Pez [1] (1991-92)

Pez [1]

Pez

Hljómsveitin Pez starfaði í Kópavoginum á árunum 1991 og 92.

Pez var stofnuð upp úr annarri sveit, Sveindómnum og voru meðlimir Hjalti Grétarsson gítarleikari, Kristinn Guðmundsson bassaleikari, Finnur P. Magnússon trommuleikari og Matthías Baldursson (Matti Sax) gítarleikari og söngvari, þeir voru allir á unglingsaldri.

Pez var pönksveit og var því eilítið á skjön við strauma og stefnur tónlistarinnar á Íslandi á tíunda áratugnum.