Ben Waters í Húsi Máls & menningar

Boogie-Woogie/blús píanósnillingurinn og söngvarinn Ben Waters blæs til tónleika í Húsi Máls og menningar (Laugavegi 18) föstudaginn 22. apríl klukkan 20:00. Ben Waters hefur spilað ötullega síðustu áratugi, um 250 tónleika á ári um allan heim og er um þessar mundir í hljómsveit Ronnie Wood (and his Wild Five). Hann hefur gefið út plötur og…

Soðin fiðla (1996-98)

Soðin fiðla er einna þekktust fyrir að sigra Músíktilraunir Tónabæjar en fylgdi þeim sigri ekki eftir með neinni flugeldasýningu, sveitin sendi þó frá sér eina stuttskífu. Sveitin var stofnuð haustið 1996 í Kópavogi og voru meðlimir hennar Arnar Snær Davíðsson gítarleikari, Egill Tómasson gítarleikari og söngvari, Gunnar Örn Svavarsson bassaleikari og Ari Þorgeir Steinarsson trommuleikari.…

Snörurnar (1996-2007)

Sönghópurinn Snörurnar var áberandi undir lok síðustu aldar og tengdist línudansvakningu sem varð hér á landi um það leyti, þær stöllur gáfu út tvær plötur og meiningin hefur alltaf verið að gefa þá þriðju út. Það voru söngkonurnar Eva Ásrún Albertsdóttir, Erna Þórarinsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir sem hófu samstarf sumarið 1996 undir nafninu Snörurnar en…

Snörurnar – Efni á plötum

Snörurnar – Snörurnar Útgefandi: Snörurnar Útgáfunúmer: MIFA 015 Ár: 1996 1. Óveður 2. Dansinn 3. Skin og skúrir 4. Kveiktu ljós 5. Ég er á lífi 6. Vinur ég er hætt að elska þig 7. Ein að basla í Reykjavík 8. Mig átt þú einn 9. Upp til skýja 10. Lífið er svo stutt Flytjendur:…

Soðin fiðla – Efni á plötum

Soðin fiðla – Ástæðan fundin Útgefandi: Smekkleysa Útgáfunúmer: SM70CD Ár: 1997 1. Grænn 2. Soðin fiðla 3. Ástæðan fundin 4. Opinn 5. Fyrirmynd 6. Of langt Flytjendur: Arnar Snær Davíðsson – söngur og gítar Egill Tómasson – söngur og gítar Gunnar Örn Svavarsson – bassi Ari Þorgeir Steinarsson – trommur og slagverk Jón Þór Birgisson…

Sony (um 1973)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem gekk undir nafninu Sony, einhvern tímann á bilinu 1972 til 74. Ekkert er vitað um þessa sveit annað en að söngkonan Janis Carol var einn meðlima hennar. Óskað er því eftir upplýsingum um aðra meðlimi þessarar sveitar, hljóðfæraskipan, starfstíma o.fl.

Sonic [3] (1993)

Hljómsveitin Sonic var starfandi árið 1993, hugsanlega á Ísafirði en heimildir um hana eru af afar skornum skammti. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.

Sonic [2] (1983)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem hét Sonic og starfaði árið 1983, hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem þykir við hæfi í þessari umfjöllun.

Sonic [1] (1976-77)

Hljómsveit sem bar nafnið Sonic var starfrækt í Hafnarfirði um tveggja ára skeið á árunum 1976 og 77, hún lék nokkuð á dansleikjum og var þá á ferð ásamt hljómsveitinni Cobra víða um sunnan- og suðvestanvert landið. Fyrir liggur að Grétar Jóhannesson bassaleikari, Smári Eiríksson trommuleikari og Sveinn Rúnar Ólafsson söngvari voru í Sonic en…

Sonet [1] (1966-68)

Hljómsveitin Sonet var tríó sem starfaði í um eitt og hálft ár á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar en sveitin hafði Who sem fyrirmynd. Sonet var stofnuð haustið 1966 en kom fyrst fram opinberlega í janúar 1967, meðlimir hennar í byrjun voru þeir Óttar Felix Hauksson gítarleikari og söngvari, Jón Ólafsson bassaleikari og aðalsöngvari…

Something weird [útgáfufyrirtæki] (1995-96)

Sigtryggur Berg Sigmarsson, oftast kenndur við Stilluppsteypu rak um skeið (1995-96) lítið útgáfufyrirtæki sem gaf út fáeinar vínylplötur í jaðartónlistargeiranum. Líklega var um að ræða fjóra plötutitla með erlendum sveitum en Stilluppsteypa deildi þar einnig split-plötu með japönsku sveitinni Melt banana.

Sorofrenia (1999)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um pönksveit sem bar nafnið Sorofrenia og starfaði vorið 1999. Fyrir liggur að þessi sveit var nátengd hljómsveitunum Mut og Dauðum þörmum, og að einn meðlimur hennar var kallaður Eddi, en meira er ekki að finna um þessa sveit.

Silki (1995)

Litlar upplýsingar liggja fyrir um strengjakvartettinn Silki en hann starfaði haustið 1995 og lék þá á plötu hljómsveitarinnar Sónötu, ekki er víst að hann hafi leikið opinberlega nema hugsanlega á tónleikum með þeirri sveit. Meðlimir Silkikvartettsins voru þær Álfheiður Hrönn Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Ragnheiður Gunnarsdóttir fiðluleikari, Vala Gestsdóttir lágfiðluleikari og Hanna Loftsdóttir sellóleikari.

Afmælisbörn 20. apríl 2022

Eitt afmælisbarn úr íslensku tónlistarlífi er á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Það er Sigrún Jónsdóttir söngkona en hún er níutíu og tveggja ára gömul í dag, Sigrúnu þekkja margir sem eina af fyrstu dægurlagasöngkonum Íslands, hún söng inn á fjölda platna og oft í samstarfi við aðra söngvara eins og Alfreð Clausen og Ragnar…