
Snúran snúran í Stundinni okkar
Hljómsveitin Snúran Snúran varð nokkuð þekkt á sínum tíma en mest þó fyrir nafnið sem var afbökun á bresku sveitinni Duran Duran sem þá var á hátindi frægðar sinnar, um miðjan áttunda áratug síðustu aldar.
Snúran Snúran hin íslenska fékk sínar fimmtán mínútna frægð þegar sveitin var meðal þátttökusveita í því sem kallað var hljómsveitakeppni í Stundinni okkar í febrúar 1985. Sveitin var skipuð þremur þrettán og fjórtán ára Garðbæingum, þeim Sigurði Bjarna Sigurðssyni, Jóhanni Georg Pálssyni og Kristni Þór Hermannssyni, og vakti hún athygli og kátínu fyrir nafn eitt og sér. Í kjölfarið komu þeir félagar aftur fram í Stundinni okkar og varð síðar sama ár svo fræg að spila á Kleinudegi Langholtskirkju, og sjálfsagt við fleiri tækifæri.
Þótt sveitin yrði ekki langlíf má öðru hverju sjá vísað í nafn hennar og t.a.m. hefur plötusnúður verið starfandi undir nafninu Dj. Snúran Snúran.