The Phobic (1995)

The Phobic var einsmannssveit sem átti lag á safnplötunni Sándkurl 2 en sú plata kom út 1995. Það var Arnþór Snær Sævarsson sem kallaði sig þessu nafni en hann lék á hljómborð og forritaði, honum til aðstoðar á plötunni var Bragi Ingiberg Ólafsson saxófónleikari (B.I.O.).

Phobia [2] (1998)

Hljómsveitin Phobia var stofnuð í upphafi árs 1998 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði. Phobia var Metallicu coverband og meðal meðlima sveitarinnar voru Valdi Olsen gítarleikari [?], Ólafur Ásgeirsson trommuleikari og Freyr [?] bassaleikari [?], ekki er vitað um fleiri meðlimi sveitarinnar. Allar nánari upplýsingar um Phobiu eru vel þegnar.

Phobia [1] (1983-84)

Hljómsveitin Phobia var skammlíf sveit, stofnuð haustið 1983 upp úr Nefrennsli sem þá hafði lagt upp laupana. Stofnmeðlimir Phobiu, sem fyrstu vikurnar gekk undir nafninu Panic, voru Hannes A. Jónsson trommuleikari og Sigurbjörn R. Úlfarsson bassaleikari en þeir fengu fljótlega til liðs við sig Ögmund [?] söngvara og gítarleikara. Í lok ársins hafði söngkonan Rósa…

Pétur Sigurðsson (1899-1931)

Nafn Péturs Sigurðssonar tónskálds er ekki vel þekkt utan Skagafjarðar en hann hafði mikil áhrif á tónlistarlíf á heimaslóðum nyrðra. Pétur fæddist 1899 og bjó alla tíð í Skagafirðinum, hann var bóndasonur, nam húsasmíði og starfaði einkum við brúarsmíði. Hann hlaut ekki tónlistaruppeldi sem neinu næmi en hlaut þó einhverja tilsögn á harmonium, að öðru…

Afmælisbörn 31. maí 2016

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni í dag: Kjartan Valdemarsson píanó- og hljómborðsleikari er fjörutíu og níu ára í dag. Kjartan er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur leikið á fjölda poppplatna allt frá árinu 1984 þegar fyrst heyrðist til hans á safnplötum, hann hefur verið í mörgum þekktum hljómsveitum eins og Todmobile en í…