Perlan [2] (1990-92)

Hljómsveitin Perlan lék á öldurhúsum borgarinnar á árunum 1990-92, sveitin mun hafa sérhæft sig í gömlu dönsunum og voru staðir eins og Danshúsið í Glæsibæ aðal vettvangur hennar. Ekki er að finna neinar upplýsingar um meðlimi Perlunnar utan þess að Mattý Jóhanns (Matthildur Jóhannsdóttir) var söngkona sveitarinnar. Perlan sem auglýsti á sínum tíma grimmt þjónustu…

Perlan [3] (2003)

Hljómsveit að nafni Perlan starfaði 2003 og sendi þá frá sér jólaplötuna Gleði heimsins. Perlan lék eitthvað á samkomum tengdum ÆSKR (Æskulýðssambandi kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum) en ekki liggur fyrir hvort sveitin tengdist því starfi eitthvað frekar. Á plötu Perlunnar, sem tekin var upp haustið 2003, er að finna jólalög í rokkuðum útsetningum en á henni…

Pentagram (1985-87)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Pentagram sem að öllum líkindum var starfandi á árunum 1985-87. Þó liggur fyrir að Hallur Guðmundsson var bassaleikari sveitarinnar en annað er ekki að finna um þessa hljómsveit.

Pes (1990)

Pes var blústríó sem starfaði 1990 en meðlimir þess voru Pálmi J. Sigurhjartason hljómborðsleikari, Einar Þorvaldsson gítarleikari og Sigurður Sigurðsson söngvari. Þeir höfðu starfað saman í hljómsveitinni Centaur sem þá hafði hætt störfum. Pes varð ekki langlíft tríó.

Petit kvintett (1964)

Petit kvintett starfaði á norðanverðu landinu, hugsanlega á Sauðárkróki eða Skagafirðinum en sveitin lék á Sæluviku Sauðkræklinga vorið 1964. Engar upplýsingar finnast um þessa sveit en líkur eru á að hún hafi starfað lengur en það eina ár.

Pestin (um 1967)

Hljómsveitin Pestin var unglingasveit sem Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður var í á sínum yngri árum. Engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi sveitarinnar og hér er einungis giskað á að hún hafi verið starfandi í kringum 1967. Nánari upplýsingar um Pestina eru vel þegnar.

Persona (1967-68)

Blústríóið Persona var skammlíft band, stofnað í árslok 1967 og starfaði fram á sumar 1968. Eftir því sem heimildir segja voru meðlimir Personu Axel Einarsson bassaleikari, Finnur Torfi Stefánsson gítarleikari og Rafn Haraldsson trommuleikari. Axel mun hafa komið síðastur inn í sveitina og gæti því annar bassaleikari hafa verið í henni í upphafi.

Permanent (1977)

Engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Pernanent sem lék a.m.k. eitt kvöld í skemmtstaðnum Klúbbnum síðla árs 1977. Allar upplýsingar um Pernanent væru vel þegnar.

Perlan [3] – Efni á plötum

Perlan [3] – Gleði heimsins Útgefandi: Perlan Útgáfunúmer: PER001 Ár: 2003 1. Bjart er yfir Betlehem 2. Gjör dyrnar breiðar hliðið hátt 3. Gleði heimsins 4. Í dag er glatt í döprum hjörtum 5. Heims um ból 6. Nóttin var sú ágæt ein 7. Þá nýfæddur Jesús 8. Litla jólabarn Flytjendur: Ágúst Böðvarsson – gítar,…

Pez [1] (1991-92)

Hljómsveitin Pez starfaði í Kópavoginum á árunum 1991 og 92. Pez var stofnuð upp úr annarri sveit, Sveindómnum og voru meðlimir Hjalti Grétarsson gítarleikari, Kristinn Guðmundsson bassaleikari, Finnur P. Magnússon trommuleikari og Matthías Baldursson (Matti Sax) gítarleikari og söngvari, þeir voru allir á unglingsaldri. Pez var pönksveit og var því eilítið á skjön við strauma…

Afmælisbörn 21. maí 2016

Eitt afmælisbarn kemur við sögu í dag í gagnagrunni Glatkistunnar: Íris Kristinsdóttir söngkona er fjörtíu og eins árs gömul á þessum degi. Íris vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Írafári sumarið 1998 en sló síðan í gegn ári síðar sem gestasöngvari með Sálinni hans Jóns míns á frægum órafmögnuðum tónleikum sem gefnir voru út. Síðar söng…