Snekkjubandið (1987-89)

Hljómsveit var starfrækt á Austfjörðum á árunum 1987 til 89 undir nafninu Snekkjubandið en nafn sveitarinnar má rekja til þess að hún var eins konar húshljómsveit á gisti- og veitingahúsinu Snekkjunni á Fáskrúðsfirði. Hugsanlega lék sveitin þó víðar en á Snekkjunni.

Árni Ísleifsson, Garðar Harðarson og Sigurður Á. Pétursson voru upphaflega í Snekkjubandinu en síðar tóku þeir Jóhann Midjord Jóhannsson, Friðmar Pétursson og Pétur Einar Pétursson við sem húshljómsveit Snekkjunnar og kölluðu sig þá líka Snekkjubandið, Árni og félagar breyttu hins vegar um nafn og kölluðu sig eftir það Hljómsveit Árna Ísleifs.