Páll Pampichler Pálsson – Efni á plötum

Kammersveit Reykjavíkur – Páll Pampichler Pálsson: Chamber works Kristallar / Crystals Útgefandi: Íslensk tónverkamiðstöð Útgáfunúmer: ITM 8-07 Ár: 1994 1. Gudis-Mana-Hasi 2. Kristallar 3. Morgen 4. August sonnet 5. September sonnet 6. Lantao 7. – 12. Sex íhugulir söngvar; Upphaf / Óveðurskvöld / Hringstefja / Rotturnar / Fyrir sólris / Endir Flytjendur: Signý Sæmundsdóttir –…

Páll Pampichler Pálsson (1928-2023)

Páll Pampichler Pálsson var einn af þeim erlendu tónlistarmönnum sem hingað kom á fyrri hluta síðustu aldar og sett mark sitt á íslenskt tónlistarlíf, margir þeirra settust hér að og var Páll einn þeirra. Páll fæddist 1928 í austurrísku borginni Graz, hann var skírður Paul Pampichler en hlaut löngu síðar íslenskan ríkisborgararétt (1958) og tók…

Penis (1971)

Engar heimildir er að finna um hljómsveitina Penis sem mun hafa verið starfandi 1971, eða að öllum líkindum. Allar upplýsingar um þessa merkilegu sveit má senda Glatkistunni.

Pegasus (1993)

Hljómsveitin Pegasus frá Akranesi starfaði 1993 og tók þá um vorið þátt í Músíktilraunum Tónabæjar. Meðlimir Pegasusar voru Einar Harðarson gítarleikari, Gunnar S. Hervarsson söngvari og gítarleikari, Sigurjón Þorgrímsson bassaleikari, Guðmundur Claxton trommuleikari og Svanfríður Gísladóttir söngkona. Sveitin lék eins kona nýbylgjupopp og komst í úrslit keppninnar án þess þó að gera þar einhverjar rósir.…

Páskar frá Akureyri (1992)

Litlar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Páska frá Akureyri en hún var starfandi á höfuðborgarsvæðinu sumarið 1992. Kormákur Geirharðsson mun hafa verið trymbill Páska frá Akureyri en aðrar upplýsingar um þessa sveit eru ekki tiltækar.

Páll Stefánsson – Efni á plötum

Páll Stefánsson [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1038 Ár: 1930 1. Kvöldvaka 2. Lausavísur (rímnalög) Flytjendur: Páll Stefánsson – kveður rímur Jón Lárusson og Páll Stefánsson [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1100 Ár: 1930 1. Vor er indælt ég það veit 2. Tölum við um trygð og ást 3. Lausavísur: Yfir…

Páll Stefánsson (1886-1973)

Páll Stefánsson var kvæðamaður af gamla skólanum og kom m.a. annars fram á skemmtunum á sínum tíma en hann varð einnig með fyrstu mönnum til að fara með slíkan kveðskap á plötu. Páll (Böðvar) Stefánsson var fæddur 1886 í Kjósinni og bjó þar fram yfir fermingu en þá fór hann að heiman, lærði trésmíði og…

Pentagon (1991-92)

Hljómsveitin Pentagon starfaði í nokkra mánuði 1991 og 92 á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin var stofnuð haustið 1991 upp úr Kormáki afa sem var skipuð sama mannskap en meðlimir sveitanna voru Pétur Hrafnsson söngvari, Sævar Árnason gítarleikari, Sigurður Ragnarsson hljómborðsleikari, Ásgrímur Ásgrímsson trommuleikari og Sævar Þór Sævarsson bassaleikari. Pentagon starfaði fram á vorið 1992.

Afmælisbörn 12. maí 2016

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Helga Möller er fimmtíu og níu ára í dag. Helga er iðulega kölluð diskódrottning Íslands en einnig mætti kalla hana drottningu jólalaganna. Hún söng m.a. ásamt Jóhanni Helgasyni í dúettnum Þú og ég, auk Celsius, Moldrok, Melchior og Snörunum hún byrjaði reyndar sinn söngferil sem…