Það veit andskotinn (1991)
Það veit andskotinn var dúett en tvö lög með sveitinni er að finna á safnsnældunni Strump, sem út kom 1991. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Hrólfur Sæmundsson og Róbert Ingi Douglas.
Það veit andskotinn var dúett en tvö lög með sveitinni er að finna á safnsnældunni Strump, sem út kom 1991. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Hrólfur Sæmundsson og Róbert Ingi Douglas.
Hljómsveitin Þarmagustarnir vakti nokkra athygli um miðjan níunda áratuginn. Sveitin var stofnuð í Kópavogi haustið 1983 og stuttu síðar keppti hún í Músíktilraunum Tónabæjar, sem þá voru haldnar öðru sinni. Þar komust Þarmagustar í úrslit og enduðu í öðru til þriðja sæti ásamt Bandi nútímans en Dúkkulísurnar sigruðu Músíktilraunirnar það árið. Meðlimir sveitarinnar, sem var…
Bítlasveitin Þeir frá Akureyri vakti nokkra athygli, einkum norðanlands 1966. Sveitin kom einnig suður til spilamennsku en meðlimir hennar voru Sigurður Ringsted trommuleikari, Kári Gestsson gítaleikari, Haraldur Tómasson gítarleikari, Stefán Ásgrímsson bassaleikari og Aðalsteinn Bergdal söngvari. Ekki liggur fyrir hversu lengi Þeir störfuðu.
Austfirska hljómsveitin Þema starfaði veturinn 1981-82 og var skipuð þeim Viðari Sigurjónssyni trommuleikara, Örvari Einarssyni hljómborðsleikara, Sigurjóni Ingibergssyni gítarleikara, Bjarna H. Kristinssyni gítarleikara og Höskuldi Svavarssyni bassaleikara. Lengri varð líftími hennar ekki.
Hljómsveitin Þema frá Akranesi keppti í Músíktilraunum 1986 og komst þar í úrslit. Anna Halldórsdóttir söngkona, Theódór Hervarsson hljómborðsleikari, Ingimundur Sigmundsson gítarleikari, Logi Guðmundsson trommuleikari og Hallgrímur Guðmundsson bassaleikari skipuðu sveitina sem stofnuð var upp úr Winston light orchestra. Sveitin varð líklega ekki langlíf.
Syntapoppsveitin Þetta er bara kraftaverk átti rætur sínar að rekja til pönksins og var eðlilegt framhald af pönksveitinni Q4U sem tveir meðlimanna, Elínborg Halldórsdóttir (Ellý) og Árni Daníel Júlíusson höfðu verið í. Þetta er bara kraftaverk var stofnuð vorið 1985 en starfaði einungis um nokkurra mánaða skeið fram á haust. Auk þeirra Ellýjar og Árna…
Rokksveitin Þjófar störfuðu a.m.k. frá vorinu 1991 og til sumars 1992 en þá breytti sveitin um nafn og kallaði sig eftir það Bárujárn. Sveitin hafði að geyma Þórð Heiðar Jónsson trommuleikara, Sigurjón Skæringsson söngvara, Berg M. Hallgrímsson og gítarleikarana Magnús S. Kristinsson og Magnús Axel Hansen, sumarið 1992 rétt áður en sveitin breytti um nafn…
Þrykkt í þarma var hljómsveit sem tók þátt í Músíktilraunum 1988. Sveitin var skipuð þeim Erni Úlfari Höskuldssyni trommuleikara, Ellert Þór Jóhannssyni bassaleikara, Hallgrími Skúlasyni söngvara og Mími Reynissyni gítarleikara. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.
Upphaf Þursaflokksins má rekja til haustsins 1977 en þá hafði Egill Ólafsson verið í Spilverki þjóðanna við góðan orðstír. Egill kallaði saman þá Þórð Árnason gítarleikara og Tómas M. Tómasson bassaleikara (sem báðir höfðu komið lítillega við sögu Stuðmanna með Agli), auk Ásgeirs Óskarssonar trommuleikara og Rúnars Vilbergssonar fagottleikara (BG og Ingibjörg o.fl.) og fóru…
Hljómsveitin Þörungarnir kom frá Djúpavogi og var starfandi árunum 1988 til 1992. Sveitin keppti í Músíktilraunum 1991 og skipuðu sveitina þá Ægir Ingimundarson gítarleikari, Eiður Ragnarsson söngvari og gítarleikari, Karl Elvarsson söngvari, Róbert Elvarsson trommuleikari og Guðmundur Gunnlaugsson bassaleikari. Sveitin hafði ekki erindi sem erfiði í Músíktilraunum, komst ekki í úrslit enda um að ræða…