan…

Skuggar [3] (1961-62)

Í Hraungerðishreppi rétt við Selfoss var hljómsveit ungra manna sem um tíma gekk undir nafninu Skuggar 1961 og 62, þar voru á ferð verðandi tónlistarmenn að stíga sín fyrstu skref en þeir voru Ólafur Þórarinsson (Labbi) og Guðmundur Benediktsson sem léku á gítara og Kristján Jens Kristjánsson trommuleikari. Einnig söng Labbi eitthvað en sveitin kom…

Afmælisbörn 23. mars 2022

Afmælisbörn dagsins eru fjölmörg og eftirfarandi: Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona, píanóleikari og tónlistarkennari úr Hafnarfirði á stórafmæli en hún er fertug í dag. Guðrún Árný sem hefur sungið frá blautu barnsbeini vakti fyrst athygli þegar hún sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna 1999 og í framhaldinu söng hún í ýmsum sýningum á Hótel Íslandi og víðar. Hún hefur…