Afmælisbörn 30. apríl 2022

Í dag eru þrjú afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Þau eru öll látin: Sigfús Ólafsson tónlistarmaður og -kennari (1944-2021) hefði átt afmæli í dag, hann sendi á sínum tíma frá sér plötuna Ég elska þig enn en á henni er að finna frumsamin lög eftir hann. Sjálfur lék Sigfús með fjölmörgum hljómsveitum hér áður fyrr og…

Afmælisbörn 29. apríl 2022

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari og tónskáld er sextíu og átta ára gamall í dag. Snorri nam píanóleik hér heima og í Bandaríkjunum en tónsmíðanámi í Noregi og Hollandi. Hann starfaði í Frakklandi og Bretlandi áður en hann kom aftur heim 1980. Snorri starfar í dag sem tónskáld, tónlistarkennari, stjórnandi og píanóleikari,…

Afmælisbörn 28. apríl 2022

Sjö tónlistartengd afmæli koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Ólafsson bassaleikari á stórafmæli, hann er sjötugur en varla finnst sá hljóðfæraleikari sem hefur leikið með fleiri hljómsveitum á Íslandi. Glatkistan hefur á skrá á þriðja tug sveita sem hann hefur leikið með en hér er aðeins stiklað á stóru: Sonet, Start, Póker, Tatarar,…

Soffía Karlsdóttir [1] (1928-2020)

Nafn leik- og söngkonunnar Soffíu Karlsdóttur varð þekkt í tengslum við revíu- og kabarettsýningar, svo ekki sé minnst á nokkur lög sem hún gerði ódauðleg um miðja síðustu öld, sjálf leit hún aldrei á sig sem söngkonu en hún telst samt sem áður meðal allra fyrstu dægurlagasöngkvenna okkar Íslendinga. Soffía Kristín Karlsdóttir fæddist í Reykjavík…

Soffía Karlsdóttir [1] – Efni á plötum

Soffía Karlsdóttir og Tígulkvartettinn [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 10 Ár: 1952 1. Bílavísur 2. Réttarsamba Flytjendur: Soffía Karlsdóttir – söngur Tígulkvartettinn: – Gísli Símonarson – söngur – Guðmundur H. Jónsson – söngur – Hákon Oddgeirsson – söngur  – Brynjólfur Ingólfsson – söngur Kvintett Jan Morávek: – Eyþór Þorláksson – gítar – Árni Ísleifs – píanó – Þorsteinn Eiríksson – trommur  – Jan Morávek…

Sofandi – Efni á plötum

Sofandi – Anguma Útgefandi: Grandmother’s records Útgáfunúmer: Grandmother’s records 001 Ár: 2000 1. The ground talks in a sound voice 2. Fiction 3. Two fishes 4. Waltz no. 4 („not as one“) 5. Big city good day 6. Waltz no. 3 („Strings of life“) 7. The pink song 8. Tiltekt 9. I‘m sorry 10. Anguma…

Sofandi (1997-2005)

Síðrokksveitin Sofandi vakti töluverða athygli í upphafi nýrrar aldar en hún sendi þá frá sér tvær plötur. Sofandi var stofnuð sumarið 1997 en kom fyrst fram á sjónarsviðið þegar hún var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998, þá voru meðlimir hennar þeir Markús Bjarnason söngvari og bassaleikari, Kristján Freyr Einarsson trommuleikari og Bjarni Þórisson…

Sounds (um 1965)

Um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar starfaði hljómsveit nokkurra unglinga á Siglufirði undir nafninu Sounds. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristján Elíasson trommuleikari, Guðmundur Víðir Vilhjálmsson gítarleikari, Sverrir Elefsen bassaleikari, Hjálmar Jónsson harmonikkuleikari og Jónas Halldórsson söngvari. Sveitin gæti að einhverju leyti hafa haft The Shadows að fyrirmynd þar eð flest laganna sem hún lék munu…

Soul deluxe (1993-95)

Soul deluxe var tíu manna hljómsveit frá Akranesi sem sérhæfði sig í soul- og fönktónlist en sveitin hafði auk hefðbundinna hljóðfæraleikara á að skipa blásurum. Sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 1993 til 95 og hugsanlega lengur, hún gæti hafa verið stofnuð við Fjölbrautaskóla Vesturlands – að minnsta kosti voru flestir meðlima hennar á…

Soul control (1992)

Fáar heimildir er að finna um flytjandann Soul control sem átti tvö lög á safnplötunni Icerave vorið 1992 en sú plata hafði að geyma danstónlist með ungum og upprennandi tónlistarmönnum. Hér var líklega um að ræða eins manns verkefni Péturs Árnasonar, sem virðist ekki hafa haldið áfram að vinna með tónlist sína, hann kom fram…

Soulblómi (1991-92)

Veturinn 1991 til 92 var starfrækt hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu sem bar nafnið Soulblómi en hún mun eins og nafnið reyndar gefur til kynna, hafa leikið soultónlist. Lítið er vitað um þessa sveit annað en að Guðjón Bergmann [söngvari?] og Bergur Bernburg [hljómborðsleikari?] voru í henni, upplýsingar óskast um aðra meðlimi sveitarinnar.

Sófarnir (2000)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði síðsumars árið 2000 að öllum líkindum á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Sófarnir. Fyrir liggur að trommuleikari Sófanna hét Gunnar en ekki liggja fyrir aðrar upplýsingar um þessa sveit og er óskað hér með eftir þeim, um liðsmenn hennar, hljóðfæraskipan og annað.

Sódó ódó (um 1980)

Upplýsingar óskast um pönksveit starfandi í Kaupmannahöfn í kringum 1980 undir nafninu Sódó ódó. Sveitin skipuðu Íslendingar sem voru við nám og aðra iðju í Kaupmannahöfn og var hún að einhverju leyti að minnsta kosti angi af þeim félagsskap sem skipuðu hljómsveitina Kamarorghesta, þannig mun t.d. Benóný Ægisson líklega hafa verið í þessari sveit. Líklega…

Sódavatn (1995)

Dúettinn Sódavatn var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1995. Meðlimir Sódavatns, sem flutti eins konar ambient tónlist, voru þau Aðalsteinn Guðmundsson hljómborðsleikari og Þóranna Dögg Björnsdóttir söngkona. Þau komust ekki áfram í úrslitin og virðast ekki hafa haldið samstarfinu áfram eftir Músíktilraunirnar.

Sókrates [2] (1978)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Sókrates en hún mun hafa verið starfrækt á Skagaströnd árið 1978, óskað er eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem þurfa þykir í umfjöllun um hana.

Afmælisbörn 27. apríl 2022

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar á þessum degi: Það er hljómborðsleikarinn Stefán Helgi Henrýsson en hann er fimmtíu og tveggja ára gamall í dag. Stefán hefur leikið með fjölda hljómsveita í gegnum tíðina, Sóldögg er þeirra þekktust enda hefur sú sveit sent frá sér fjölda laga og platna en einnig má nefna hljómsveitir…

Afmælisbörn 26. apríl 2022

Einhvers konar metdagur hlýtur að vera í dag en Glatkistan hefur upplýsingar um tíu tónlistartengd afmælisbörn: Einar Vilberg (Hjartarson) er sjötíu og tveggja ára gamall í dag, hann starfaði lengstum einn, gaf út tvær sólóplötur en einnig aðra plötu í samstarfi við Jónas R. Jónsson. Einar var þó eitthvað í hljómsveitum eins og Bláum englum,…

Afmælisbörn 25. apríl 2022

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagsins: Skagamaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson dagskrárgerðarmaður á Rás 2 er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag, hann hefur kynnt tónlist, íslenska sem erlenda, í útvarpsþáttum sínum á Ríkisútvarpinu, langlífastur þeirra er Rokkland en hann hefur verið á dagskrá í yfir tutttugu ár. Hann hefur annast sviðskynningu á Músíktilraunum…

Afmælisbörn 24. apríl 2022

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í þetta skiptið: Friðrik Karlsson gítarleikari og lagahöfundur er sextíu og tveggja ára gamall í dag, hann hefur í seinni tíð sérhæft sig í nýaldar- og jógatónlist en var á árum áðum í hljómsveitum eins og Ljósin í bænum, Módel, DBD, Gigabyte, Doddi og Eyrnastór, Heart 2 heart, N1+,…

Afmælisbörn 23. apríl 2022

Í gagnagrunni Glatkistunnar er hvorki fleiri né færri en átta afmælisbörn að finna í dag: Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og tónlistarmaður er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann er fyrst og fremst tónskáld þótt hann leiki á ýmis hljóðfæri, og hefur unnið með hljómsveitum og tónlistarmönnum á borð við Sigur rós, Ornamental, Grindverk,…

Afmælisbörn 22. apríl 2022

Fimm afmælisbörn koma við sögu gagnagrunns Glatkistunnar að þessu sinni: Páll Kristinn Pálsson söngvari hljómsveitarinnar Fjörefnis er sextíu og sex ára gamall á þessum degi, hann er klárlega þekktastur fyrir að syngja lagið Dansað á dekki sem fyrrgreind hljómsveit gaf út 1979. Páll hafði áður verið í hljómsveitinni Dögg en hann átti síðar eftir að…

Afmælisbörn 21. apríl 2022

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Annað þeirra er dans- og raftónlistarmaðurinn Stephan Stephensen, sem einnig gegnir nafninu President Bongo og hefur gefið út plötu undir því nafni, en hann er fimmtíu og eins árs gamall í dag. Stephan er kunnastur fyrir veru sína í Gus Gus en hefur einnig starfað…

Ben Waters í Húsi Máls & menningar

Boogie-Woogie/blús píanósnillingurinn og söngvarinn Ben Waters blæs til tónleika í Húsi Máls og menningar (Laugavegi 18) föstudaginn 22. apríl klukkan 20:00. Ben Waters hefur spilað ötullega síðustu áratugi, um 250 tónleika á ári um allan heim og er um þessar mundir í hljómsveit Ronnie Wood (and his Wild Five). Hann hefur gefið út plötur og…

Soðin fiðla (1996-98)

Soðin fiðla er einna þekktust fyrir að sigra Músíktilraunir Tónabæjar en fylgdi þeim sigri ekki eftir með neinni flugeldasýningu, sveitin sendi þó frá sér eina stuttskífu. Sveitin var stofnuð haustið 1996 í Kópavogi og voru meðlimir hennar Arnar Snær Davíðsson gítarleikari, Egill Tómasson gítarleikari og söngvari, Gunnar Örn Svavarsson bassaleikari og Ari Þorgeir Steinarsson trommuleikari.…

Snörurnar (1996-2007)

Sönghópurinn Snörurnar var áberandi undir lok síðustu aldar og tengdist línudansvakningu sem varð hér á landi um það leyti, þær stöllur gáfu út tvær plötur og meiningin hefur alltaf verið að gefa þá þriðju út. Það voru söngkonurnar Eva Ásrún Albertsdóttir, Erna Þórarinsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir sem hófu samstarf sumarið 1996 undir nafninu Snörurnar en…

Snörurnar – Efni á plötum

Snörurnar – Snörurnar Útgefandi: Snörurnar Útgáfunúmer: MIFA 015 Ár: 1996 1. Óveður 2. Dansinn 3. Skin og skúrir 4. Kveiktu ljós 5. Ég er á lífi 6. Vinur ég er hætt að elska þig 7. Ein að basla í Reykjavík 8. Mig átt þú einn 9. Upp til skýja 10. Lífið er svo stutt Flytjendur:…

Soðin fiðla – Efni á plötum

Soðin fiðla – Ástæðan fundin Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM70CD Ár: 1997 1. Grænn 2. Soðin fiðla 3. Ástæðan fundin 4. Opinn 5. Fyrirmynd 6. Of langt Flytjendur: Arnar Snær Davíðsson – söngur og gítar Egill Tómasson – söngur og gítar Gunnar Örn Svavarsson – bassi Ari Þorgeir Steinarsson – trommur og slagverk Jón Þór Birgisson…

Sony (um 1973)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem gekk undir nafninu Sony, einhvern tímann á bilinu 1972 til 74. Ekkert er vitað um þessa sveit annað en að söngkonan Janis Carol var einn meðlima hennar. Óskað er því eftir upplýsingum um aðra meðlimi þessarar sveitar, hljóðfæraskipan, starfstíma o.fl.

Sonic [3] (1993)

Hljómsveitin Sonic var starfandi árið 1993, hugsanlega á Ísafirði en heimildir um hana eru af afar skornum skammti. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Sonic [2] (1983)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem hét Sonic og starfaði árið 1983, hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem þykir við hæfi í þessari umfjöllun.

Sonic [1] (1976-77)

Hljómsveit sem bar nafnið Sonic var starfrækt í Hafnarfirði um tveggja ára skeið á árunum 1976 og 77, hún lék nokkuð á dansleikjum og var þá á ferð ásamt hljómsveitinni Cobra víða um sunnan- og suðvestanvert landið. Fyrir liggur að Grétar Jóhannesson bassaleikari, Smári Eiríksson trommuleikari og Sveinn Rúnar Ólafsson söngvari voru í Sonic en…

Sonet [1] (1966-68)

Hljómsveitin Sonet var tríó sem starfaði í um eitt og hálft ár á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar en sveitin hafði Who sem fyrirmynd. Sonet var stofnuð haustið 1966 en kom fyrst fram opinberlega í janúar 1967, meðlimir hennar í byrjun voru þeir Óttar Felix Hauksson gítarleikari og söngvari, Jón Ólafsson bassaleikari og aðalsöngvari…

Something weird [útgáfufyrirtæki] (1995-96)

Sigtryggur Berg Sigmarsson, oftast kenndur við Stilluppsteypu rak um skeið (1995-96) lítið útgáfufyrirtæki sem gaf út fáeinar vínylplötur í jaðartónlistargeiranum. Líklega var um að ræða fjóra plötutitla með erlendum sveitum en Stilluppsteypa deildi þar einnig split-plötu með japönsku sveitinni Melt banana.

Sorofrenia (1999)

Pönksveitin Sorofrenia var skammlíf sveit sem kom fram á tónlistarhátíðinni Pönkið ´99 á Grandrokk vorið 1999. Reyndar hét sveitin réttu nafni Kakófónía Súríalía en meðlimur sveitarinnar mundi ekki nafnið í viðtali við blaðamann í tengslum við hátíðina og Sorofrenia varð niðurstaðan. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Bragi Guðlaugsson bassaleikari, Edvin Dunaway trommuleikari og Einar Valur Bjarnason…

Silki (1995)

Litlar upplýsingar liggja fyrir um strengjakvartettinn Silki en hann starfaði haustið 1995 og lék þá á plötu hljómsveitarinnar Sónötu, ekki er víst að hann hafi leikið opinberlega nema hugsanlega á tónleikum með þeirri sveit. Meðlimir Silkikvartettsins voru þær Álfheiður Hrönn Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Ragnheiður Gunnarsdóttir fiðluleikari, Vala Gestsdóttir lágfiðluleikari og Hanna Loftsdóttir sellóleikari.

Afmælisbörn 20. apríl 2022

Eitt afmælisbarn úr íslensku tónlistarlífi er á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Það er Sigrún Jónsdóttir söngkona en hún er níutíu og tveggja ára gömul í dag, Sigrúnu þekkja margir sem eina af fyrstu dægurlagasöngkonum Íslands, hún söng inn á fjölda platna og oft í samstarfi við aðra söngvara eins og Alfreð Clausen og Ragnar…

Afmælisbörn 19. apríl 2022

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari er sextíu og fjögurra ára gömul, hún lauk einleikaraprófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Hún var ráðin tónlistarstjóri Hörpunnar þegar hún opnaði og gegndi því starfi þar til fyrir um ári síðan þegar hún tók við starfi óperustjóra Íslensku óperunnar.…

Afmælisbörn 18. apríl 2022

Í dag eru fimm afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Söngkonan Salka Sól Eyfeld (Hjálmarsdóttir) er þrjátíu og fjögurra ára gömul á þessum ágæta degi. Sölku Sól þekkja flestir en hún er eins og kunnugt er önnur söngkvenna Amabadama og ein Reykjavíkurdætra og Tazmaníu-liða. Salka Sól var einnig í hljómsveitunum Skonsunum og Útidúr og hefur í þeim…

Afmælisbörn 17. apríl 2022

Glatkistan hefur að geyma upplýsingar um eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum á þessum degi: Eyjólfur Kristjánsson söngvari, lagasmiður, gítarleikari og skemmtikraftur er sextíu og eins árs gamall í dag. Eyfi var á tímabili áberandi í jólalaga- og söngvkeppnaflóðunum, söng t.a.m. lög eins eins og Gleðileg jól allir saman, Draum um Nínu og Álfheiði Björk sem allir…

Afmælisbörn 16. apríl 2022

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Hafnfirðingurinn Björgvin (Helgi) Halldórsson söngvari, gítar- og munnhörpuleikari, eða bara Bo Hall er sjötíu og eins árs gamall í dag. Hann hefur eins og allir vita gefið út ógrynni platna (á fjórða tug) og verið áberandi á jólalagatímabilinu en hann hefur aukinheldur sungið með hljómsveitum eins og…

Afmælisbörn 15. apríl 2022

Í dag er einn tónlistarmaður á afmælislista Glatkistunnar: Björgvin Þ. Valdimarsson kórstjóri og tónskáld er sextíu og sex ára gamall í dag. Björgvin var um tvítugt farinn að stjórna kórsöng en hann hefur stjórnað kórum eins og Samkór Selfoss, Karlakór Selfoss, Söngfélaginu Drangey og Skagfirsku söngsveitinni, kórar hans hafa m.a. flutt lög eftir hann og…

Afmælisbörn 14. apríl 2022

Glatkistuafmælisbörnin eru þrjú talsins í dag: Hvergerðingurinn og kennarinn Heimir Eyvindarson lagahöfundur og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Á móti sól er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann hefur lengst af starfað með Á móti sól  sem hefur starfað á þriðja áratug en einnig má nefna sveitir eins og Dansband EB, Jónas, Ljósmund, Pass (frá Mars),…

Skagfirska söngsveitin í Reykjavík (1970-2014)

Skagfirska söngsveitin í Reykjavík var lengi vel stærstur átthagafélagskóra á Íslandi enda hefur sönglíf alltaf verið blómlegt í Skagafirðinum. Kórinn var að lokum lagður niður og var þá Skagfirðingum heldur farið að fækka í honum. Skagfirska söngsveitin, sem var blandaður kór var stofnaður af áhugafólki um söng innan Skagfirðingafélagsins í Reykjavík haustið 1970 en félagið…

Skagfirska söngsveitin í Reykjavík – Efni á plötum

Skagfirzka söngsveitin – Skín við sólu Útgefandi: Skagfirðingafélagið í Reykjavíkur / Fálkinn Útgáfunúmer: KALP 43 Ár: 1973 1. Skagafjörður 2. Lindin 3. Á vegamótum 4. Mamma 5. Ave María 6. Amma mín 7. Serenate 8. Blundaðu ástin mín unga 9. Vor 10. Erla 11. Una 12. Álfadans 13. Vorljóð 14. Hallarfrúin 15. Þráðurinn hvíti Flytjendur:…

Snældurnar (1968-69)

Sönghópurinn Snældurnar var kvartett stúlkna í Kópavogsskóla, undir lok sjöunda áratugarins – líklega veturinn 1968 til 69. Snældurnar skipuðu þær Guðrún Ágústa Þorkelsdóttir, Sólveig Krogh Pétursdóttir, Þórunn Björnsdóttir (síðar stjórnandi Skólakórs Kársness o.fl.) og Guðrún Gunnarsdóttir, hugsanlega komu þær stundum fram þrjár (ef marka má myndina sem hér fylgir). Auk söngs léku þær Sólveig og…

Snarl [2] [safnplöturöð] – Efni á plötum

Snarl – ýmsir [snælda] Útgefandi: Erðanúmúsik Útgáfunúmer: E 09 Ár: 1987 1. Sogblettir – Helvítis djöfull 2. Sogblettir – Morðingjarnir 3. Sogblettir – 5. gír 4. Múzzólíní – Raggí (Bjarna lagið) 5. Múzzólíní – Orgasmuss 6. Múzzólíní – Gróðrastöð ríkisins 7. Gult að innan – Gefðu mér frið 8. Gult að innan – Pólitík og…

Snarl [2] [safnplöturöð] (1987-)

Snarl serían vakti töluverða athygli á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar en þar var um að ræða útgáfu á jaðartónlist á kassettuformi, til að gefa svokölluðum underground tónlistarfólki tækifæri til að komast upp á yfirborðið og jafnframt til höfuðs FM-poppinu svokallaða sem þá var komið til skjalanna. Það var tónlistarmaðurinn Gunnar L. Hjálmarsson, betur…

Snælandskórinn (1989-2005)

Snælandskórinn svokallaði var ekki eiginlegur starfandi kór heldur eins konar úrvalskór söngfólks af Austurlandi sem kom stöku sinnum saman og söng mestmegnis í kringum utanlandsferðir sem hann fór í. Snælandskórinn var settur á stofn snemma árs 1989 þegar Kirkjukórasambandi Austurlands barst boð um að senda blandaðan kór til Ísraels um jólin en sá kór yrði…

Snæfríður og stubbarnir (1988-98 / 2004)

Snæfríður og stubbarnir var hljómsveit úr Þorlákshöfn sem sérhæfði sig í írsk-ættaðri þjóðlagatónlist og annars konar þjóðlögum einnig en laumaði inn á milli stöku frumsömdu lagi (og textum) sem svo má heyra á tveimur safnplötum þar sem sveitin kom við sögu. Hljómsveitin mun hafa átt rætur sínar að rekja til Lúðrasveitar Þorlákshafnar en innan hennar…

Snæfellingakórinn í Reykjavík (1978-2004)

Snæfellingakórinn í Reykjavík starfaði í liðlega aldarfjórðung en kórinn var að mestu skipaður brottfluttum Snæfellingum og fólki sem átti þangað ættir að rekja. Hugmynd kom upp snemma árs 1978 um að stofna blandaðan söngkór innan Félags Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík, en það var átthagafélag brottfluttra Snæfellinga á höfuðborgarsvæðinu og hafði verið starfrækt síðan fyrir…