Afmælisbörn 27. apríl 2022

Stefán H. Henrýsson

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar á þessum degi:

Það er hljómborðsleikarinn Stefán Helgi Henrýsson en hann er fimmtíu og tveggja ára gamall í dag. Stefán hefur leikið með fjölda hljómsveita í gegnum tíðina, Sóldögg er þeirra þekktust enda hefur sú sveit sent frá sér fjölda laga og platna en einnig má nefna hljómsveitir eins og Testimony soul band co., Neyðina, Greip, Sval & Val, Blauta dropa og Kandís.

Vissir þú að Helgi Björns var fluttur með sjúkrabíl af Gauki á Stöng með blæðandi magasár sumarið 1994?