Hljómsveit að nafni Perlan starfaði 2003 og sendi þá frá sér jólaplötuna Gleði heimsins. Perlan lék eitthvað á samkomum tengdum ÆSKR (Æskulýðssambandi kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum) en ekki liggur fyrir hvort sveitin tengdist því starfi eitthvað frekar.
Á plötu Perlunnar, sem tekin var upp haustið 2003, er að finna jólalög í rokkuðum útsetningum en á henni koma þeir Ágúst Böðvarsson söngvari, gítar- og hljómborðsleikari, Magnús Árni Öder Kristinsson bassaleikari og Gunnar Einar Steingrímsson trommuleikari við sögu.