Smárakvartettinn á Akureyri (1935-65)

Smárakvartettinn á Akureyri er meðal allra þekktustu tónlistarflytjenda höfuðstaðs Norðurlands en kvartettinn naut geysilegra vinsælda um allt land meðan hann starfaði og jafnvel lengur því lengi eftir að hann var hættur störfum ómuðu lög hans í Ríkisútvarpinu. Kvartettinn gaf út nokkrar plötur á meðan hann starfaði en jafnframt var gefin út veglegt heildarsafn hans um…

Smárakvartettinn á Akureyri – Efni á plötum

Smárakvartettinn á Akureyri – Það er svo margt / Góða nótt [78 sn.] Útgefandi: Músikbúðin Tónika Útgáfunúmer: K 503 Ár: 1955 1. Það er svo margt 2. Góða nótt Flytjendur: Smárakvartettinn á Akureyri – söngur Jakob Tryggvason – píanó     Smárakvartettinn á Akureyri – Blærinn í laufi / Við lágan sæ [78 sn.] Útgefandi:…

Sálin [2] (1993)

Hljómsveit var starfandi innan Verzlunarskóla Íslands vorið 1993 undir nafninu Sálin og er hér gert ráð fyrir að um skammlífa sveit hafi verið að ræða því aðeins eru heimildir um að hún hafi komið einu sinni fram, þá hitaði hún upp fyrir hljómsveitina Nýdönsk á tónleikum listafélags skólans. Hugsanlega var sveitin stofnuð til þess eins…

Skært lúðrar hljóma [annað] (1997)

Árið 1997 stóð útgáfufyrirtækið Smekkleysa fyrir útgáfu átta platna í útgáfuröð sem það kallaði Skært lúðrar hljómar, en þar gafst nokkrum ungum og efnilegum hljómsveitum og tónlistarmönnum í neðanjarðargeiranum kostur á að koma efni sínu á framfæri. Þeir voru eftirfarandi: Andhéri, Á túr, Bag of Joys, Berglind Ágústsdóttir, Kvartett Ó. Jónsson & Grjóni, PPPönk, Sigur…

Slim – Efni á plötum

Slim – Analog Útgefandi: Kristinn Helgi Sævarsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2000 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Kristinn Helgi Sævarsson (Slim) – rapp Magnús Jónsson (Magse) – rapp Baldvin Þór Magnússon (Class B) – rapp Tact [?] – rapp Ársæll Þór Ingvason (Intro) – rapp Gísli Galdur Þorgeirsson [?] (Magic) – rapp Elevated Minds [?]…

Slim (2000)

Rapparinn Kristinn Helgi Sævarsson (Slim) var af gullkynslóð rappara hérlendis og kom úr grasrótinni sem kennd hefur verið við Árbæinn og var áberandi í kringum aldamótin, hann hafði þá verið í hiphop-sveitinni Bounce brothers. Kristinn Helgi (f. 1980) var líklega búinn að kalla sig Slim nafninu um tíma þegar hann sendi frá sér plötu vorið…

Small band (1995-96)

Small band var pöbbadúett eða hljómsveit sem lék í fáein skipti 1995 og 1996. Meðlimir sveitarinnar voru þau Jóhann Fr. Álfþórsson og Jóhanna Harðardóttir, upplýsingar um hljóðfæraskipan þeirra liggja ekki fyrir og er því óskað eftir þeim.

Small (?)

Hljómsveit að nafni Small starfaði á áttunda áratugnum, hugsanlega fyrri part hans og hugsanlega í Kópavoginum. Heimildir eru afar litlar um þessa sveit en þó liggur fyrir að Andri Örn Clausen var einn meðlima hennar, þá líklega sem gítarleikari og söngvari. Óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, hvenær hún starfaði og…

Smaladrengirnir úr Neðrakoti (1990)

Hljómsveitin Smaladrengirnir úr Neðrakoti (SÚNK) frá Húsavík var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1990 en komst þar ekki í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Guðmundur Svavarsson söngvari, Eggert Hilmarsson gítarleikari, Hjálmar Snorrason söngvari, Heimir Kristinsson bassaleikari og Haraldur Steingrímsson trommuleikari. Það þótti fréttnæmt að sveitin var sú fyrsta frá Húsavík sem tók þátt í…

Slitna færibandið (2000)

Slitna færibandið mun hafa verið tríó starfandi vorið 2000 og lék þá á skemmtun í Borgarfirði. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um þessa sveit og er því óskað eftir þeim hér með.

Slippidú (1993)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem lék ásamt fleiri sveitum á rokkhátíð óháðu listahátíðarinnar Ólétt ´93 í Faxaskála sumarið 1993, en hún bar heitið Slippidú eða Slipidídú. Hér er óskað eftir upplýsingum um nöfn meðlima sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem ætti heima í umfjöllun um hana.

Slorugi slúbbkvartett Bjúglers djákna (1981-82)

Hljómsveit starfaði í Keflavík veturinn 1981-82 undir nafninu Slorugi slúbbkvartett Bjúglers djákna en ekki liggja fyrir aðrar upplýsingar um þessa sveit, m.a.s. gæti verið að nafn hennar hafi verið Skammtíma flipp og Slorugi slúbbkvartett Bjúglers djákna eða jafnvel bara Skammtíma flipp. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

In memoriam – Efni á plötum

Apocalypse – ýmsir Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: VACD 023 Ár: 1992 1. Sororicide – Life below 2. In memoriam – Trúleysi 3. Strigaskór nr. 42 – Perceptions 4. Sororicide – Within the dephts 5. In memoriam – Eternal darkness 6. Strigaskór nr. 42 – Immoral empire 7. Sororicide – Drown your soul 8. In memoriam – Isolation 9. Strigaskór…

Afmælisbörn 9. mars 2022

Tvö afmælisbörn úr tónlistargeiranum eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni Símon H. Ívarsson gítarleikari og kórstjórnandi er sjötíu og eins árs gamall í dag. Hann er kunnur gítarleikari, nam gítarleik og tónlistarkennarafræði hér heima auk þess að fara í framhaldsnám í Austurríki. Nokkrar plötur hafa komið út með gítarleik hans, sú síðasta 2004. Símon…