Afmælisbörn 23. apríl 2022

Hilmar Örn Hilmarsson

Í gagnagrunni Glatkistunnar er hvorki fleiri né færri en átta afmælisbörn að finna í dag:

Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og tónlistarmaður er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Hann er fyrst og fremst tónskáld þótt hann leiki á ýmis hljóðfæri, og hefur unnið með hljómsveitum og tónlistarmönnum á borð við Sigur rós, Ornamental, Grindverk, Frostbite, Steindór Andersen, Fan Houtens kókó, Current 93, Þey, Fellibylnum Þórarni og Megasi. Hilmar Örn starfar mikið við kvikmyndatónlist.

Halla Margrét Árnadóttir sópran söngkona og fyrrum Eurovision-fari er fimmtíu og átta ára. Hún nam söng hér heima og á Ítalíu þar sem hún hefur alið manninn síðan. Hún hefur gefið út sólóplötu en er kunnust fyrir að syngja lag Valgeirs Guðjónssonar, Hægt og hljótt, sem sent var sem framlag Íslendinga í Eurovision 1987.

Borgar Þórarinsson gítarleikari og upptökumaður er fjörutíu og níu ára gamall. Hann hefur rekið eigin hljóðver á Raufarhöfn, Akureyri og Hólmavík, leikið inn á fjölda hljómplatna og starfað með mörgum hljómsveitum í gegnum tíðina, þar má nefna Kokteil, The Hefners og Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar, en hefur einnig samið tónlist fyrir kvikmyndir, undankeppni Eurovision og fleiri tækifæri.

Mosfellingurinn Jón Þór Birgisson (Jónsi í Sigur rós) er fjörutíu og sjö ára. Hann er auðvitað þekkastur fyrir að vera söngvari hljómsveitarinnar Sigur rósar en hann hefur einnig gefið út sólóplötur og í samstarfi við aðra. Fyrrum var hann hljómsveitum eins og Bee spiders og Stoned en einnig kom hann stundum fram áður undir nafninu Frakkur. Jónsi hefur unnið við upptökur og hljóðvinnslu, og rak um tíma eigið hljóðver.

Halla Margrét Árnadóttir

Selfyssingurinn Arngrímur Fannar Haraldsson (Addi Fannar) gítarleikari úr Skítamóral er fjörutíu og sex ára á þessum degi. Hann hefur lengst af leikið með Skítamóral, sem hann stofnaði ásamt fleirum, en einnig hefur hann leikið með hljómsveitinni Boogie knights. Addi Fannar starfar í dag sem verkefnastjóri tónlistarsviðs í tónlistarhúsinu Hörpu.

Grímur Helgason klarinettuleikari er þrjátíu og átta ára gamall, hann hefur spilað í ýmsum hljómsveitum en þekktust þeirra er Hjaltalín. Aðrar sveitir sem hann hefur starfað með eru kammersveitin Ísafold, Aton, Hrafnaspark, Kúbus, Njúton og Stórsveit Nix Noltes.

Næstur í þessari upptalningu er Benedikt Ernir Stefánsson gítarleikari hljómsveitarinnar Out loud frá Neskaupstað en hann er þrjátíu og fimm ára gamall í dag.

Og síðastur afmælisbarna dagsins er enginn annar en Nóbelsverðlaunahafinn Halldór Laxness (1902-98) rithöfundur og ljóðskáld, sem átti afmæli á þessum degi. Hann samdi fjöldann allan af þekktum ljóðum sem ýmsir tónlistarmenn fyrr og síðar hafa samið lög við. Í þessu samhengi má nefna lög við ljóð eins og Maístjörnuna, Veglig vefjan, Hvert örstutt spor og Hjá lygnri móður.

Vissir þú að Stuðmenn voru í fyrstu leynihljómsveit sem spilaði með grímur?