Soap factory (2000-02)

Soap factory

Pönksveit úr Kópavogi sem bar nafnið Soap factory starfaði um síðustu aldamót, líklega um þriggja ára skeið.

Vorið 2002 keppti sveitin í Músíktilraunum og voru meðlimir hennar þá Helgi Rafn Ingvarsson söngvari, Haraldur Ágústsson gítarleikari, Pálmi Hjaltason bassaleikari, Ellert Sigurðarson gítarleikari og söngvari og Sigurður J. Sigurðsson trommuleikari. Sveitin komst ekki áfram.

Soap factory starfaði eitthvað áfram, að minnsta kosti fram eftir hausti 2002 en frekari upplýsingar vantar um starfstíma hennar. Þess má geta að Helgi Rafn söngvari vakti mikla athygli í Idol keppninni 2003 og helgaði sig eftir það tónlist.