Phobia [1] (1983-84)

engin mynd tiltækHljómsveitin Phobia var skammlíf sveit, stofnuð haustið 1983 upp úr Nefrennsli sem þá hafði lagt upp laupana.

Stofnmeðlimir Phobiu, sem fyrstu vikurnar gekk undir nafninu Panic, voru Hannes A. Jónsson trommuleikari og Sigurbjörn R. Úlfarsson bassaleikari en þeir fengu fljótlega til liðs við sig Ögmund [?] söngvara og gítarleikara. Í lok ársins hafði söngkonan Rósa Eyvindsdóttir einnig bæst í hópinn en hún er systir Erps Eyvindssonar (Blaz Roca). Um tíma starfaði með sveitinni hljómborðsleikari sem kallaður var Beggi [?].

Phobia kom að öllum líkindum fram í aðeins eitt skipti opinberlega, þegar hún hitaði upp fyrir Rikshaw snemma árs 1984 á uppákomu í Menntaskólanum við Sund.

Ekki löngu síðar leystist sveitin upp vegna tónlistarlegs ágreinings.