Silki (1995)

Litlar upplýsingar liggja fyrir um strengjakvartettinn Silki en hann starfaði haustið 1995 og lék þá á plötu hljómsveitarinnar Sónötu, ekki er víst að hann hafi leikið opinberlega nema hugsanlega á tónleikum með þeirri sveit.

Meðlimir Silkikvartettsins voru þær Álfheiður Hrönn Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Ragnheiður Gunnarsdóttir fiðluleikari, Vala Gestsdóttir lágfiðluleikari og Hanna Loftsdóttir sellóleikari.