Góbí (um 1965-70)

Á Fáskrúðsfirði starfaði um nokkurra ára skeið á sjöunda áratug síðustu aldar, ballsveit sem gekk undir nafninu Góbí en nafn sveitarinnar mun hafa verið skammstöfun mynduð úr nöfnum stofnmeðlima hennar. Guðmundur Ágústsson trommuleikari, Óðinn G. Þórarinsson harmonikkuleikari, Bjarni Kjartansson gítarleikari og Ingólfur Arnarson gítarleikari gætu verið þeir fjórir sem mynduðu skammstöfunina í Góbí en einnig…

GIM tríóið (1967-68)

Óskað er eftir upplýsingum um GIM tríóið svokallaða en það var starfrækt á Fáskrúðsfirði 1967 og 68 að minnsta kosti og kom þá m.a. fram á héraðsmótum eystra. Líklega var um að ræða þjóðlagatríó.

Mánar [1] (um 1960)

Hér er óskað eftir upplýsingum um hljómsveitina Mána sem starfaði á Fáskrúðsfirði, að öllum líkindum um 1960. Óðinn G. Þórarinsson harmonikkuleikari og lagasmiður var einn meðlima þessarar sveitar en engar heimildir finnast um aðra Mánaliða eða starfstíma hennar.

Óðinn G. Þórarinsson (1932-)

Nafn Óðins G. Þórarssonar tónskálds og harmonikkuleikara er ekki það þekktasta í íslenskri tónlist en hann hefur samið fjöldann allan af lögum sem eru þekkt, þekktast þeirra allra er þó vafalaust lagið Nú liggur vel á mér. Óðinn Gunnar Þórarinsson fæddist 1932 austur á Fáskrúðsfirði en flutti þrettán ára gamall með fjölskyldu sinni til Akraness…

Samúel [2] (1974-75)

Hljómsveitin Samúel mun hafa verið starfandi á Fáskrúðsfirði a.m.k. árin 1974 og 75. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en meðal meðlima hennar voru Ólafur Ólafsson bassaleikari, Björn Jóhannsson gítarleikari, Helgi Ingason [?] og Agnar Sveinsson trymbill. Ekki liggur fyrir hvort fleiri skipuðu Samúel eða hversu langur líftími sveitarinnar var.

Kaskó [1] (1965-67)

Hljómsveitin Kaskó frá Fáskrúðsfirði var skipuð fremur ungum meðlimum en sveitin var starfrækt á árunum 1965-67, og hugsanlega lengur. Meðlimir sveitarinnar voru Hafþór Eide söngvari, Ómar Bjartþórsson gítarleikari, Stefán Garðarsson bassaleikari, Agnar Eide gítarleikari [?] og Þórarinn Óðinsson trymbill. 1967 höfðu orðið einhverjar mannabreytingar í Kaskó, Hafþór hafði þá tekið við bassanum auk þess að…

Ríkarður Jónsson (1888-1977)

Listamaðurinn Ríkarður Jónsson var fyrst og fremst þekktur sem myndhöggvari og tréskurðarmaður en kom árið 1928 lítillega við sögu íslenskrar tónlistarsögu. Ríkarður fæddist í Fáskrúðsfirði 1988 og ólst upp austanlands, hann nam tréskurðar- og myndhöggvaralist í Reykjavík en nam einnig í Danmörku og síðar í Ítalíu. Hann bjó lengst af í Reykjavík. Ríkarður þótti sérlega…

Orfeus [2] (um 1980)

Hljómsveitin Orfeus starfaði á Fáskrúðsfirði um eða fyrir 1980. Hljómsveitin Standard var stofnuð upp úr Orfeus 1980 en hún varð síðar að Eglu. Hallgrímur Bergsson var í þessari sveit en ekki liggur fyrir hverjir aðrir skipuðu hana, allar upplýsingar þ.a.l. eru vel þegnar.

Samkór Suðurfjarða (1995 -)

Samkór Suðurfjarða er blandaður kór fólks frá Austurlandi og var hann stofnaður 1995, upphaflega samanstóð hópurinn af fólki frá Breiðdalsvík, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði sem hafði sungið saman undir stjórn Ferenc Utassy en síðar bættist við söngfólk frá Djúpavogi. Peter Maté tók síðan við stjórn hópsins um tíma en Norðmaðurinn Torvald Gjerde varð síðan næsti stjórnandi…