Sorofrenia (1999)

Nokkrir aðstandendur Pönksins ´99 sem Sorofrenia lék á

Pönksveitin Sorofrenia var skammlíf sveit sem kom fram á tónlistarhátíðinni Pönkið ´99 á Grandrokk vorið 1999. Reyndar hét sveitin réttu nafni Kakófónía Súríalía en meðlimur sveitarinnar mundi ekki nafnið í viðtali við blaðamann í tengslum við hátíðina og Sorofrenia varð niðurstaðan.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Bragi Guðlaugsson bassaleikari, Edvin Dunaway trommuleikari og Einar Valur Bjarnason Maack söngvari og gítarleikari sem allir komu úr hljómsveitunum Mute (Mutiny) og Þrreyttum þörrmum, og svo Guðrún Mobus Bernharðs og Gunnar Svan Björgvinsson sem léku á gítara.

Sveitin kom fram aðeins í þetta eina skipti undir þessu nafni.