Soffía Karlsdóttir [1] (1928-2020)

Nafn leik- og söngkonunnar Soffíu Karlsdóttur varð þekkt í tengslum við revíu- og kabarettsýningar, svo ekki sé minnst á nokkur lög sem hún gerði ódauðleg um miðja síðustu öld, sjálf leit hún aldrei á sig sem söngkonu en hún telst samt sem áður meðal allra fyrstu dægurlagasöngkvenna okkar Íslendinga. Soffía Kristín Karlsdóttir fæddist í Reykjavík…

Soffía Karlsdóttir [1] – Efni á plötum

Soffía Karlsdóttir og Tígulkvartettinn [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 10 Ár: 1952 1. Bílavísur 2. Réttarsamba Flytjendur: Soffía Karlsdóttir – söngur Tígulkvartettinn: – Gísli Símonarson – söngur – Guðmundur H. Jónsson – söngur – Hákon Oddgeirsson – söngur  – Brynjólfur Ingólfsson – söngur Kvintett Jan Morávek: – Eyþór Þorláksson – gítar – Árni Ísleifs – píanó – Þorsteinn Eiríksson – trommur  – Jan Morávek…

Sofandi – Efni á plötum

Sofandi – Anguma Útgefandi: Grandmother’s records Útgáfunúmer: Grandmother’s records 001 Ár: 2000 1. The ground talks in a sound voice 2. Fiction 3. Two fishes 4. Waltz no. 4 („not as one“) 5. Big city good day 6. Waltz no. 3 („Strings of life“) 7. The pink song 8. Tiltekt 9. I‘m sorry 10. Anguma…

Sofandi (1997-2005)

Síðrokksveitin Sofandi vakti töluverða athygli í upphafi nýrrar aldar en hún sendi þá frá sér tvær plötur. Sofandi var stofnuð sumarið 1997 en kom fyrst fram á sjónarsviðið þegar hún var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1998, þá voru meðlimir hennar þeir Markús Bjarnason söngvari og bassaleikari, Kristján Freyr Einarsson trommuleikari og Bjarni Þórisson…

Sounds (um 1965)

Um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar starfaði hljómsveit nokkurra unglinga á Siglufirði undir nafninu Sounds. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristján Elíasson trommuleikari, Guðmundur Víðir Vilhjálmsson gítarleikari, Sverrir Elefsen bassaleikari, Hjálmar Jónsson harmonikkuleikari og Jónas Halldórsson söngvari. Sveitin gæti að einhverju leyti hafa haft The Shadows að fyrirmynd þar eð flest laganna sem hún lék munu…

Soul deluxe (1993-95)

Soul deluxe var tíu manna hljómsveit frá Akranesi sem sérhæfði sig í soul- og fönktónlist en sveitin hafði auk hefðbundinna hljóðfæraleikara á að skipa blásurum. Sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 1993 til 95 og hugsanlega lengur, hún gæti hafa verið stofnuð við Fjölbrautaskóla Vesturlands – að minnsta kosti voru flestir meðlima hennar á…

Soul control (1992)

Fáar heimildir er að finna um flytjandann Soul control sem átti tvö lög á safnplötunni Icerave vorið 1992 en sú plata hafði að geyma danstónlist með ungum og upprennandi tónlistarmönnum. Hér var líklega um að ræða eins manns verkefni Péturs Árnasonar, sem virðist ekki hafa haldið áfram að vinna með tónlist sína, hann kom fram…

Soulblómi (1991-92)

Veturinn 1991 til 92 var starfrækt hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu sem bar nafnið Soulblómi en hún mun eins og nafnið reyndar gefur til kynna, hafa leikið soultónlist. Lítið er vitað um þessa sveit annað en að Guðjón Bergmann [söngvari?] og Bergur Bernburg [hljómborðsleikari?] voru í henni, upplýsingar óskast um aðra meðlimi sveitarinnar.

Sófarnir (2000)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði síðsumars árið 2000 að öllum líkindum á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Sófarnir. Fyrir liggur að trommuleikari Sófanna hét Gunnar en ekki liggja fyrir aðrar upplýsingar um þessa sveit og er óskað hér með eftir þeim, um liðsmenn hennar, hljóðfæraskipan og annað.

Sódó ódó (um 1980)

Upplýsingar óskast um pönksveit starfandi í Kaupmannahöfn í kringum 1980 undir nafninu Sódó ódó. Sveitin skipuðu Íslendingar sem voru við nám og aðra iðju í Kaupmannahöfn og var hún að einhverju leyti að minnsta kosti angi af þeim félagsskap sem skipuðu hljómsveitina Kamarorghesta, þannig mun t.d. Benóný Ægisson líklega hafa verið í þessari sveit. Líklega…

Sódavatn (1995)

Dúettinn Sódavatn var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1995. Meðlimir Sódavatns, sem flutti eins konar ambient tónlist, voru þau Aðalsteinn Guðmundsson hljómborðsleikari og Þóranna Dögg Björnsdóttir söngkona. Þau komust ekki áfram í úrslitin og virðast ekki hafa haldið samstarfinu áfram eftir Músíktilraunirnar.

Sókrates [2] (1978)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Sókrates en hún mun hafa verið starfrækt á Skagaströnd árið 1978, óskað er eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem þurfa þykir í umfjöllun um hana.

Afmælisbörn 27. apríl 2022

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar á þessum degi: Það er hljómborðsleikarinn Stefán Helgi Henrýsson en hann er fimmtíu og tveggja ára gamall í dag. Stefán hefur leikið með fjölda hljómsveita í gegnum tíðina, Sóldögg er þeirra þekktust enda hefur sú sveit sent frá sér fjölda laga og platna en einnig má nefna hljómsveitir…