Afmælisbörn 3. janúar 2020

Afmælisbörnin eru þrjú á skrá Glatkistunnar í dag: Sölvi (Haraldsson) Blöndal fyrrum Quarashi-liði á fjörutíu og fimm ára afmæli í dag. Sölvi hafði verið í ýmsum sveitum áður en hann gerði það gott með Quarashi, s.s. Púff, SSSpan, Júpiters og Stjörnukisa svo dæmi séu tekin en hefur einnig starfrækt dúettinn Halleluwah, auk annarra verkefna. Hann…

Narsissa [1] (1994-97)

Hljómsveitin Narsissa var starfandi innan Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri og var skipuð ungum hljómlistarmönnum þar í bæ. Meðlimir sveitarinnar voru Sara Helgadóttir sönkona og kassagítarleikari, Valdimar Júlíusson gítarleikari og söngvari, Ágúst Böðvarsson bassaleikari, Hjörtur Birgisson trommu- og gítarleikari og Erdna Varðardótir söngkona. Ólafur Zophoníasson hljómborðsleikari bættist fljótlega í hópinn. Alli [?] mun einnig hafa verið í…

Perlan [3] (2003)

Hljómsveit að nafni Perlan starfaði 2003 og sendi þá frá sér jólaplötuna Gleði heimsins. Perlan lék eitthvað á samkomum tengdum ÆSKR (Æskulýðssambandi kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum) en ekki liggur fyrir hvort sveitin tengdist því starfi eitthvað frekar. Á plötu Perlunnar, sem tekin var upp haustið 2003, er að finna jólalög í rokkuðum útsetningum en á henni…

Rasp (1990 / 2007-08)

Hljómsveitin Rasp er fyrirbæri sem erfitt er að finna upplýsingar um. Sveitin starfaði árið 1990 og var þá meðal flytjenda á safnsnældunni Strump. Ekki liggur þó fyrir hverjir skipuðu þessa sveit þá aðrir en Guðni Már Henningsson ljóðskáld og útvarpsmaður. Heimildir finnast síðan um sveitina frá árunum 2007 og 08. Þá voru í henni Guðni…

Kredit (1990-94)

Hljómsveitin Kredit frá Akureyri var starfandi á árunum 1990 – 1994, en 1993 átti sveitin lag á safnplötunni Landvættarokk. Á þeirri plötu var Kredit skipuð þeim Hauki Pálmasyni söngvara og trommuleikara, Ágústi Böðvarssyni bassaleikara og Ingvari Valgeirssyni gítarleikara. Einnig var Haraldur Davíðsson söngvari í sveitinni. Sigurður Ingimarsson var fyrsti söngvari og gítarleikari sveitarinnar en ekki…