Sálin hans Jóns míns (1988-2018)

Sálin hans Jóns míns er eitt stærsta nafn íslenskrar tónlistar, og líklega það allra stærsta þegar talað er um hljómsveitir. Sveitin afrekaði á sínum 30 ára ferli ótrúlega hluti, hún var upphaflega stofnuð upp úr soultónlistar-verkefni og var aldrei ætlaður lengri líftími en eitt sumar á sveitaböllum en næstu árin varð hún hins vegar ein…

Sálin hans Jóns míns – Efni á plötum

Sálin hans Jóns míns – Syngjandi sveittir Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: 13102881 Ár: 1988 1. Á tjá og tundri 2. Kanínan 3. Syngjandi sveittir 4. Alveg hamstola 5. Louie Louie 6. When a man loves a woman 7. Mercy mercy 8. Show me Flytjendur: Stefán Hilmarsson – söngur og raddir Guðmundur Jónsson – gítar og raddir…

Snurk (1999)

Haustið 1999 kom tvíeykið Snurk fram á Stefnumótakvöldi Undirtóna á Gauki á Stöng. Snurk, sem sagt var skipað tveimur meðlimum Funkmaster 2000, lék eins konar funky free jazz og lék líklega aðeins í þessa eina skipti opinberlega. Óskað er eftir upplýsingum um hverjir tveir meðlima Funkmaster 2000 skipuðu Snurk

Snótarkórinn [2] (1979)

Kór kvenna var starfræktur innan verkalýðsfélagsins Snótar í Vestmannaeyjum undir lok áttunda áratugar síðustu aldar en ekki finnast upplýsingar um hversu lengi hann starfaði. Snótarkórinn, eins og hann mun hafa verið nefndur, söng á 1. maí samkomu vorið 1979 og kom aftur fram á afmælishátíð verkalýðsfélaganna í Eyjum síðar sama ár en aðrar heimildir um…

Snótarkórinn [1] (1939-42)

Kvennakór var starfandi í Vestmannaeyjum innan verkalýðsfélagsins Snótar á árum heimsstyrjaldarinnar síðari en hann var lengi vel eini kvennakórinn sem hafði varið starfandi í Eyjum. Snótarkórinn mun hafa verið stofnaður árið 1939 og starfaði hann til 1942 undir stjórn Sigríðar Árnadóttur en ekki liggur fyrir hvort og við hvaða tækifæri hann kom opinberlega fram.

Snorri og Ómar (1972)

Þjóðlagadúettinn Snorri og Ómar (Ómar og Snorri) var meðal flytjenda á þjóðlagakvöldi á vegum Vikivaka í Tónabæ í febrúar 1972. Líklega léku þeir báðir á gítara og sungu en Snorri lék jafnframt á einhvers konar flautu. Óskað er eftir upplýsingum um full nöfn þeirra félaga en fyrir liggur að þeir voru frá Eskifirði.

SNO-tríóið (1949)

Hljómsveit sem bar heitið SNO-tríóið lék á dansleik í tengslum við héraðsmót sjálfstæðismanna á Flateyri síðsumars 1949, hér er reiknað með að um heimamenn hafi verið að ræða. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um þetta tríó og er því hér með óskað eftir upplýsingum um það.

Snillingarnir [2] (2001-06)

Danshljómsveit sem bar nafnið Snillingarnir starfaði laust eftir síðustu aldamót og lék framan af mestmegnis á Kaffi Reykjavík. Snillingarnir komu fyrst fram í upphafi árs 2001 og í einhverjum fjölmiðlum var hún kölluð Sniglabandið en þrír meðlima sveitarinnar komu úr þeirri sveit, þeir Pálmi J. Sigurhjartarson hljómborðsleikari, Björgvin Ploder trommuleikari og Einar Rúnarsson hljómborðsleikari, aðrir…

Snekkjubandið (1987-89)

Fáar og litlar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem starfrækt var á Fáskrúðsfirði á árunum 1987 til 89 undir nafninu Snekkjubandið en nafn sveitarinnar má rekja til þess að það var eins konar húsband á gisti- og veitingahúsinu Snekkjunni í bænum. Hugsanlega lék sveitin þó víðar en á Snekkjunni. Árni Ísleifsson gæti hafa verið…

Snæbjörg Snæbjarnardóttir (1932-2017)

Sópransöngkonan og söngkennarinn Snæbjörg Snæbjarnardóttir kom víða við á ferli sínum, hún hafnaði freistandi tækifærum erlendis sem hefðu getað gert hana að töluvert stærra nafni í íslenskri tónlistarsögu en telst þess í stað meðal virtustu söngkennara sem hérlendis hafa starfað og fjöldi þekktra söngvara nutu leiðsagnar hennar og kennslu. Þá var hún jafnframt öflugur kórstjórnandi…

Snúran snúran (1984-85)

Hljómsveitin Snúran Snúran varð nokkuð þekkt á sínum tíma en mest þó fyrir nafnið sem var afbökun á bresku sveitinni Duran Duran sem þá var á hátindi frægðar sinnar, um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Snúran Snúran hin íslenska fékk sínar fimmtán mínútna frægð þegar sveitin var meðal þátttökusveita í því sem kallað var hljómsveitakeppni…

Afmælisbörn 6. apríl 2022

Sex tónlistartengd afmælisbörn koma í dag við sögu Glatkistunnar: Ásgeir Tómasson tónlistarspekúlant, blaðamaður, dagskrárgerðarmaður og margt annað, er sextíu og átta ára gamall í dag. Hann hefur mest alla tíð starfað við tónlist og fréttaflutning, hann hefur skrifað um tónlist á flestum dagblöðum landsins auk þess að hafa annast þáttagerð í útvarpi. Georg Hólm bassaleikari…