Víkingasveitin [1] (1992)

Óskað er eftir upplýsingum um ballsveit sem starfaði á Djúpavogi árið 1992 undir nafninu Víkingasveitin, þ.m.t. um meðlimi, starfstíma og annað bitastætt. Þessi sveit er einnig sögð heita Víkingabandið en líklega er fyrrnefnda nafnið réttara.

Þrír klassískir Austfirðingar með tónleika

Tríóið Þrír klassískir Austfirðingar blása til tónleikasyrpu á Austurlandi á næstu dögum. Tríóið skipa þau Erla Dóra Vogler mezzósópran söngkona, Svanur Vilbergsson gítarleikari og Hildur Þórðardóttir flautuleikari. Á tónleikunum frumflytja þau m.a. verk eftir þrjú austfirsk tónskáld, Báru Sigurjónsdóttur við ljóð Ingunnar Snædal, dr. Charles Ross og Ingibjörgu Ýr Skarphéðinsdóttur. Um er að ræða ferna tónleika…

Niturbasarnir (1992-95)

Pönkveitin Niturbasarnir var upphaflega frá Djúpavogi en starfaði þó lengst af í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Vorið 1992 keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar og gerði garðinn frægan þar, með því að komast í úrslit og ekki síður fyrir að brjóta gítar í undanúrslitunum. Meðlimir Niturbasa voru þá þeir Ástþór Jónsson söngvari, Unnsteinn Guðjónsson gítarleikari (síðar kenndur…

Samkór Suðurfjarða (1995 -)

Samkór Suðurfjarða er blandaður kór fólks frá Austurlandi og var hann stofnaður 1995, upphaflega samanstóð hópurinn af fólki frá Breiðdalsvík, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði sem hafði sungið saman undir stjórn Ferenc Utassy en síðar bættist við söngfólk frá Djúpavogi. Peter Maté tók síðan við stjórn hópsins um tíma en Norðmaðurinn Torvald Gjerde varð síðan næsti stjórnandi…

Þörungarnir (1988-92)

Hljómsveitin Þörungarnir kom frá Djúpavogi og var starfandi árunum 1988 til 1992. Sveitin keppti í Músíktilraunum 1991 og skipuðu sveitina þá Ægir Ingimundarson gítarleikari, Eiður Ragnarsson söngvari og gítarleikari, Karl Elvarsson söngvari, Róbert Elvarsson trommuleikari og Guðmundur Gunnlaugsson bassaleikari. Sveitin hafði ekki erindi sem erfiði í Músíktilraunum, komst ekki í úrslit enda um að ræða…