Skagfirska söngsveitin í Reykjavík (1970-2014)

Skagfirska söngsveitin í Reykjavík var lengi vel stærstur átthagafélagskóra á Íslandi enda hefur sönglíf alltaf verið blómlegt í Skagafirðinum. Kórinn var að lokum lagður niður og var þá Skagfirðingum heldur farið að fækka í honum. Skagfirska söngsveitin, sem var blandaður kór var stofnaður af áhugafólki um söng innan Skagfirðingafélagsins í Reykjavík haustið 1970 en félagið…

Skagfirska söngsveitin í Reykjavík – Efni á plötum

Skagfirzka söngsveitin – Skín við sólu Útgefandi: Skagfirðingafélagið í Reykjavíkur / Fálkinn Útgáfunúmer: KALP 43 Ár: 1973 1. Skagafjörður 2. Lindin 3. Á vegamótum 4. Mamma 5. Ave María 6. Amma mín 7. Serenate 8. Blundaðu ástin mín unga 9. Vor 10. Erla 11. Una 12. Álfadans 13. Vorljóð 14. Hallarfrúin 15. Þráðurinn hvíti Flytjendur:…

Snældurnar (1968-69)

Sönghópurinn Snældurnar var kvartett stúlkna í Kópavogsskóla, undir lok sjöunda áratugarins – líklega veturinn 1968 til 69. Snældurnar skipuðu þær Guðrún Ágústa Þorkelsdóttir, Sólveig Krogh Pétursdóttir, Þórunn Björnsdóttir (síðar stjórnandi Skólakórs Kársness o.fl.) og Guðrún Gunnarsdóttir, hugsanlega komu þær stundum fram þrjár (ef marka má myndina sem hér fylgir). Auk söngs léku þær Sólveig og…

Snarl [2] [safnplöturöð] – Efni á plötum

Snarl – ýmsir [snælda] Útgefandi: Erðanúmúsik Útgáfunúmer: E 09 Ár: 1987 1. Sogblettir – Helvítis djöfull 2. Sogblettir – Morðingjarnir 3. Sogblettir – 5. gír 4. Múzzólíní – Raggí (Bjarna lagið) 5. Múzzólíní – Orgasmuss 6. Múzzólíní – Gróðrastöð ríkisins 7. Gult að innan – Gefðu mér frið 8. Gult að innan – Pólitík og…

Snarl [2] [safnplöturöð] (1987-)

Snarl serían vakti töluverða athygli á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar en þar var um að ræða útgáfu á jaðartónlist á kassettuformi, til að gefa svokölluðum underground tónlistarfólki tækifæri til að komast upp á yfirborðið og jafnframt til höfuðs FM-poppinu svokallaða sem þá var komið til skjalanna. Það var tónlistarmaðurinn Gunnar L. Hjálmarsson, betur…

Snælandskórinn (1989-2005)

Snælandskórinn svokallaði var ekki eiginlegur starfandi kór heldur eins konar úrvalskór söngfólks af Austurlandi sem kom stöku sinnum saman og söng mestmegnis í kringum utanlandsferðir sem hann fór í. Snælandskórinn var settur á stofn snemma árs 1989 þegar Kirkjukórasambandi Austurlands barst boð um að senda blandaðan kór til Ísraels um jólin en sá kór yrði…

Snæfríður og stubbarnir (1988-98 / 2004)

Snæfríður og stubbarnir var hljómsveit úr Þorlákshöfn sem sérhæfði sig í írsk-ættaðri þjóðlagatónlist og annars konar þjóðlögum einnig en laumaði inn á milli stöku frumsömdu lagi (og textum) sem svo má heyra á tveimur safnplötum þar sem sveitin kom við sögu. Hljómsveitin mun hafa átt rætur sínar að rekja til Lúðrasveitar Þorlákshafnar en innan hennar…

Snæfellingakórinn í Reykjavík (1978-2004)

Snæfellingakórinn í Reykjavík starfaði í liðlega aldarfjórðung en kórinn var að mestu skipaður brottfluttum Snæfellingum og fólki sem átti þangað ættir að rekja. Hugmynd kom upp snemma árs 1978 um að stofna blandaðan söngkór innan Félags Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík, en það var átthagafélag brottfluttra Snæfellinga á höfuðborgarsvæðinu og hafði verið starfrækt síðan fyrir…

So what (1995-97)

So what var djassband sem starfaði undir lok síðustu aldar, sveitin var að öllum líkindum FÍH-band en hún sérhæfði sig í tónlist frá árunum 1930-60. So what var stofnuð árið 1995, líklega um haustið og fljótlega hóf hún að leika fyrir matargesti og fyrir dansi á Hótel Borg þar sem hún kom oftast fram, en…

Soap factory (2000-02)

Pönksveit úr Kópavogi sem bar nafnið Soap factory starfaði um síðustu aldamót, líklega um þriggja ára skeið. Vorið 2002 keppti sveitin í Músíktilraunum og voru meðlimir hennar þá Helgi Rafn Ingvarsson söngvari, Haraldur Ágústsson gítarleikari, Pálmi Hjaltason bassaleikari, Ellert Sigurðarson gítarleikari og söngvari og Sigurður J. Sigurðsson trommuleikari. Sveitin komst ekki áfram. Soap factory starfaði…

Sokkabandið [2] (1992)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði á Akureyri árið 1992, og gekk undir nafninu Sokkabandið. Líkast til var um einhvers konar rokksveit að ræða en hún lék á tónleikum það haust.

Sokkabandið [3] (2001)

Hljómsveit var starfandi árið 2001 undir nafninu Sokkabandið, hugsanlega einhvers staðar á Suðurnesjunum. Þeir sem hefðu einhverjar upplýsingar um þessa sveit mættu senda Glatkistunni línu þess efnis.

Afmælisbörn 13. apríl 2022

Afmælisbörn í tónlistargeiranum eru sex í dag á skrá Glatkistunnar: Skagfirðingurinn Geirmundur Valtýsson er sjötíu og átta ára en hann þarf varla að kynna neitt sérstaklega. Hann hefur til þessa dags starfrækt eigin sveitir frá 1971 en hafði áður leikið með Rómó og Geira, Hljómsveit Hauks Þorsteinssonar og Flamengo. Hann hefur gefið út á annan…