Spilliköttur (1983-85)

Hljómsveitin Spilliköttur var ein af þeim fjölmörgu tilraunakenndu sveitum sem störfuðu í kjölfar nýbylgjusenunnar í byrjun níunda áratugnum en hún var starfrækt í Kópavogi, vöggu pönksins. Meðlimir Spillikattar voru þeir Sigurður Halldórsson bassaleikari, Ingólfur Örn Björgvinsson saxófónleikari og Birgir Baldursson trommuleikari en þeir voru þá á sama tíma einnig í hljómsveitinni Gakk, við fjórða mann.…

Snældurnar (1968-69)

Sönghópurinn Snældurnar var kvartett stúlkna í Kópavogsskóla, undir lok sjöunda áratugarins – líklega veturinn 1968 til 69. Snældurnar skipuðu þær Guðrún Ágústa Þorkelsdóttir, Sólveig Krogh Pétursdóttir, Þórunn Björnsdóttir (síðar stjórnandi Skólakórs Kársness o.fl.) og Guðrún Gunnarsdóttir, hugsanlega komu þær stundum fram þrjár (ef marka má myndina sem hér fylgir). Auk söngs léku þær Sólveig og…

Soap factory (2000-02)

Pönksveit úr Kópavogi sem bar nafnið Soap factory starfaði um síðustu aldamót, líklega um þriggja ára skeið. Vorið 2002 keppti sveitin í Músíktilraunum og voru meðlimir hennar þá Helgi Rafn Ingvarsson söngvari, Haraldur Ágústsson gítarleikari, Pálmi Hjaltason bassaleikari, Ellert Sigurðarson gítarleikari og söngvari og Sigurður J. Sigurðsson trommuleikari. Sveitin komst ekki áfram. Soap factory starfaði…

Snillingarnir [1] (1979-80)

Hljómsveitin Snillingarnir var ein allra fyrsta pönksveitin hér á landi, sjálfir skilgreindi sveitin sig aldrei sem pönk en þeir félagar blönduðu tónlist sína þjóðlögum. E.t.v. mætti segja að sveitin hafi verið eins konar útungarstöð fyrir Fræbbblana því tveir meðlima hennar áttu síðar eftir að leika með þeirri sveit. Snillingarnir munu hafa verið stofnaðir sumarið 1979…

Skruggurnar [1] (um 1965)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um sönghóp stúlkna í Kópavoginum (líklega á gagnfræðaskólaaldri) sem kom fram að öllum líkindum í nokkur skipti opinberlega um miðbik sjöunda áratugar síðustu aldar undir nafninu Skruggurnar. Ekki liggur fyrir hversu stór sönghópurinn var en hér er giskað á kvartett eða kvintett, Svanfríður Jónasdóttir (síðar alþingiskona og bæjarfulltrúi) gæti hafa verið…

Skólakór Tónlistarskóla Kópavogs (1969-77)

Kór var starfandi við Tónlistarskóla Kópavogs um nokkurra ára skeið á áttunda árataug liðinnar aldar en skólinn hafði verið settur á laggirnar haustið 1963. Ekki var um kórastarf að ræða fyrstu ár skólans en það var svo haustið 1969 sem skólakór tók til starfa undir stjórn Margrétar Dannheim. Sá kór starfaði að öllum líkindum undir…

Fræbbblarnir (1978-83 / 1996-)

Hljómsveitin Fræbbblarnir er klárlega skýrasta andlit pönktímabilsins á Íslandi sem má segja að hafi staðið yfir um tveggja og hálfs árs skeið en pönkið sem að mestu var sótt til Bretlands hafði þá þegar liðið undir lok þar í landi þannig að Íslendingar fóru að mestu á mis við hið eiginlega breska pönk. Fræbbblarnir höfðu…

Free style (1986)

Free style var hljómsveit starfandi í Kópvogi vorið 1986 en þá var hún meðal sveita sem lék á tónleikum sem báru yfirskriftina Kóparokk. Ekki liggja fyrir neinar aðrar upplýsingar um um sveitina, hverjir skipuðu hana, hversu lengi hún starfaði eða hver hljóðfæraskipan hennar var en þær mætti gjarnan senda Glatkistunni.

Flirt (2003)

Hljómsveitin Flirt úr Kópavoginum var meðal keppenda í Músíktilraunum Hins hússins vorið 2003. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Hannesson trommuleikari, Guðlaugur Gíslason gítarleikari og Árni Magnússon bassaleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og varð að líkindum ekki langlíf.

Flamingo [2] (1966-67)

Hljómsveit sem bar nafnið Flamingo (einnig nefnd Flamingos og var t.d. oft auglýst undir því nafni) starfaði í Kópavogi á árunum 1966 og 67, og var skipuð meðlimum á unglingsaldri. Heimildir eru af skornum skammti um Flamingo en fyrir liggur að Björgvin Gíslason gítarleikari og Páll Eyvindsson bassaleikari voru meðal meðlima sveitarinnar, upplýsingar vantar um…

Feis (1986)

Hljómsveit skipuð ungum hljóðfæraleikurum starfaði í Kópavogi sumarið 1986 og gekk undir nafninu Feis. Þessi sveit lék á tónleikum tengdum bæjarhátíð í Kópavogi en engar frekari heimildir er að finna um hana og óskar Glatkistan þar með eftir frekari upplýsingum um nöfn og hljóðfæraskipan meðlima sveitarinnar.

Carnival-bandið (1986-87 / 1998)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði innan Hornaflokks Kópavogs (Skólahljómsveitar Kópavogs) og gekk undir ýmum nöfnum s.s. Carnival-bandið, Carnivala / Karnivala eða Carnival-band Kópavogs. Sveitin starfði a.m.k. árin 1986 og 87, sem og 1998 en annað liggur ekki fyrir um tilurð þessarar sveitar, hversu stór hún var, hver stjórnaði henni og hversu lengi…

Gormar og Geiri (1968)

Hljómsveitin Gormar og Geiri starfaði í Kópavogi árið 1968 og var skipuð meðlimum á grunnskólaaldri. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ásgeir Valdimarsson bassaleikari (sem væntanlega var Geiri), Sigurvin Einarsson gítarleikari, Eggert Páll Björnsson [?], Gestur Ólafsson [?] og Þór Sævaldsson gítarleikari.

Gleðigjafar [3] (1999-)

Gleðigjafar er sönghópur starfandi í Gullsmára, félagsmiðstöð eldri borgara í Kópavogi. Gleðigjafar tóku til starfa að líkindum árið 1999 en Gullsmári opnaði haustið 1997 og því gæti saga sönghópsins teygt sig örlítið í þá áttina. Guðmundur Magnússon var lengi stjórnandi og undirleikari hópsins en líklega hefur það verið í höndum Dóru Georgsdóttur undanfarið. Óskað er…

Mamma er kokkur í Nam (um 1990)

Skammlíf pönksveit sem bar nafnið Mamma er kokkur í Nam starfaði að öllum líkindum í Kópavogi í kringum 1990. Upplýsingar um þessa sveit eru mjög takmarkaðar, þó liggur fyrir að Sindri Kjartansson var einn meðlima hennar. Óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi sem og líftíma sveitarinnar.

XAF (1982-83)

Veturinn 1982-83 var í Kópavogi starfandi hljómsveit skipuð meðlimum á grunnskólaaldri, undir nafninu XAF. XAF varð ekki langlíf en meðlimir hennar voru Flosi Þorgeirsson bassaleikari og söngvari, Guðjón Þór Baldursson trommuleikari og Magnús Árni Magnússon söngvari og hljómborðsleikari. Sveitin lék nýbylgjurokk en helsta ástæða þess að hún liðaðist í sundur var ágreiningur um stefnu hennar,…

X-ið (1990)

Árið 1990 starfaði í Kópavogi hljómsveit ungra tónlistarmanna undir nafninu X-ið, en þá um vorið varð sveitin í þriðja sæti hæfileikakeppni sem haldin var í bænum, og hlaut í verðlaun konfektkassa. Meðlimir X-sins voru þeir Carl Carlsson, Karl Guðmundsson og Kolbeinn Marteinsson, ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan sveitarinnar eða hversu lengi hún starfaði.

Blóðtaktur (1993-)

Hljómsveitin Blóðtaktur úr Kópavoginum er ekki meðal þekktustu sveita íslenskrar tónlistarsögu en hún hefur starfað í áratugi (með hléum). Blóðtaktur var stofnuð vorið 1993 og nefndist fyrst um sinn Anal Arbeit en um sumarið fékk sveitin endanlegt nafn sitt. Hún starfaði líklega nokkuð samfleytt til ársins 1998 og spilaði þá nokkuð oft á opinberum vettvangi…

Bláa bandið [2] (1967)

Hljómsveitin Bláa bandið var starfandi í Kópavogi árið 1967. Sveitin hafði gengið undir nafninu Tacton og eini kunni meðlimur hennar er Árni Blandon gítarleikari. Bláa bandið fékk næst nafnið Dýrlingarnir en að lokum náði hún nokkrum vinsældum undir nafninu Tatarar, að öllum líkindum með nokkuð breyttri liðsskipan.

Big band Kópavogs (1978-91)

Big band Kópavogs starfaði í nokkur ár og voru liðsmenn sveitarinnar líkast til fyrrverandi og þáverandi meðlimir Skólahljómsveitar Kópavogs og Hornaflokks Kópavogs. Sveitin gekk undir ýmsum öðrum nöfnum, s,s, Stórsveit Hornaflokks Kópavogs, Stórsveit Kópavogs og Djassband Kópavogs. Það var saxófónleikarinn Gunnar Ormslev sem stofnaði sveitina 1978 og var fyrsti stjórnandi hennar, og starfaði hún til…

Trixon (1961-63)

Hljómsveit Trixon starfaði um tveggja ára skeið í Kópavogi á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Trixon var stofnuð 1961 og voru meðlimir sveitarinnar Magnús Már Harðarson trommuleikari, Jóhannes Arason píanóleikari, Birgir Kjartansson gítarleikari, Baldvin Halldórsson gítarleikari og Björn Brynjólfsson söngvari. Ómar Bergmann var líklega bassaleikari sveitarinnar og Hans Kristjánsson saxófónleikari var um tíma í…

Toffies (1982)

Allar upplýsingar um kvennasveitina Toffie úr Kópavoginum væru vel þegnar. Sveitin starfaði árið 1982 og hafði þá verið stofnuð upp úr þeirri vakningu sem varð til með tilkomu Grýlnanna. Toffies varð að öllum líkindum skammlíf sveit.

Timburmenn [1] (1991)

Unglingahljómsveitin Timburmenn úr Kópavoginum starfaði árið 1991 og lék þá um verslunarmannahelgina á bindindismóti í Galtalæk. Allar upplýsingar um meðlimi þessarar sveitar má senda Glatkistunni.

Tipp topp (um 1980)

Hér er auglýst eftir upplýsingum um hljómsveit sem gæti hafa starfað í Kópavogi um eða eftir 1980 og hét Tipp topp (jafnvel Tip top / Tipptopp / Tiptop). Fyrir liggur að Kristinn Jón Guðmundsson hafi hugsanlega verið einn meðlima hennar en aðrar upplýsingar um þessa sveit eru ekki tiltækar.

S.h. draumur (1982-88)

Hljómsveitin S.h. draumur (Svarthvítur draumur) starfaði um sex ára skeið, mestan þann tíma neðanjarðar með lítinn en tryggan aðdáendahóp en varð líkt og Ham, þekktari eftir andlát sitt og fékk á sig goðsagnakenndan stimpil með almennari vinsældum síðar meir. Tilurð sveitarinnar má rekja til þess að í Kópavogi hafði Gunnar Lárus Hjálmarsson (Dr. Gunni) starfrækt…

Næturþel (1983)

Næturþel var skammlíf sveit sem starfaði í Kópavogi vorið 1983. Meðal meðlima Næturþels voru Kristinn Jón Guðmundsson og Steinn Skaptason en ekki finnast frekari upplýsingar um mannaskipan sveitarinnar eða á hvaða hljóðfæri þeir félagar léku.

Nippon (1983)

Hljómsveitin Nippon starfaði í Kópavogi 1983 og var skipuð ungum meðlimum. Einhver/jir meðlimir hennar var síðar í Þarmagustunum en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þessa sveit.

Nema lögreglan (1980-81)

Hljómsveitin Nema lögreglan starfaði í Kópavogi á tímum íslensks pönks og nýbylgju. Steinn Skaptason [bassaleikari ?] og Birgir Baldursson trommuleikari voru í þessari sveit en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi hennar.

N.A.S.T. (1981-82)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina N.A.S.T. (Nast) úr Kópavogi en sveitin var ein þeirra pönksveita sem spratt upp úr þeirri bylgju upp úr 1980. N.A.S.T. var stofnuð vorið 1981 og fáeinum vikum síðar lék sveitin opinberlega. Hátindi frægðar sveitarinnar var síðan náð þegar hún lék ásamt fleiri pönk- og nýbylgjusveitum á tónleikum um…

The Professionals (1989)

Árið 1989 (líklega) var hljómsveit starfandi í Snælandssskóla í Kópavogi undir nafninu The Profsessionals. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi sveitarinnar aðrar en þær að einhverjir þeirra stofnuðu síðan hljómsveitina Strigaskó nr. 42. Allar nánari upplýsingar um The Professionals væru vel þegnar.

Plantan (1969-74)

Hljómsveitin Plantan starfaði um nokkurra ára skeið á tímum hipparokks, ekki liggur fyrir nákvæmlega hvers kyns tónlist sveitin framreiddi en það hefur þó verið í ætt við blues og soul. Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru Viðar Jónsson gítarleikari, Guðni Sigurðsson trompet- og orgelleikari, Þórður Clausen Þórðarson trommuleikari og Guðmundur Sigurðsson bassaleikari og söngvari. Guðni og…

Pez [1] (1991-92)

Hljómsveitin Pez starfaði í Kópavoginum á árunum 1991 og 92. Pez var stofnuð upp úr annarri sveit, Sveindómnum og voru meðlimir Hjalti Grétarsson gítarleikari, Kristinn Guðmundsson bassaleikari, Finnur P. Magnússon trommuleikari og Matthías Baldursson (Matti Sax) gítarleikari og söngvari, þeir voru allir á unglingsaldri. Pez var pönksveit og var því eilítið á skjön við strauma…

Just now (1985)

Hljómsveitin Just now (einnig nefnd Nú þegar) starfaði í Kópavogi um miðjan níunda áratug liðinnar aldar. Just now gekk síðar undir ýmsum nöfnum og með mismunandi mannaskipan en hér eru aðeins þekktir Sváfnir Sigurðarson og Gunnar Ólason. Upplýsingar varðandi aðra meðlimi væru vel þegnar.

Drengjalúðrasveit Kópavogs (1969-71)

Fjölmiðlar í kringum 1970 minnast lítillega á lúðrasveit drengja sem starfaði í Kópavogi á þeim árum. Ekki er ljóst hvort um er að ræða sömu sveit og Björn Guðjónsson stofnaði og stjórnaði undir nafninu Skólahljómsveit Kópavogs eða hvort um var að ræða aðra sveit. Lesendur mega gjarnan upplýsa Glatkistuna um það.

Rjúkandi (1991-)

Rjúkandi er sönghópur eða kór frá Ólafsvík sem var nokkuð áberandi um tíma en hefur farið minna fyrir hin síðustu ár. Helgi E. Kristjánsson þáverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Ólafsvík hafði forgöngu um stofnun kórsins vorið 1991 en hópurinn samanstóð af sjómönnum úr Ólafsvík, um fimmtán manns. Meðan Helgi starfaði vestanlands var Rjúkandi nokkuð virkur og…

Rokkarnir (1963-64)

Rokkarnir var líklega ein fyrsta hljómsveitin sem starfrækt var í Kópavoginum en á þeim árum var þéttbýli að myndast á svæðinu. Reyndar var ekki um eiginlega hljómsveit að ræða heldur þjóðlagatríó. Vettvangurinn var Gagnfræðiskólinn í Kópavogi og meðlimir tríósins voru þeir Halldór Fannar (Valsson), Ólafur Þórðarson og Guðmundur Einarsson (síðar þingmaður Bandalags jafnaðarmanna og Alþýðuflokksins),…

Rondó tríó (1955-70)

Rondó var hljómsveit sem starfaði í fimmtán ár og lagði alltaf áherslu á að leika gömlu dansana þrátt fyrir ýmsa strauma og stefnur sem sjötti og sjöundi áratugurinn leiddi af sér í tónlistinni. Meðlimir Rondó voru upphaflega fjórir og því gekk sveitin fyrst um sinn undir nafninu Rondó kvartett. Sveitin lék fyrst og fremst í…

Rude boys (1984)

Hljómsveitin Rude boys var einhvers konar afsprengi pönksins, starfandi í Kópavogi sumarið 1984. Allar upplýsingar um þessa sveit væru vel þegnar.

Ys (1983)

Hljómsveitin Ys úr Kópavogi var skipuð þeim Steini Skaptasyni og Birgi Baldurssyni og starfaði 1983. Hugsanlega voru fleiri í þessari sveit en engar upplýsingar finnast um það eða né um líftíma hennar.

Band nútímans (1982-85)

Hljómsveitin Band nútímans starfaði í Kópavogi á árunum 1982-85 og vakti töluverða athygli á sínum tíma, einkum fyrir að lenda í öðru til þriðja sæti í Músíktilraunum Tónabæjar haustið 1983 ásamt Þarmagustunum en Dúkkulísurnar sigruðu það árið. Í kjölfar árangursins í Músíktilraununum kom út lag með sveitinni á safnplötunni SATT 3. Sveitin sem spilaði nýrómantík…

Bar 8 [2] (1992-93 / 1999)

Hljómsveitin Bar 8 (Barátta) úr Kópavogi tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1992 og var þá skipuð þeim Carl Johan Carlssyni gítarleikara, Arnþór Þórðarsyni bassaleikara, Steinarri Loga Nesheim söngvara (Kung fú o.fl.), Hannesi H. Friðbjarnarsyni trommuleikara (Buff o.fl.) og Haraldi Vigni Sveinbjörnssyni gítarleikara (Menn ársins o.fl.). Sveitin komst ekki í úrslit keppninnar en starfaði áfram…

Beri Beri (1982)

Beri Beri úr Kópavogi (1982) var í raun sama sveit og Geðfró, meðlimir voru Sigríður Beinteinsdóttir söngkona, Gunnar L. Hjálmarsson (Dr. Gunni) bassaleikari, Haukur Valdimarsson trommuleikari og Guðjón Steingrímur Birgisson gítarleikari. Nafnið Beri beri kemur úr lagi með hljómsveitinni Tappa tíkarrass. Sveitin varð ekki langlíf undir þessu nafni og sagan segir ýmist að forsprakki hópsins,…

Dúddabandið (1998)

Hljómsveitin Dúddabandið úr Kópavogi var starfandi 1988 og keppti þá um vorið í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir sveitarinnar voru Ágúst Arnórsson, Högni Guðmundsson og Bjarni Björnsson sem allir rödduðu, auk Sigurðar Jónssonar gítarleikara og Bjarna Daníelssonar söngvara. Sveitinni var reyndar vísað úr keppni af ókunnum ástæðum.

F/8 (1980-81)

Hljómsveitin F/8 úr Kópavogi á nafn sitt að rekja til flokks 8 í Vinnuskóla Kópavogs sumarið 1980 en sveitin var stofnuð þegar vantaði tónlist í útvarpsþátt um vinnuskólana. Sveitin starfaði 1980 – 81 og innihélt þá Gunnar L. Hjálmarsson gítarleikara (Dr. Gunna) og Tryggva Þór Tryggvason söngvara (Fræbbblarnir) sem stofnuðu sveitina, aðrir meðlimir voru Björn…

Falcon [2] (1965-68)

Falcon úr Kópavoginum var starfandi að minnsta kosti á árunum 1965-68, þetta var bítlasveit og hafði á að skipa Björgvini Gíslasyni gítarleikara en aðrir meðlimir voru Sigurjón Sighvatsson bassaleikari, Óli Torfa [?], Siggi [?] og Biggi [?]. Steinar Viktorsson trommuleikari var að öllum líkindum í sveitinni 1965 og 66, og Ólafur Davíð Stefánsson söng með henni á…

Gakk (1984-85)

Fremur litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Gakk, sem starfaði 1984 og 85, hún mun hafa gengið áður undir nafninu Barnsburður. Gakk starfaði í Kópavogi og voru meðlimir hennar þeir Sigurður Halldórsson bassaleikari, Birgir Baldursson trommuleikari, Ingólfur Örn Björgvinsson söngvari og Sigurður Ingibergur Björnsson gítarleikari. Einhvern hluta starfstíma sveitarinnar var hún tríó.

Geðfró (1981)

Hljómsveitin Geðfró var eins konar millibilssveit á milli F/8 og Beri Beri úr Kópavoginum, starfandi 1981. Sveitin var stofnuð upp úr F/8 og hafði að geyma Gunnar L. Hjálmarsson gítarleikara, Guðjón Steingrím Birgisson gítarleikara, Hauk Valdimarsson trommuleikara, Björn Gunnarsson bassaleikara og Sigríði Beinteinsdóttur (Stjórnin) söngkonu. Sigríður steig þarna sín fyrstu spor sem söngkona og mun…

Glott (1989-96)

Hljómsveitirnar Glott (Glottt) og Fræbbblarnir eru iðulega nefndar í sömu andránni enda tæknilega séð um sömu sveit að ræða lengst af. Fræbbblarnir sem upphaflega voru úr Kópavoginum höfðu hætt störfum 1983 en þegar ný sveit var stofnuð 1989 af Valgarði Guðjónssyni söngvara, Stefáni Guðjónssyni trommuleikara og Kristni Steingrímssyni gítarleikara sem allir höfðu verið í Fræbbblunum,…

Kópabandið (1976-79)

Kópabandið var níu manna sveit, afsprengi Skólahljómsveitar Kópavogs og starfaði líklega á árunum 1976-79. Þessi sveit hafði að geyma nokkra meðlimi sem síðar áttu eftir að vekja athygli á öðrum vettvangi í tónlistarheiminum s.s. Birgir Baldursson trommuleikara og Jóhann Morávek bassaleikara og kórstjórnanda. Einnig er hugsanlegt að Sigurður Flosason saxófónleikari hafi verið í Kópabandinu en…

Ma’estro (1968)

Hljómsveitin Ma‘estro (Maestro) var skipuð ungum meðlimum en hún starfaði um nokkurra mánaða skeið til ársloka 1968. Sveitina, sem var úr Kópavogi, skipuðu Ólafur Torfason söngvari, Halldór Olgeirsson trommuleikari, Sigurður Hermannsson gítarleikari, Páll Eyvindsson bassaleikari og Ari Kristinsson orgelleikari. Eiður Örn Eiðsson mun hafa verið viðloðandi sveitina en ekki liggur fyrir hvenær.