Þarmagustarnir (1983-84)

tharmagustarnir

Þarmagustarnir

Hljómsveitin Þarmagustarnir vakti nokkra athygli um miðjan níunda áratuginn. Sveitin var stofnuð í Kópavogi haustið 1983 og stuttu síðar keppti hún í Músíktilraunum Tónabæjar, sem þá voru haldnar öðru sinni. Þar komust Þarmagustar í úrslit og enduðu í öðru til þriðja sæti ásamt Bandi nútímans en Dúkkulísurnar sigruðu Músíktilraunirnar það árið.

Meðlimir sveitarinnar, sem var þá instrumental sveit, voru Ríkharður Flemming Jensen trommuleikari, Sólon Ragnarsson hljómborðsleikari, Pétur Jónsson gítarleikari, Ingólfur Örn Steingrímsson gítarleikari og Halldór Jónsson bassaleikari. Síðar bættist söngkonan Þórhildur Þóhallsdóttir í hópinn, og um svipað leyti tók Kristján Hallur Leifsson við bassaleikarahlutverkinu af Halldóri, auk þess sem Sólon hætti.

Eina útgefna afurð Þarmagusta var lag á safnplötunni SATT 3, sem út kom 1984 en ekki er ljóst hvenær sveitin hætti störfum.