Samkór Suðurfjarða (1995 -)

engin mynd tiltækSamkór Suðurfjarða er blandaður kór fólks frá Austurlandi og var hann stofnaður 1995, upphaflega samanstóð hópurinn af fólki frá Breiðdalsvík, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði sem hafði sungið saman undir stjórn Ferenc Utassy en síðar bættist við söngfólk frá Djúpavogi.

Peter Maté tók síðan við stjórn hópsins um tíma en Norðmaðurinn Torvald Gjerde varð síðan næsti stjórnandi kórsins. Undir hans stjórn gaf hann út plötuna Söngur um frelsi árið 1998 en hún var tekin upp í Stöðvarfjarðarkirkju undir upptökustjórn Hafsteins M. Þórðarsonar.

Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um kórinn en Bjartur Logi Guðnason mun hafa stjórnað honum árið 2001.

Um fimmtíu manns eru að jafnaði í Samkór Suðurfjarða.

Efni á plötum